:: Þvaðurveita geimVEIRU ::

Fyrsta tölva geimVEIRU - Sinclair ZX Spectrum 48K
Þvaðurveita Reykjavíkur og nágrennis
- Þ R O N -
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina |
[::..Andlega óvanheila veðrabeibið..::]
Hin stelpan varð úti - enda allt of heimsk til að mega vera hérna, þessi er með viti.
[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs samþykkis höfundar...::]
[::..Gamalt þvaður..::]
október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 desember 2006 janúar 2007 febrúar 2007 mars 2007 júlí 2007 ágúst 2007 október 2007 nóvember 2007 janúar 2008 febrúar 2008 mars 2008 apríl 2008 maí 2008 júní 2008 júlí 2008 október 2008 desember 2008 nóvember 2010
[::..Tempus fugit..::]
[::..Blogg gæðafólks sem ég hef hitt..::]
:: Bulld0zer::
:: ErlaROKK::
:: Sandkastalinn::
:: Skonrokk::
:: Hafdís::
:: Kjartan::
:: Señor Diaz::
:: Stína::
:: María::
:: Sigginn::
:: Erna og Murder the Exterminator::
:: Atli::
:: Steini::
:: Snerillinn::
[:: geimVEIRA í Southpark ::]
[::..Þétt tónlistardýr..::]
:: Jóel Pálsson::
:: Tómas R. Einarsson::
[::..Frábær lög vina og kunningja..::]
:: You Turn
:: Gengið á gufununum
[::..Annað tengt tónlist..::]
:: Berklastofnunin::
:: DiSK hjá Digidesign::
:: Múlinn::
:: Taktmælir::
:: Netverslun audioMIDI.com::
:: Pandora::
:: Nokkur lög með hljómum::
:: Slatti af lögum á midi::
:: Samplsaga::
:: Trompetsólóasíða::
:: Sheetmusic Direct::
:: Netverslun Music123.com::
:: Nótnapapprsblöð::
:: Real bækur::
[::..Skemmtileg blogg fólks sem ég þekki ekki..::]
:: Richard Melville Hall::
:: Katrin.is M.Sc.::
:: D.Þ.J.::
:: Þórdís Nadia::
:: Dr. Gunni::
:: Trigger XLII::
:: Hvað hugsar Albert?::
:: Bedda::
:: Frábæri ljósmyndarinn::
:: Unnur::
:: Sverrir::
:: Elsa::
:: tóta með litlum staf::
[::..Ýmsar ágætar síður..::]
:: Mogginn á netinu::
:: VCD leiðbeiningar::
:: Afbollunarvefur::
:: Íslensk orðabók::
:: Gargandi snilld::
:: Vírusalistar::
:: NASA::
:: Π::
:: Vírusa- og glufuleit::
:: geimSKONSUR::
:: Persónuleikapróf::
:: RSS fréttaþjónusta mola.is::
:: Nafnlausar játningar::
[::..Hringavitleysa..::]
Vefhringur
< ? iCeBloG # >

:: mánudagur, mars 31, 2003 ::

Syncopated subconscience
Ég fór í fyrsta viðtalið hjá ráðningarstofu í dag, það gekk bara svona ágætlega held ég. Ég fékk allavega hrós fyrir vel útfyllt CV, ég vona að það sé ekki eitthvað standard compliment sem allir fá og ég held að ég hafi komið svona ágætlega fyrir bara.
Ég fór klikkaðslega seint að sofa í gær, þar sem ég loksins fékk ákveðið atriði í lagi (bassalínu í lagi sem ég er að reyna að pikka upp og skrifa nótur að) til að hljóma rétt í Sibelius, en þetta var að gera mig gráhærða, þar sem þetta er í takti sem ég hef aldrei skrifað í fyrr (en á samt að þekkja)... já já, transcribing for fun.... that's me. Síðan sá ég að það gat samt ekki verið rétt, þótt það hljómaði rétt þá var þetta ekki að ganga upp, þetta verður nú allt að ganga upp stærðfræðilega nefninlega til viðbótar við að það hljómi rétt. Í tónheyrnartíma í dag spurði ég síðan kennarann og hann setti þetta upp eins og ég gerði fyrst (og mér fannst ekki ganga upp) svo ég fór að efast hvort ég hafi bara verið með meinloku. Síðan eftir tímann fattaði ég að það var bara víst rétt hjá mér að þetta væri ekki rétta leiðin, það hafði verið góð ástæða fyrir því að þetta gekk nefninlega einmitt ekkert upp í gær. Arrg! Mig langar svakalega mikið til að kunna að gera svona. Mig langar svo oft að taka lög sem ekki finnast nótur að, það er ekki mikið erfitt að finna hljómana orðið (eða allavega svona nógu nálægt til að það sé nothæft) en síðan koma synkópur dauðans og ferólur - FERÓLUR? Það er frábært að vera að krafsa svona í bakkann vitandi ekki meira en maður gerir, reynandi að gera svona eiginlega allt of erfiða hluti m.v. kunnáttu. Þegar ég loksins kann þetta allt, þá verður manni svo mikið í mun að nota þetta allt saman örugglega, að maður fer að semja lög out of spite, það verða sko synkópur og ferólur út í eitt í taktskiptum dauðans í tóntegund sem er ekki til.
Ég fer í annað viðtal á morgun og líka í langþráða klippingu og söngtíma. Ég get alveg sagt það og skrifað að þessir dagar eru skrýtnasta sumarfrí sem ég hef tekið, andstæða afslöppunar með öllu, vonandi fæ ég almennilegt nudd hjá hárgreiðsludömunni minni, það er alveg toppurinn að fá svona nudd alltaf. Verst að ég fer ekki fyrst þangað, síðan í viðtalið. Í það minnsta ætti ég að vera fín í undirleikstímanum mínum.

:: geimVEIRA:: kl. 22:56:: [+] ::
...
:: sunnudagur, mars 30, 2003 ::
A first
In honour of two visits on my blogg from the Department of State, Washington, D.C., United States I shall blog in English today. Today after an horribly lazy Sunday of napping, practising singing and transcribing a song, and ignoring the mess that is my home the doorbell rang (to my horror). Nobody answered as I picked up the intercom, so I expected my nosy know-it-all neighbour to be at the door to inform me of something. But as it turned out there showed up a man who introduced himself as my new neighbour (I knew there would a new person move in on the floor below mine so that checked out) and consequently asked to use my telephone as his was still not connected and he really needed to get in touch with someone and didn't have a car either (which sounded kind of odd to say, when asking to make a phone call). As this was like a set-up scene in a horror movie, where the stupid single (inevitably blond) woman lets a stranger in to use the phone, I was apprehensive but my mother heard the interaction over the phone, so I at least knew she'd have some information to forward the police investigators should I get murdered or anything (which of course is very comforting to murder victims). I hung up on my mother after telling her what was going on, and handed the bloke my cordless phone. He then asked for the phone book and as I went to find it, suddenly he stood inside my apartment (uninvited). In stead of being paranoid about having a person I'd never seen before suddenly standing inside my apartment, I had only one thought: "Holy crap, this is just typical, there is a person who I'll be seeing on a regular basis, a new neighbour in my apartment building. What a horrible thing that he's exposed me for the slob I am, seeing all my clutter, this kind of mess nobody ever gets to see - since, well, nobody ever comes here anyway." I didn't have much time picking on myself, as to my amazement the bloke animatedly started speaking Russian. I hope there was no illegal planning going on in that phone call, but I certainly have no idea. I feel bad about having anyone see my cluttered existence but I still think the person was really rude. I would never just walk into a stranger's apartment uninvited, especially when asking for favours. In other news is practically nothing, except I made myself a nice steak dinner, with green pepper sauce and steamed vegetables. Sort of to make up for the steak I meant to get in Baltimore and didn't.
Russian spoken in my home and visits from the U.S. State Department... if this was a 24 episode, there would definitely be dots to connect here.

:: geimVEIRA:: kl. 22:38:: [+] ::
...
:: laugardagur, mars 29, 2003 ::
Jæja þá er minn búinn að panta viðtöl og klippingu og sækja um 2 störf í þokkabót. Hef ekkert meira um málið að segja.

:: geimVEIRA:: kl. 00:16:: [+] ::
...
:: föstudagur, mars 28, 2003 ::
Ég fór í alveg frábært nudd í dag og í hljómfræði. Nú verða kyrjaðir mixólýdískir skalar með lækkuðum níundum og þrettánundum og alls konar aðrir næsta mánuðinn en ég fæ víst ekki hljómfræðikennslu næsta mánuðinn, ég er komin með verklega hluta prófsins í hendurnar til æfinga og líst ekkert mjög illa á þetta. Hinsvegar er mánuður svakalega langur tími til að fá enga þjálfun í þessu bóklega, bóklegi hlutinn verður ansi erfiður, a.m.k. m.v. að það verða bara 3 tímar eftir í kennslu og síðan vorpróf. Sko vill einhver segja veðrinu þetta líka þá? Það er að koma vor!

:: geimVEIRA:: kl. 01:03:: [+] ::
...
:: fimmtudagur, mars 27, 2003 ::

:: geimVEIRA:: kl. 02:50:: [+] ::
...
Skyldi engum hafa dottið í hug að skella Auto-Tune á Shaggy? Serious pitch issues.

:: geimVEIRA:: kl. 02:41:: [+] ::
...
Tough shit
Ég tók í gær, eftir gífurlega erfiða ígrundun og áætlanagerðir m.v. öll möguleg viðbrögð vinnuveitanda, ákvörðun um að sætta mig ekki við þær forsendur sem fyrir lágu varðandi áframhaldandi starf og tilkynnti í morgun þá ákvörðun. Jafnframt fór ég fram á að taka út hluta inneignar sem ég á í sumarfrísdögum frá í fyrra, það var samþykkt (enda benti ég á að annars yrði að borga þetta út við starfslok) og er ég því í sumarfríi núna og kem ekki aftur fyrr en eftir viku í vinnuna ( og á þá samt 3 virka daga inni ennþá) sem er kærkominn tími til að ná andanum eftir mánaðarstreitu og erfiða bið. Síðan, þar sem ég verð ekki við til að sinna launamálum eins og vanalega um mánaðarmótin, bauðst ég til að finna út launatölur starfsmanna, sem hægt væri þá að leggja inn og spurði þá bara hvort ég ætti ekki að reikna með leiðréttinguna sem ég ætti að fá. Það var samþykkt, sem betur fer, svo ég í það minnsta er að fá laun þá skv. samningi í þann tíma sem eftir er (mikil orka hafði farið í áætlanir til að bregðast rétt við, yrði því hafnað).
Þetta var samt ógeðslega erfiður dagur, stressið yfir því að verða að vera undir allt búin, hefur undirlagt síðustu vikur lífs míns, og var það mesta sem ég hef á ævinni upplifað, og hef ég nú staðið í skilnaði, komið fram í sjónvarpi, verið farþegi búinn undir brotlendingu (sem síðan var bara bilað ljós), og tekið munnlegt stúdentspróf í stærðfræði án þess að kunna nokkurn skapaðan hlut . En þetta var allt mjög professional og kurteist á báða bóga, ég get borið höfuðið hátt og sé ekki eftir neinu. Nú tekur bara við nýtt verkefni í lífinu. Ég hef ekki hugmynd um hvert stefnan verður núna tekin. Ég ætla að nýta fríið í að koma mér í viðtöl hjá ráðningarstofum og sjá hvað setur. Ég er búin að gera alveg fína ferilsskrá held ég. Þegar ég næ eins og 30% af spennunni úr mér, get ég kannski dregið andann djúpt án þess að verkja milli herðablaðanna. Ég er að vona að það gerist núna, þegar ég þarf ekki lengur að velta öllum leiðum fyrir mér af worst-case-scenarios til að vera undir allt búin, teningunum er kastað. Nú verður bara málið að muna allt það sem leiddi mig að ákvörðuninni sem ég er svo 100% á að sé hin eina rétta, að missa ekki sjónar á því að þetta snérist um sjálfsvirðingu, sjálfsvirðingu sem mun hjálpa mér að finna mér starf við hæfi. Það er að vissu leyti gott að ég er algerlega búin með alla orku sem ég á ég hef ekki orku til að stressa mig meir í bili, ég vona bara að þegar ég byggi hana upp á nýtt, þá leyfi ég ekki stressinu yfir yfirvofandi atvinnuleysi endanlega að ganga frá mér.
Ég fór í yoga í dag og gat í það minnsta náð andanum eftir heilan tíma - en það er frekar freaky að gera yoga án þess að ná andanum almennilega, ég náði því svona á síðustu 5 mínútunum. Í morgun ætla ég í nudd (eitthvað sem ég hefði bara átt að gera fyrr), síðan ætla ég að leyfa mér að fara í klippingu í fyrsta skipti síðan í byrjun desember ( maður getur ekki farið eins og algjört hross í þessi viðtöl) svo þótt ég skuldi viðbjóðslega mikið mun ég auka viðbjóðinn í bankanum til að minnka hann í líðaninni. Might work, might not. At least I'll have better hair. Einnig óska ég mér að geta sofnað vel og vaknað úthvíld, en það er nokkuð sem hefur aldrei verið mér eðlislægt og eina ráðið við er almennilegt kúr. En þar sem það er ekki til boða læt ég duga nuddið og hárið. Annars sefur nú enginn vel sem ekki hefur sjálfsvirðingu - merkilegt að það sé ekki nóg samt. Svindl.
Já, núna mætti alveg kyssa augun mín og leyfa mér að sofna við hárdútl. Sjálfsvirðing er fín, en maður verður ansi þreyttur að reyna að faðma sjálfan sig til lengdar.

:: geimVEIRA:: kl. 00:23:: [+] ::
...
:: þriðjudagur, mars 25, 2003 ::
Brot úr tveimur textum eftir Martin L. Gore:


Blame it on your karmic curse
Oh shame upon the universe
It knows its lines
It's well rehearsed

________________________________________


From the depths of my emptiness
Comes a feeling of inner bliss
I feel wanted, I feel desired
I can feel my soul on fire

I feel loved
I feel loved



:: geimVEIRA:: kl. 11:07:: [+] ::
...
:: mánudagur, mars 24, 2003 ::
Eða víst comment. Æi ég er alveg að týna ljónshjartanu mínu og átti frekar ömurlega helgi, þar sem highlightið var heimsend pizza og jafn cheezy bíómynd með Jennifer Lopez. Reyndar finnst mér hún allra skást sem leikkona, ég er ekki alveg sátt við hana sem söngkonu hvað þá dansara, en mér fannst hún leika bara vel. Í gær þreif ég síðan sameignina og skúraði líka íbúðina, reyndar ryksugaði ég og þreif baðherbergið líka, svo í það minnsta fór ekki öll helgin í ekki neitt, en engu að síður voru þetta leiðindi á leiðindi (og stress) ofan. Well best að reyna að koma sér að verki.

:: geimVEIRA:: kl. 10:19:: [+] ::
...
No comment.

:: geimVEIRA:: kl. 09:45:: [+] ::
...
:: sunnudagur, mars 23, 2003 ::
Glamour and I
Já það er fátt jafn upplífgandi og að klára skattframtalið sitt á laugardagskvöldi. Nema ef vera skyldi að sjá skuldaviðbjóðinn sem maður hefur safnað upp yfir árið. Annars fær embætti ríkisskattstjóra mikið hrós fyrir einstaklega hraðvirka og vandræðalausa síðu. Ekki spurning að ég hvet alla til að skila rafrænt og spara pappírinn.

:: geimVEIRA:: kl. 05:46:: [+] ::
...
:: föstudagur, mars 21, 2003 ::
Gramt og sárt lýðræðisveiruhjarta
Mér sárnaði óendanlega mikið í gær að sjá Stjórnarráðið vanvirt. Ég er alveg sátt við mótmæli, en að sjá þessa eina af táknmyndum okkar lýðræðis, með stórum slettum sem voru eins og blóð, þá bara fékk ég hnút í magann og varð rosalega ósátt. Það var allt morandi í löggum og hefði þetta ekki verið jafn mikið og þetta var, hefði ég fyrst haldið að einhver hefði verið myrtur þarna með haglabyssu. Þessar aðfarir fannst mér með ólíkindum dónalegar, ég hélt reyndar í gær að það hlyti að þurfa að mála upp á nýtt, þetta var svo mikið og ég hélt að þetta væri svona skipalakk eða álíka, en svo var víst ekki sem betur fer. En ég er alls ekki sátt við svona aðferðir í mótmælum. Þetta var svona svipað í mínum huga og að brenna fánann okkar. Mér var svo brugðið líka, þar sem í mínum huga vaknaði strax spurningin, þar sem enginn virtist hafa verið til vitnis um þetta m.v. fréttir í gær, hvernig er öryggismálum háttað hjá æðslu stjórnsýslu okkar? Finnst fólki það bara fyndið að hægt sé að vaða upp að stjórnarráðinu og kasta í nokkrum atrennum vökva að eigin vali? Málning er eldfimur vökvi ef út í það færi, hefði verið jafnauðvelt að kasta bensíni upp eftir húsinu eða á ráðamenn þjóðarinnar? Engin varsla virðist vera þarna, engar myndavélar sem eru stöðugt í vöktun þessa húss. Ég virði fyllilega rétt til mótmæla, mér finnst þetta oftast bara þrælgott hjá fólki og stundum barasta krúttlegt, en mér ofbauð þarna gersamlega virðingarleysið gagnvart okkar eigin lýðræðisstofnunum. Mótmæli fela í sér að þau verða að snúast um virðingu. Sjálfsvirðingu mótmælenda að láta ekki bjóða sér það sem þeir eru ekki sáttir við og virðingu annarra þjóðfélagsþegna gagnvart þeirra skoðunum. Virðingu sem öllum ber að sýna samþegnum sínum. Það var engin virðing í þessum aðgerðum. Leikrænir tilburðir í mótmælum eru áhrifaríkir, en það er gersamleg vanvirðing og grefur undan mótmælendum sem haga sér svona, að nota sem leikmun og á svona groddalegan hátt, Sjórnarráð Íslands. Mér býður við þessu fólki.

:: geimVEIRA:: kl. 14:30:: [+] ::
...
Það er ansi kalt úti núna m.v. undanfarna daga. Ég var svona að komast á það að ef það yrði svona hlýtt um helgina myndi maður kannski bara grilla úti, svona til að minna sig á betri tíma. Ég þarf cheering up núna. Big time.

:: geimVEIRA:: kl. 14:00:: [+] ::
...
:: fimmtudagur, mars 20, 2003 ::
The Virus has asserted itself
Ég hef mjög lítið að segja þessa dagana. Varð mjög ósátt í gær við hvernig tekið var á hlutum varðandi starf mitt og varð að standa fast á máli mínu og lítur ekki vel út með að um semjist, enda það eina sem í "boði" var, að ég tæki launafrystingu - frystingu m.v. laun í dag sem eru 96% af því sem ég skv. samningi á að hafa í dag (ég hef enn ekki fengið hækkun sem átti að koma 1. janúar), um leið og þetta var lagt fram var þess óskað að ég biði ENN með atvinnuleit þar til í næstu viku, sem m.v. forsendurnar sem mér voru gefnar er nú alveg gersamlega út í hött. Ég lít svo á að ég verði að halda haus, mér var engan veginn gert kleift að halda virðingu minni, heldur fékk ég "take-it-or-leave-it" pakkann, sem mér fannst ég ekki eiga skilinn eftir rúm 8 ár af hollustu. Ég er því með ansi mikið á herðunum núna, en einn möguleiki í stöðunni er að ég geri gagntilboð í þeirri vissu að fólk sjái hversu alvarlegt tap í mannauði fyrirtækið horfir fram á, missi það mína starfskrafta eftir 6 vikur, hins vegar er ekki séns að ég sætti mig við að vera haldið niðri "þar til fyrirtækið fer að skila hagnaði" (en það var pælingin að endurskoða þegar betur gengi). Ég er kjúklingur dauðans og áhætta er ekki my middle name, svo ég var mjög ánægð að halda coolinu gersamlega í gær, gersamlega ná að segja allt sem ég vildi yfirvegað og af sannfæringu. Nú er höfuðverkurinn að halda það út að spila hardball, halda það út að lifa í þessari óvissu í einhverja daga ennþá. Í millitíðinni er á hreinu að ég mun jafnframt leita að starfi við hæfi.

:: geimVEIRA:: kl. 17:09:: [+] ::
...
:: þriðjudagur, mars 18, 2003 ::
Ó já! Djöfull skal ég fara á Eminem tónleika ef hann kemur hingað til lands!!! Hann er magnaður talent drengurinn, það verður ekki af honum tekið.

:: geimVEIRA:: kl. 13:56:: [+] ::
...
Í morgun þegar ég kom til vinnu voru ca. 100 manns fyrir utan stjórnarráðið með íraska fánann og skilti gegn stríði, gegn Bush og gegn Nato eflaust líka, 3 löggubílar og nokkrir á mótorhjólum voru tilbúnir til að stýra þessu, en allt var mjög rólegt, en ráðherrabílarnir urðu að leggja í túristarútubílastæði.

Í hádeginu var allt fólkið farið, en 2 mættir með skilti sem sögðu: "Nuke Iraq" - "Bomb Saddam" þar voru þeir einir í nokkurn tíma en síðan nokkru seinna bættust við 10 manns að mótmæla Kárahnjúkavirkjun og mátti greina eitthvað um "nauðgun" á einu skiltinu, einn löggubíll var þá á svæðinu. Mér finnst alltaf jafn spaugilegt að sjá svona mótmæli - um leið og ég dáist að fólki sem hefur svona sterkar skoðanir á hlutunum og nennir að mótmæla, svoldið krúttlegt svona.

Voru þessir tveir þarna fulltrúar hins þögla meirihluta? Ég horfði á ávarp Bandaríkjaforseta í beinni útsendingu í nótt. Vissulega var þar einbeittur leiðtogi sem birtist (en ég á vanalega mjög erfitt með að taka hann alvarlega), en mikið þykir mér þetta erfiður biti að kyngja. Það að USA gat ekki kippt Saddam úr valdastóli í fyrri stríðsrekstri gegn Írak, þegar þeir höfðu bakland Vesturlanda, plús það hversu viðkvæmin er gífurleg ennþá í USA og hefndarþorstinn hlýtur enn að svíða, gerir mig svakalega hrædda um að þetta sé ekki nógu yfirveguð ákvörðun, bæði þá að fara ekki með blessun Sameinuðu þjóðanna og hvernig einhliða er krafist afsagnar þjóðarleiðtoga af bandalagi USA, GB og Spánar. Það vefst ekki fyrir mér að heimurinn með engan Saddam er betri en heimur með Saddam. Þess vegna er ég ekki á móti þessum aðgerðum. Hins vegar er þetta hættulegt fordæmi, hvert verður viðmiðið næst? Nóg er svosem af einræðisherrum eftir í heiminum, lýðræði hefur sumstaðar aldrei komist á. Ef lýðræðislega kjörnir fulltrúar stórvelda innan Sameinuðu þjóðanna ofbjóða USA í dag, hvaða lýðræði er nógu hátt skrifað? Gleymum ekki að sitjandi forseti USA náði ekki einu sinni kjöri skv. hinni einföldu formúlu að meirihluti ráði kjöri.
Eftir 36 klukkustundir munum við að öllum líkindum fá stríðsyfirlýsingu í beinni frá Hvíta húsinu, úr þessu vona ég að það verði ekkert paufast við þetta og öllum mætti beitt, því dragist þessi aðgerð á langinn, tvístigi Bandaríkjamenn á einhverjum tímapunkti eftir að stríð hefst - erum við að tala um upphaf III. heimsstyrjaldarinnar. Sé það rétt að tilbúið sé blueprint að stjórnskipulagi að Saddam fráförnum í Írak, þá gæti þetta kannski gengið. Það er samt einhver skítalykt af þessu öllu saman. Ég er ekki sátt við þetta ástand.

Useless information
Það var friðarvaka eða eitthvað þannig á Lækjartorgi á sunnudaginn, og í gær var allt Lækjartorg í kertavaxi, hvítum og rauðum vaxslummum.

Bíllinn minn er aðeins ekinn 8.800 km á ári.

Það var pissulykt af ungum útlenskum túristalegum náunga í 10-11 áðan.

Hubba Bubba með appelsínubragði er ekki jafnvont og ég hélt.

Í dag á söngkennarinn minn að snúa aftur til vinnu, svo ég get loksins gefið henni OshKosh flippdótið frá USA.

Eftir 10 daga á ég 15 ára fermingarafmæli. Verst að ég er fyrir löngu búin að tapa trúnni. Réttast hefði verið að maður missti fermingargræjurnar við það.
Geislaspilarinn í þeim er orðinn frekar pirrandi reyndar , hann gúdderar stundum ekki að maður vilji skoppa á milli laga, fer bara í verkfall og þykist ekki einu sinni vera með disk upp í sér, að öðru leyti fínar Kenwood græjur.

Heimsfrægir tónlistarmenn sem ég hef séð live á sviði: Skunk Anansie, Björk, Sigur Rós, Fatboy Slim, Blackalicious, Emilíana Torrini. Celebrity spotting: einu sinni sat ég inni á sama veitingastað og Boy George. Gaman að því.

Í gær sá ég róna tromma á fullu með höndunum á deilibox frá rafveitunni, í svaka fílíng. Fyrir helgi voru rónar að slást fyrir utan pósthúsið. Þeir eru margir sveigirnir sem maður tekur hérna stundum niðrí bæ.

:: geimVEIRA:: kl. 13:20:: [+] ::
...
Time to take life by the balls
Enn er verið að teygja lopann og fresta fundum, ég er komin með upp í háls, atvinnuleit mín hefst nú af fullum krafti.



Time to take life by the balls, it sure has mine!

:: geimVEIRA:: kl. 12:00:: [+] ::
...
:: mánudagur, mars 17, 2003 ::
Ég skellti upp nýjum link á blogg Sverris. Tékkið á færslunni 14.03.2003... Frelsis ferðamenn thíhíh

:: geimVEIRA:: kl. 14:46:: [+] ::
...
Kvíði
Það er ekki bara make-or-break í heimsmálunum heldur líka hjá mér þessa dagana. Þar sem ég er búin að vera í biðstöðu með atvinnumál hef ég þurft að liggja yfir hvaða stefnu ég mun taka m.v. hina og þessa útkomuna. Eina niðurstaðan sem ég er öruggust um er að ég megi ekki skjóta mig í fótinn og passa mjög mjög vel upp á mína hagsmuni hvernig svosem staðan verður, enda kýrskírt að enginn annar mun gera það. Eins örugg og ég er um að það sem ég hef ákveðið sé það réttasta í stöðunni, þá er þetta óþægilegasta stefnan sem ég gæti tekið, því hún felur í sér að, þar sem ég verð að gæta minna hagsmuna all the way, verði ég að vera tilbúin að bakka mína stefnu upp þótt það þýði að ég tapaði öllu í stöðunni. Þar sem ég er algjör kjúklingur, þá er þetta mjög kvíðvænlegt, en um leið er þetta eina leiðin og lógískt hugsað hef ég hvort eð er engu að tapa, því enn er ég starfandi uppsagnarfrest og enn er verið að láta mig bíða upp á von og óvon. Mín niðurstaða er sú, að verði minna starfskrafta óskað, verði að semja við mig upp á nýtt. No more Mr. Nice Virus.

:: geimVEIRA:: kl. 10:23:: [+] ::
...
:: sunnudagur, mars 16, 2003 ::
Já já, ég er hún í hjarta mínu... nema að ég er enn að bíða eftir anorexiunni og cleanfreakinessinu




I'm Monica Gellar-Bing from Friends!

Take the Friends Quiz here.

created by stomps.







:: geimVEIRA:: kl. 12:23:: [+] ::
...
:: föstudagur, mars 14, 2003 ::
Gimme a fuckin' break!
Betur má ef duga skal! Þar sem þessar lækkanir eru ekki löngu komnar fram, líta þessi fyrirtæki greinilega á neytendur sem fífl.

:: geimVEIRA:: kl. 14:27:: [+] ::
...
Ég eldaði annan af tilboðskjúklingunum í gær... og djöfuls viðbjóður. Ég hellti helling af blóði af honum og þegar ég eldaði gripinn (í svona eldföstu móti - lítilli skúffu) endaði með því að það voru rúmur sentimetri af vökva, fitu, jukki og örugglega vatni sem lekið höfðu af fuglinum. Sko hafi vatni verið sprautað í kvikindið til að þyngja hann, þá átti ég von á betra hjá Nóatúni. Fuglinn var reyndar gallaður að því leyti að skinnið var rifið í "náranum á honum" svo kannski hefur það haft áhrif, í það minnsta varð fuglinn þurr og bara glataður. Ég sem ætlaði að spara svo mikið missti þvílíkt lystina að það er ekki séns að þetta ógeð verði í matinn hjá mér næstu dagana eins og annars hefði verið. Ég ætla að vikta vökvann þegar ég kem heim, þá sé ég líka hvað er fita og hvað ekki. Ég held sveimér þá að ég skrifi þeim bréf, því ég sé ekki betur en að hinn fuglinn sé ansi blóðugur líka. Aldrei virðist maður geta bara treyst því að maður geti bæði fengið ódýran mat OG mannsæmandi gæði.

:: geimVEIRA:: kl. 12:57:: [+] ::
...
:: fimmtudagur, mars 13, 2003 ::
Sue me
Ég er að hlusta á nýju sólóplötu Justins Timberlake. Ég hef heyrt margan verri skítinn, just sue me, it's true. Hann tekur svona Michael Jackson stefnu og gerir það bara ágætlega finnst mér. En ég er náttúrulega bara ennþá svo impressed með danshæfileika hans. Ég vissi ekki að hann væri svona góður, fyrr en hann tók rútínu sem var í vídeói live hjá Leno, sem ég var viss um að væri öll klippt til í vídeóinu eða fiffuð eins og svo mikið er gert af, með því að taka upp á yfirhraða og spila hægt eða hvernig sem þetta er nú gert. En ég var mjög impressed, ég hef ekki séð annað eins + live sunginn performance bara síðan Michael Jackson var svartur.
Og ég tek fram að ég fíla helling af listamönnum bara út á púra talent þeirra, þótt ég fíli síðan alls ekki nema fá lög með þeim.
In other news... þá finnst mér fucking hilarious að þetta lið sem er að prómótera hass á netinu, skyldi sofa yfir sig og skrópa í viðtal til Zombie - gee.... skrýtið!

:: geimVEIRA:: kl. 11:36:: [+] ::
...
Undarlegur dagur
Gærdagurinn hafði alla burði til að vera hreint út sagt ömurlegur. Fyrir þá sem ekki vita, þá er ég að starfa uppsagnarfrest í vinnunni minni sem ég hef unnið við í rúm 8 ár. Hinsvegar kom nýtt inn í stöðuna fyrir 10 dögum, að möguleiki væri á að mitt fyrirtæki gengi inn í annað og færi svo var óskað eftir að ég kæmi með inn í þann pakka. Ég tók ekkert illa í það og átti að koma á fundum og málið að skýrast í vikunni á eftir, ef af yrði myndi uppsögn dregin til baka, sem væri þá ágætt mál. Hins vegar hefur allt málið dregist og í gær var mér tjáð að nauðsynlegur fundur vegna málsins verði ekki fyrr en eftir helgi, einnig fannst mér verið dregið í land með ákveðin atriði sem rædd voru þegar imprað var á hugmyndinni, svo mér leið hreint ekki vel með þetta mál, enda setti ég atvinnuleit mína á hold vegna þessa. Ég er náttúrulega ekki sátt við að ef þetta gengi síðan ekki fyrst þetta hefur tafist svona, því í næstu viku á ég ekki nema 6 vikur eftir af uppsagnarfrestinum... anyways, ég stressaðist þokkalega yfir þessu og svona.
Síðan í gær ætlaði ég að byrja á bollunámskeiði, ég var að deyja mig langaði svo gersamlega ekki, langaði heim undir sæng bara, en drullaðist samt. Þegar ég er mætt, þá er mér tjáð að námskeiðið hafi dottið upp fyrir vegna dræmrar þátttöku og mér hætti nú alveg að lítast á blikuna, enda ég búin að missa af álíka námskeiðum í öðrum líkamsræktarstöðvum, þetta námskeið það eina með tímasetningum sem hentuðu mér hvort sem var svosem, en ég horfði fram á að átakið, sem ég með herkjum hafði haft mig út í, hefði gufað upp. Mér var sagt í afgreiðslunni að auglýsa ætti þetta betur og vonandi að fara af stað eftir 2 vikur, svo ég ætti endilega bara að fara í salinn (þar sem ég er hvort sem er með kort þar fannst mér það nú hvort sem er ekki spurningin). Þegar þangað kom, kom í ljós að það var einmitt önnur sem hafði ætlað á þetta námskeið, ekki leist mér nú á það - enda um einhverja 18 ára tágranna stelpu að ræða, nákvæmlega svona fólk sem ég var ekki að sækja í að umgangast með því að ætla að vera á exclusive rándýru bollunámskeiði svona fyrir byrjendur. Svo ég var alveg að missa mig þarna í spælingu þótt ég vissi að ég færi alveg í tækin og whatever, en bara mig langaði svo í svona hóptímadæmi. Síðan kom þjálfari að en sagði að "hann væri alveg að koma". Ég skildi nú ekkert hvað það þýddi en beið þarna í nokkrar mínútur, síðan kom þessi maður sem hann var að tala um. Þá kom í ljós að þar var mættur kennarinn sem hefði átt að kenna þetta bollunámskeið, voða sorry að þetta skyldi klúðrast svona og ég veit ekki hvað og hvað, en síðan batnaði þetta stórlega. Hann kvaðst fylgja okkur (mér og beibinu þarna urr) í tækin. Síðan byrjaði hann bara á að setja upp prógram fyrir okkur í tölvunni. Ég hélt að hann kannski ætlaði bara að sýna okkur svona á hlaupum, þetta tæki er svona, hitt tækið er hinsegin (síðan væri maður jafntýndur) en blessaður gaurinn tók okkur bara í þessa líka flottu einkaþjálfun, gersamlega brilliant, útskýrði vel og fylgdi okkur alveg í gegn. Minnti mig á the good old days í Planet Pulse þegar ennþá var fólk með viti í einkaþjálfuninni þar. Þegar við byrjuðum kom í ljós að ég gat yfirleitt lyft þyngra en grey stelpan sem ég hafði bölvað í huganum, svo hún kláraði minna en ég og var að drepast, svo ég fyrirgaf henni alveg að vera svona grönn að koma á námskeið híhíh. Ég var búin að hita upp í 20 mín. þegar ég fór upp í salinn svo ég var á hreyfingu meira og minna í tvo og hálfan tíma, við enduðum á ansi mikilli brennslu og síðan teygjum. Samt var manni ekkert ofgert þannig að þetta var bara eins og þetta á að vera. Ég var ekki búin fyrr en að verða kl. 21 svo ég fór á Subway í Austurstræti og fékk mér stóran bát með kjúklingabringu og borðaði á staðnum, þar sem hann er heitur. Þegar ég var búin með 3/4 af honum þá sá ég hár (þar sem ég er nú oft í hárlosi var ég viss um að það væri úr mér) en þegar ég ætlaði að henda því af, þá kom í ljós að það var innbakað inn í brauðið. Ég hóaði í stelpu þarna og sagði henni að ég hefði fengið innbakað hár, hún alveg í rusli fullvissaði mig um að svona kæmi þetta að utan, það væru engir ljóshærðir á vakt og þar fyrir utan kæmu brauðin tilbúin að utan og færu fryst inn í ofn. Ég kvað þetta allt í lagi, en var alveg sátt við að fá annan frían bát sem ég mætti sækja mér hvenær sem er og hvar sem er á Subway. Svo þessi skítadagur endaði bara ágætlega, ég byrjuð í spriklinu loksins og ánægð með þjónustuna, og á frían bát inni hjá Subway.

:: geimVEIRA:: kl. 11:02:: [+] ::
...
:: miðvikudagur, mars 12, 2003 ::
Mér finnst veðrið núna ljótt og leiðinlegt.

:: geimVEIRA:: kl. 13:13:: [+] ::
...
Ég fór að sjá Catch me if you can í gær og skemmti mér bara konunglega, mæli með þessari mynd. Vel leikin og gott tempó. Það var samt á mörkunum að maður hefði fulla athygli á myndinni því það var svo agalega kalt inni í bíóinu, merkilegt að það virðist bara gert ráð fyrir því að kynda m.v. að það sé alltaf fullur salur af fólki. Ég er komin með svona raspihósta, en poppið var frábært og myndin líka. Ef það kostaði t.d. helmingi minna í bíó, þá færi ég örugglega 4 sinnum oftar en ég geri, mér finnst agalega mikið að borga 800 kr. inn, allavega hef ég ekki efni á því að fara jafnoft og ég vildi í bíó. Kosturinn við það náttúrulega er að ég á alltaf eftir að sjá allt þegar þetta kemur á vídeó, reyndar er ég mjög lítið fyrir að taka spólu á leigu. Það verður bara extra gaman fyrir mig þegar þetta kemur á Stöð 2 I guess.
Það er einmitt eitthvað sem ég þarf að gera meira af! ...Glápa á sjónvarp. Bleh!

:: geimVEIRA:: kl. 10:59:: [+] ::
...
:: þriðjudagur, mars 11, 2003 ::
Oh, hvenær ætlar einhver að kenna mér trixið við að skí*ta peningum *)?
Ekki vera svona feimin! Bara hvísla því að mér ok?
*) Ath! Ég nenni ekki að skí*ta klinki. Mér leiðist klink.
Bara seðlar og verðbréf koma til greina.

:: geimVEIRA:: kl. 12:42:: [+] ::
...
:: mánudagur, mars 10, 2003 ::
Aldrei nokkurn tímann að treysta neinum..
... í tölvumálum nema sjálfum sér. Núna er ég búin að vera í rúman klukkutíma að aðstoða í tölvumálum, að fá prentara til að virka sem virtist bara alls ekki vilja sjá nein tölvuboð af neinu tagi, fyrsta sem ég spurði að var hvort hann væri örugglega tengdur, jújú hann var það var sagt. Þar sem verið var að tengja nýja vél og engin venjuleg trix dugðu og prentarinn var tengdur, var ég farin að halda að kapallinn væri steiktur, reyndi ég að skella nýjum dræver inn, bara upp á von og óvon. Það kostaði náttúrulega ekki bara að sækja driver, á bloody 56.5K tengingu, heldur líka WinZip, því verandi ný vél var hún algjört virgin. Þegar sú snilld gekk ekki eftir allt vesenið, ákvað ég að þrátt fyrir margítrekaðar fullyrðingar um að þetta væri víst tengt, að rekja kapalinn á milli. Og það var eins elementary og það gat verið. Snarvitlaus kapall var í nýju vélinni, viðkomandi hafði bara skellt næsta lausa prentarakapli í nýju vélina sem hann sá. Arrg. Ég mun framvegis ekki hafa áhyggjur af dissi þegar ég bara geng úr skugga um að tengingar séu til staðar. Nógu mikið vesen eru nú þessi tölvumál fyrir.

:: geimVEIRA:: kl. 15:51:: [+] ::
...
En frábært. Allir að hugsa hlýlega til björgunarsveitafólksins, rosalega er þetta duglegt fólk!

:: geimVEIRA:: kl. 12:37:: [+] ::
...
Beans, beans the magical fruit..
Matseðill helgarinnar: Föstudagur - kvöldmatur: Baunasúpa. Laugardagur - morgunmatur: Ávaxtashake með appelsínu, banana, hindberjum, mangósafa og ab-mjólk. Laugardagur - síðdegisverður: Baunasúpa. Laugardagur - kvöldverður: Baunasúpa. Sunnudagur - morgunmatur: Amerískar pönnukökur með baconi og scrambled eggjum (arrg, mamma er verri syndaselur en ég). Sunnudagur - kvöldverður: Baunasúpa. Þannig að ef einhver ætlaði að koma í dag og fá baunasúpu, tough luck. I'm all out.
Það svínvirkar að leggja baunirnar í bleyti prumpulega séð (þ.e. meira að segja þótt maður noti leggj'íbleytilausar baunir). Ég hef ilmað sem vorið sjálft þrátt fyrir þetta kolklikkaða matarræði *). Það höfðar mjög sterkt til letihaugsins í mér að eiga svona tilbúinn mat, en djöfull er ég sátt við að borða ekki baunasúpu í fleiri máltíðir á næstunni. Já ég veit að það má frysta þetta, ég man alltaf eftir því, þegar nógu lítið er eftir til að mér finnist ekki taka því. Nú verður það tilboðskjúklingur alla þessa viku (var á 50% afslætti - ég stóðst ekki mátið).
Í gær fann ég síðan móttökukvittun frá fatahreinsun, en ég hafði steingleymt að jóladúkurinn minn fór í hreinsun um áramótin... ég vona að hann hafi ekki verið seldur, ég yrði þokkalega sár.
Gleðilegan mánudag allir!
*) Ilm vorsins er ekki skv. minni skilgreiningu að finna þar sem borið hefur verið á tún. Hættu að snúa út úr fyrir mér.

:: geimVEIRA:: kl. 12:34:: [+] ::
...
:: föstudagur, mars 07, 2003 ::
Ég kem af fjöllum, ég var að lesa bloggið hennar Betu þar sem hún talar um piparjúnkur og segir að það séu víst bara lúðar og vinleysingjar sem mæti á svona skólafunctionir, úff og ég sem hef svo gaman af svoleiðis í mínum skóla. Verandi skv. skilgreiningu Katrínar búðingur í þokkabót, þá er eins gott að taka ekki of mikið mark á beittum bloggljóskum, því verandi vinalaus piparjúnka og lúðalegur búðingur væri kannski of mikið af hinu góða. Eins gott að ég er bara vírus.

:: geimVEIRA:: kl. 15:14:: [+] ::
...
Í gær í hljómfræði var svoleiðis snúið upp á heilann á manni. Mjög skrýtið að læra stærðfræði með eyrunum svona, en mjög gaman líka. Þegar ég kom heim æfði ég mig á píanóið alveg í tæpa 2 tíma og spilaði funk. Síðan klippti ég neglurnar mínar niður, enda ekki hægt að spila almennilega með langar neglur, svo úr þessu varð mikið manicure session yfir Sex in the City. Foreldrar mínir eru á leiðinni í bæinn, þau eru að fara í veislu á Bessastaði, ég mun skutla þeim þangað, en voðalegur durtur er Óli að bjóða mér bara ekki líka... veit maðurinn ekki hvað ég er löt við að elda?

:: geimVEIRA:: kl. 13:59:: [+] ::
...
geimVEIRA the singleton on a roll about fuckwitage
Ég fór í hádeginu á Kaffibrennsluna, þar í röð við kassann hitti ég gamla bekkjarsystur míns fyrrverandi. Það er frekar furðulegt þegar maður hittir fólk sem maður þekkir eiginlega bara í gegnum exið, því samræðurnar geta aldrei orðið nema: "Já ert þú komin með mann?" (enda er exið komið með konu) og þegar ég neita því, þá er alltaf svona vandræðaleg þögn eins og fólk sé ekki visst um að það hefði átt að spyrja að þessu. Þá hjálpar maður fólkinu með að segja svona skemmtilega frasa eins og hvað maður er bara sáttur við að vera singull og það þurfi nú 10 ár í það til að jafna þetta út (því hitt sambandið var svo langt). Nema hvað að áðan, misheyrði stelpan og hélt að ég væri að segja að það tæki 10 ár fyrir mig að jafna mig. Whahahahahaha. Crap. Sem betur fer heyrði ég að hún var eitthvað að misskilja mig. Og þá reyndi ég að geisla af ánægju yfir því að ég byggi ein enda væri ég á fullu í söngnámi með skóla og það væri mikill munur að þurfa ekki að taka tillit til neins þegar ég þyrfti að æfa mig og réði mér sjálf. Spurning mín er samt, af hverju fannst mér ég þurfa að réttlæta það fyrir þessari konu sem ég þekki ekki neitt þannig séð að ég sé single? Reyndar er þetta mikill sannleikur, ég æfði mig eiginlega aldrei þegar við bjuggum saman, því ég bara fílaði það ekki og ég er 150% ánægðari núna en ég var í þessu sambandi, en hvað í fjandanum kom henni það við? Oh well í það minnsta gat ég sagt henni að þetta hefði verið það besta sem gat gerst fyrir okkur bæði, alltaf best að segja sannleikann. Mikið væri samt gaman, þótt þetta opni engin sár eða neitt þannig þetta var allt í góðu, að þurfa ekki að vera í small-talk um exið sitt og gömul sambandsslit, ef þetta væri ekki eina umræðuefnið sem fólki dettur í hug, sambandsslit við gamalt ex og lífið hans núna (ugh- frekar svona furðulegar samræður). Ég sé t.d. ennþá eftir því að punda ekki á ömmu exins þegar við hittumst einu sinni í búð (og ég var með hárið út í loftið og þveröfugt við útlitið sem ég hefði óskað mér þann dag - og hún horfði svona vorkunnaraugum á mig og spurði) "Ert þú komin með mann?" Að ég skyldi ekki segja um leið og ég kvað svo ekki vera :" En þú?" (Þar sem hún hefur verið ekkja í fleiri fleiri ár hefði verið enn nær lagi að hún væri komin með karl), djö. hvað ég hefði viljað fattað að segja það bara. En þannig er ég nú bara gerð, það vantar alveg í mig þessa forvitni um ástarlíf annarra, m.a. tókst mér að sitja við hliðina á stelpu (sem ég þekkti ekki neitt) í einu fagi í menntaskóla í hálfan vetur og þegar hana vantaði voðalega lengi spurði ég eitthvað hvað hefði orðið um hana, og þá dóu allir úr hneykslun að ég skildi ekki hafa tekið eftir því að hún væri ólétt (þá var stelpan semsagt að eiga). Kannski er það vegna þess að ég gef ekki skít. Ég gæti vísað í persónuleikagerð mína í því sambandi kannski, sbr. prófið hér til vinstri. Ég man samt þegar ég var í sambandi og verið var að punda á frænku mína sem þá var single, hvort hún væri með strák, hvað mér fannst það asnalegt og ókurteist, svo ekki er þetta bara ég verandi eitthvað touchy. Ég er alveg á því að ef maður væri með mann núna, þá myndi maður örugglega segja fólki frá því, ef maður kærði sig um að segja frá því (sem væri ekkert víst þegar maður væri að tala við fólk sem maður hvort sem er þekkir ekkert svo mikið), spurning hvort maður svari þessari spurningu ekki næst bara: " Mann, jú eða menn.... Ja ég veit ekki, teljast ríðufélagar með?"
;)

:: geimVEIRA:: kl. 13:49:: [+] ::
...
:: fimmtudagur, mars 06, 2003 ::
Alveg merkilegt þegar maður er jafnvandvirkur í vinnunni og maður reynir að vera og gerir afskaplega sjaldan slæm mistök þar, þá gerist það þegar maður síðan uppgötvar að manni varð á að manni verður svo mikið um að maður fer að gera fleiri. Ég gerði agalegan klaufafeil, mjög slæman, sem slapp í gegnum fleiri en mig, og þegar ég uppgötvaði það klúðraði ég ennþá fleiru í dæminu. Ótrúlegt hvernig þegar maður er á annað borð kominn með skófluna hvað maður bara grefur og grefur og veit ekki einu sinni af því.
Oh well í það minnsta er ekki hægt að reka mig - múhahahaha!

:: geimVEIRA:: kl. 13:36:: [+] ::
...
"You're not dying Cameron, you just cant think of anything better to do."
(Ferris Beuller, Ferris Beuller's Day Off.)

Þetta er svona eitthvað svona svipað og skapið í mér undanfarið, nema að ég á ekki svona Ferris til að hressa mig við.



:: geimVEIRA:: kl. 01:27:: [+] ::
...
:: þriðjudagur, mars 04, 2003 ::
Það er svo frábærlega fallegt veður, á dögum sem þessum fer maður bara að trúa því aftur að það muni koma vor aftur. Það mun koma sumar aftur. Ég fæ alltaf svona tilfinningu djúpt í sálina, þegar er hvað kaldast og naprast á veturna að þetta sé komið til að vera. Svona verði þetta bara og maður þurfi bara að vera með hroll, hor og slef til eilífðar. Kannski er þetta svona eitthvað sem innprentað er genetískt frá einhverjum forfeðrum sem upplifðu ísöld svona sterkt að líffræðlega þarf að halda þessari hugmynd um möguleika á eilífðarvetri að dýrategundinni, svo hún drattist til að flytja sig á heitari slóðir, en sitji ekki bara og frjósi í hel yfir sólarkaffinu og pönnsunum, og nái ekki upp í þetta konsept að sólin komi bara ekkert nema í 3 tíma á dag næstu 2000 árin. Þetta talar mjög sterkt til mín í vetrarhörkum... Þá segir erfðaefni mitt: "Farðu til heitari landa! Farðu í sólina! Run for your life!"

:: geimVEIRA:: kl. 11:55:: [+] ::
...
Enn af Muzik.is
Ég er enn syrgjandi yfir Muzik.is sem einu sinni var, en er ekki meir. Ég hef orðið vör við þessa sorg víða m.a. hafði Dr. Gunni þetta um málið að segja í bloggi sínu þann 01.03.2003:

"Hef stillt á hina nýju stöð "múzik" og er í skýjunum með að nú séu tvær stöðvar með samskonar pleilista. Þetta er mikið framfaraspor og gífurlega stórfenglegt. Eins og allir vita eru útvarpshlustendur hálfvitar og geta einungis meðtekið lög sem hljóma öll svipuð á sömu tíðni. Ef annars konar mússikk myndi heyrast er hætta á að hausar útvarpshlustenda myndu springa úr sjokki, eða það sem verra er; að þeir skiptu um stöð. Eins og allir vita mega lögin sem eru öll eins einungis vera um 50 talsins á hverri stöð og það á að rúlla þeim ótt og títt, helst í sömu röð á hverjum degi. Þetta pleilistasýstem hefur verið fullreynt í útlöndum og byggir á þeirri alþekktu staðreynd að fólk er fífl. Þetta hefur reynst vel á Íslandi á sama hátt og í Amerikkku, en þaðan barst pleilistamenningin til Íslands með tilkomu fv. eigenda "Aðalstöðvarinnar". Áður en þeir Kanar komu sem frelsandi englar og sýndu öðrum íslenskum útvarpsstöðvum hvernig útvarp er rekið í alvörunni, fékk útvarpsfólk að spila það sem því langaði til. Það segir sig sjálft að slík geðveiki var á góðri leið með að drepa íslenskt útvarp og gera hlustendur að slefandi hælismat. Húrra fyrir pleilistunum!"

Það að Siggi Hlöðverss. og Valli "sport" eigi núna einu rásina sem hlustandi var á, við erum að tala um gaurana sem voru að promotera áfengi *), brjóstastækkanir og auglýsa hórur í beinni fyrir markhópinn 13 - 22 ára á Sýn um árið og náðu nýjum lægðum í íslenskri dagskrárgerð í sjónvarpi, var nú ekki til að vekja miklar eftirvæntingar til góðra hluta á uppáhaldsútvarpsrásinni. Komið hefur í ljós að þeir hafa kosið að eyðileggja grundvallarkonseptið bakvið rásina og eyðileggja mitt uppáhald við rásina - Að þar voru engir fávitar að blaðra heldur bara tónlist í vali fólksins og stöku auglýsing. Mér fannst ómissandi að hafa svona hreina tónlistarrás. Ef útvarpsmenn væru upp til hópa mannvitsbrekkur og húmoristar væri maður ekki svona dapur yfir þessu, en maður hefur bara fengið overdose af pizzugefandi sjálfhælandi, karlrembu-, málfræðiheftum og málhöltum útvarpsmönnum. Dr. Gunni said it. Það er greinilega litið á hlustendur sem fífl.

*) Ég tek fram að ég hef ekkert í sjálfu sér á móti áfengisuglýsingum, en þær engu að síður ólöglegar og að mínu mati gersamlega ótækt að halda slíku að börnum og ungmennum sem ekki hafa einu sinni aldrur til að að versla slíka vöru.

:: geimVEIRA:: kl. 11:26:: [+] ::
...
:: mánudagur, mars 03, 2003 ::
you smell like butt
congratulations. you are the "you smell like
butt" bunny. your brutally honest and
always say whats on your mind.


which happy bunny are you?
brought to you by Quizilla


:: geimVEIRA:: kl. 12:24:: [+] ::
...
Pólitískur grautur
Þessi bygggrautur var hreint ekki svo vitlaus. Eiginlega bara alveg fínn. Ég er ekkert lítið fegin að hafa ákveðið að gera bara hálfa uppskrift, þetta tvöfaldaðist að rúmmáli í pottinum, en varð svona ekki jafnmikill grautur og ég átti von á, en kornin voru samt mjúk. Ég hugsa að það hefði verið gott að hafa súrmjólk með þessu, ég setti smá mjólk og mér fannst það ekki alveg passa.
Rosalega er ég hissa á þessum fréttum. Mér líst engan veginn á þetta mál sama hvernig litið er á. Ef þetta er rétt sem Davíð heldur fram, þá er ég afskaplega ósátt við að hann hafi legið á öðrum eins tilburðum til glæpsamlegs athæfis hafi hann ekki séð ástæðu til að fara formlegar leiðir að þessu máli, var það af því að honum þótti þetta ekki nógu gróft? Hvað hefur þá breyst? Ég skil heldur ekki hvers vegna Baugur myndi nokkurn tímann leggjast svona lágt, en mér þætti enn undarlegra ef Davíð, þótt hann sé skáld og sögumaður og allt það, færi með uppspuna af annarlegum hvötum. Það þætti mér með ólíkindum að mútuboð til æðsta embættismanns ríkisins skyldi eiga fara leynt undir nokkrum kringumstæðum, svo ef Davíð fær að njóta vafans, hafandi yfirgnæfandi traust kjósenda í þetta langan tíma til stjórnarsetu, þá í besta falli hljóp hann stórkostlega á sig núna. Því þessar yfirlýsingar hans koma langverst út fyrir Davíð. Í mínum augum er harla ólíklegt að Davíð kunni ekki að meta hvort hlutir séu uppi á borði og sléttir og felldir. Hafi honum verið boðnar mútur, þá er ekki nóg að hann hafi afþakkað þær, í mínum augum er það beinlínis saknæmt fyrir mann í hans embætti að taka slíku ekki gífurlega föstum tökum, opinberlega og formlega, í gegnum réttarkerfið og sjá til þess að slík spilling verði upprætt. Hafi Davíð verið að reyna að gera það bak við tjöldin, þá útskýrir það líka ýmisleg ummæli hans, þetta myndi útskýra ansi margt. En að æðsti embættismaður ríkissins sýni réttarkerfi landsins ekki meira traust en það, að fara ekki rakleiðis með svo alvarlegt mál sem þetta til lögreglunnar þykir mér vekja afskaplega grófar spurningar. Gleymdi Davíð Oddsson fyrir hverja hann gegnir trúnaðarstörfum? Hvaða trúnað var hann að halda gagnvart stórfyrirtæki út í bæ, farandi með þetta meinta mútumál óformlegar leiðir í kerfið, sem var mikilvægari en sá trúnaður sem við kjósendur höfum lagt á hann í gegnum árin? Ég er svo hissa á Davíð, hann á nú að vera meiri refur en þetta.

:: geimVEIRA:: kl. 10:24:: [+] ::
...
:: sunnudagur, mars 02, 2003 ::
Ég ákvað að prófa að búa mér til svona bygggraut enda átti ég allt í hann, mér líst ágætlega á þetta með að þetta bíði bara upphitunar daginn eftir, væri svo ágætt að fá eitthvað heitt á morgnana þegar maður vaknar alltaf með svona hálsbólgu. Þetta lyktar allavega stórvel, en reyndar lyktar nú velflest með kanil vel. Vonandi er þetta ekki eitthvað ógeð. Verandi uppskrift frá Sólveigu Eiríksdóttur þá er ég svona efins, mér hefur sko ekki alltaf litist vel á það sem hún kemur með í morgunsjónvarpið, en samt stundum þrælvel. Ég er spennt.

:: geimVEIRA:: kl. 23:58:: [+] ::
...


Take the What
animal best portrays your sexual appetite??
Quiz


:: geimVEIRA:: kl. 03:25:: [+] ::
...
Ég bjó mér til shake í morgun með banana, appelsínu, ab-mjólk, klaka og jarðarberjum, þrælgóðan og í kvöldmatinn var ég með fiskisúpu. Ef ég bara væri jafn myndarleg í hreingerningunum væri ég half a housewife. Kannski ég fái vítamínsprautu úr öllu þessu... í dag hef ég semsagt borðað eftirfarandi hollustu: Banana, appelsínu, ab-mjólk, jarðarber, epli, gulrætur, púrrulauk, sveppi, kartöflur, papriku og lax. Ef ég hefði ekki líka dúllað mér í fríhafnarnamminu, væri þetta mjög vænn dagur næringarfræðilega séð hugsa ég. Ah well, í það minnsta borðaði maður fisk, það geri ég allt of sjaldan. Best að fá sér lýsi líka til að toppa þetta algerlega.

:: geimVEIRA:: kl. 02:46:: [+] ::
...
Things to do when you're bored!

:: geimVEIRA:: kl. 01:25:: [+] ::
...

This 

page is powered by Blogger. Isn't yours?