[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Beans, beans the magical fruit.. Matseðill helgarinnar: Föstudagur - kvöldmatur: Baunasúpa. Laugardagur - morgunmatur: Ávaxtashake með appelsínu, banana, hindberjum, mangósafa og ab-mjólk. Laugardagur - síðdegisverður: Baunasúpa. Laugardagur - kvöldverður: Baunasúpa. Sunnudagur - morgunmatur: Amerískar pönnukökur með baconi og scrambled eggjum (arrg, mamma er verri syndaselur en ég). Sunnudagur - kvöldverður: Baunasúpa. Þannig að ef einhver ætlaði að koma í dag og fá baunasúpu, tough luck. I'm all out.
Það svínvirkar að leggja baunirnar í bleyti prumpulega séð (þ.e. meira að segja þótt maður noti leggj'íbleytilausar baunir). Ég hef ilmað sem vorið sjálft þrátt fyrir þetta kolklikkaða matarræði *). Það höfðar mjög sterkt til letihaugsins í mér að eiga svona tilbúinn mat, en djöfull er ég sátt við að borða ekki baunasúpu í fleiri máltíðir á næstunni. Já ég veit að það má frysta þetta, ég man alltaf eftir því, þegar nógu lítið er eftir til að mér finnist ekki taka því. Nú verður það tilboðskjúklingur alla þessa viku (var á 50% afslætti - ég stóðst ekki mátið).
Í gær fann ég síðan móttökukvittun frá fatahreinsun, en ég hafði steingleymt að jóladúkurinn minn fór í hreinsun um áramótin... ég vona að hann hafi ekki verið seldur, ég yrði þokkalega sár.
Gleðilegan mánudag allir!
*) Ilm vorsins er ekki skv. minni skilgreiningu að finna þar sem borið hefur verið á tún. Hættu að snúa út úr fyrir mér.
:: geimVEIRA:: kl. 12:34:: [+] ::
...