[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Undarlegur dagur Gærdagurinn hafði alla burði til að vera hreint út sagt ömurlegur. Fyrir þá sem ekki vita, þá er ég að starfa uppsagnarfrest í vinnunni minni sem ég hef unnið við í rúm 8 ár. Hinsvegar kom nýtt inn í stöðuna fyrir 10 dögum, að möguleiki væri á að mitt fyrirtæki gengi inn í annað og færi svo var óskað eftir að ég kæmi með inn í þann pakka. Ég tók ekkert illa í það og átti að koma á fundum og málið að skýrast í vikunni á eftir, ef af yrði myndi uppsögn dregin til baka, sem væri þá ágætt mál. Hins vegar hefur allt málið dregist og í gær var mér tjáð að nauðsynlegur fundur vegna málsins verði ekki fyrr en eftir helgi, einnig fannst mér verið dregið í land með ákveðin atriði sem rædd voru þegar imprað var á hugmyndinni, svo mér leið hreint ekki vel með þetta mál, enda setti ég atvinnuleit mína á hold vegna þessa. Ég er náttúrulega ekki sátt við að ef þetta gengi síðan ekki fyrst þetta hefur tafist svona, því í næstu viku á ég ekki nema 6 vikur eftir af uppsagnarfrestinum... anyways, ég stressaðist þokkalega yfir þessu og svona.
Síðan í gær ætlaði ég að byrja á bollunámskeiði, ég var að deyja mig langaði svo gersamlega ekki, langaði heim undir sæng bara, en drullaðist samt. Þegar ég er mætt, þá er mér tjáð að námskeiðið hafi dottið upp fyrir vegna dræmrar þátttöku og mér hætti nú alveg að lítast á blikuna, enda ég búin að missa af álíka námskeiðum í öðrum líkamsræktarstöðvum, þetta námskeið það eina með tímasetningum sem hentuðu mér hvort sem var svosem, en ég horfði fram á að átakið, sem ég með herkjum hafði haft mig út í, hefði gufað upp. Mér var sagt í afgreiðslunni að auglýsa ætti þetta betur og vonandi að fara af stað eftir 2 vikur, svo ég ætti endilega bara að fara í salinn (þar sem ég er hvort sem er með kort þar fannst mér það nú hvort sem er ekki spurningin). Þegar þangað kom, kom í ljós að það var einmitt önnur sem hafði ætlað á þetta námskeið, ekki leist mér nú á það - enda um einhverja 18 ára tágranna stelpu að ræða, nákvæmlega svona fólk sem ég var ekki að sækja í að umgangast með því að ætla að vera á exclusive rándýru bollunámskeiði svona fyrir byrjendur. Svo ég var alveg að missa mig þarna í spælingu þótt ég vissi að ég færi alveg í tækin og whatever, en bara mig langaði svo í svona hóptímadæmi. Síðan kom þjálfari að en sagði að "hann væri alveg að koma". Ég skildi nú ekkert hvað það þýddi en beið þarna í nokkrar mínútur, síðan kom þessi maður sem hann var að tala um. Þá kom í ljós að þar var mættur kennarinn sem hefði átt að kenna þetta bollunámskeið, voða sorry að þetta skyldi klúðrast svona og ég veit ekki hvað og hvað, en síðan batnaði þetta stórlega. Hann kvaðst fylgja okkur (mér og beibinu þarna urr) í tækin. Síðan byrjaði hann bara á að setja upp prógram fyrir okkur í tölvunni. Ég hélt að hann kannski ætlaði bara að sýna okkur svona á hlaupum, þetta tæki er svona, hitt tækið er hinsegin (síðan væri maður jafntýndur) en blessaður gaurinn tók okkur bara í þessa líka flottu einkaþjálfun, gersamlega brilliant, útskýrði vel og fylgdi okkur alveg í gegn. Minnti mig á the good old days í Planet Pulse þegar ennþá var fólk með viti í einkaþjálfuninni þar. Þegar við byrjuðum kom í ljós að ég gat yfirleitt lyft þyngra en grey stelpan sem ég hafði bölvað í huganum, svo hún kláraði minna en ég og var að drepast, svo ég fyrirgaf henni alveg að vera svona grönn að koma á námskeið híhíh. Ég var búin að hita upp í 20 mín. þegar ég fór upp í salinn svo ég var á hreyfingu meira og minna í tvo og hálfan tíma, við enduðum á ansi mikilli brennslu og síðan teygjum. Samt var manni ekkert ofgert þannig að þetta var bara eins og þetta á að vera. Ég var ekki búin fyrr en að verða kl. 21 svo ég fór á Subway í Austurstræti og fékk mér stóran bát með kjúklingabringu og borðaði á staðnum, þar sem hann er heitur. Þegar ég var búin með 3/4 af honum þá sá ég hár (þar sem ég er nú oft í hárlosi var ég viss um að það væri úr mér) en þegar ég ætlaði að henda því af, þá kom í ljós að það var innbakað inn í brauðið. Ég hóaði í stelpu þarna og sagði henni að ég hefði fengið innbakað hár, hún alveg í rusli fullvissaði mig um að svona kæmi þetta að utan, það væru engir ljóshærðir á vakt og þar fyrir utan kæmu brauðin tilbúin að utan og færu fryst inn í ofn. Ég kvað þetta allt í lagi, en var alveg sátt við að fá annan frían bát sem ég mætti sækja mér hvenær sem er og hvar sem er á Subway. Svo þessi skítadagur endaði bara ágætlega, ég byrjuð í spriklinu loksins og ánægð með þjónustuna, og á frían bát inni hjá Subway.
:: geimVEIRA:: kl. 11:02:: [+] ::
...