| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: þriðjudagur, mars 04, 2003 :: Það er svo frábærlega fallegt veður, á dögum sem þessum fer maður bara að trúa því aftur að það muni koma vor aftur. Það mun koma sumar aftur. Ég fæ alltaf svona tilfinningu djúpt í sálina, þegar er hvað kaldast og naprast á veturna að þetta sé komið til að vera. Svona verði þetta bara og maður þurfi bara að vera með hroll, hor og slef til eilífðar. Kannski er þetta svona eitthvað sem innprentað er genetískt frá einhverjum forfeðrum sem upplifðu ísöld svona sterkt að líffræðlega þarf að halda þessari hugmynd um möguleika á eilífðarvetri að dýrategundinni, svo hún drattist til að flytja sig á heitari slóðir, en sitji ekki bara og frjósi í hel yfir sólarkaffinu og pönnsunum, og nái ekki upp í þetta konsept að sólin komi bara ekkert nema í 3 tíma á dag næstu 2000 árin. Þetta talar mjög sterkt til mín í vetrarhörkum... Þá segir erfðaefni mitt: "Farðu til heitari landa! Farðu í sólina! Run for your life!"
|
|