| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: miðvikudagur, mars 12, 2003 :: Ég fór að sjá Catch me if you can í gær og skemmti mér bara konunglega, mæli með þessari mynd. Vel leikin og gott tempó. Það var samt á mörkunum að maður hefði fulla athygli á myndinni því það var svo agalega kalt inni í bíóinu, merkilegt að það virðist bara gert ráð fyrir því að kynda m.v. að það sé alltaf fullur salur af fólki. Ég er komin með svona raspihósta, en poppið var frábært og myndin líka. Ef það kostaði t.d. helmingi minna í bíó, þá færi ég örugglega 4 sinnum oftar en ég geri, mér finnst agalega mikið að borga 800 kr. inn, allavega hef ég ekki efni á því að fara jafnoft og ég vildi í bíó. Kosturinn við það náttúrulega er að ég á alltaf eftir að sjá allt þegar þetta kemur á vídeó, reyndar er ég mjög lítið fyrir að taka spólu á leigu. Það verður bara extra gaman fyrir mig þegar þetta kemur á Stöð 2 I guess.
|
|