:: Þvaðurveita geimVEIRU ::

Fyrsta tölva geimVEIRU - Sinclair ZX Spectrum 48K
Þvaðurveita Reykjavíkur og nágrennis
- Þ R O N -
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina |
[::..Andlega óvanheila veðrabeibið..::]
Hin stelpan varð úti - enda allt of heimsk til að mega vera hérna, þessi er með viti.
[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs samþykkis höfundar...::]
[::..Gamalt þvaður..::]
október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 desember 2006 janúar 2007 febrúar 2007 mars 2007 júlí 2007 ágúst 2007 október 2007 nóvember 2007 janúar 2008 febrúar 2008 mars 2008 apríl 2008 maí 2008 júní 2008 júlí 2008 október 2008 desember 2008 nóvember 2010
[::..Tempus fugit..::]
[::..Blogg gæðafólks sem ég hef hitt..::]
:: Bulld0zer::
:: ErlaROKK::
:: Sandkastalinn::
:: Skonrokk::
:: Hafdís::
:: Kjartan::
:: Señor Diaz::
:: Stína::
:: María::
:: Sigginn::
:: Erna og Murder the Exterminator::
:: Atli::
:: Steini::
:: Snerillinn::
[:: geimVEIRA í Southpark ::]
[::..Þétt tónlistardýr..::]
:: Jóel Pálsson::
:: Tómas R. Einarsson::
[::..Frábær lög vina og kunningja..::]
:: You Turn
:: Gengið á gufununum
[::..Annað tengt tónlist..::]
:: Berklastofnunin::
:: DiSK hjá Digidesign::
:: Múlinn::
:: Taktmælir::
:: Netverslun audioMIDI.com::
:: Pandora::
:: Nokkur lög með hljómum::
:: Slatti af lögum á midi::
:: Samplsaga::
:: Trompetsólóasíða::
:: Sheetmusic Direct::
:: Netverslun Music123.com::
:: Nótnapapprsblöð::
:: Real bækur::
[::..Skemmtileg blogg fólks sem ég þekki ekki..::]
:: Richard Melville Hall::
:: Katrin.is M.Sc.::
:: D.Þ.J.::
:: Þórdís Nadia::
:: Dr. Gunni::
:: Trigger XLII::
:: Hvað hugsar Albert?::
:: Bedda::
:: Frábæri ljósmyndarinn::
:: Unnur::
:: Sverrir::
:: Elsa::
:: tóta með litlum staf::
[::..Ýmsar ágætar síður..::]
:: Mogginn á netinu::
:: VCD leiðbeiningar::
:: Afbollunarvefur::
:: Íslensk orðabók::
:: Gargandi snilld::
:: Vírusalistar::
:: NASA::
:: Π::
:: Vírusa- og glufuleit::
:: geimSKONSUR::
:: Persónuleikapróf::
:: RSS fréttaþjónusta mola.is::
:: Nafnlausar játningar::
[::..Hringavitleysa..::]
Vefhringur
< ? iCeBloG # >

:: fimmtudagur, mars 27, 2003 ::

Tough shit
Ég tók í gær, eftir gífurlega erfiða ígrundun og áætlanagerðir m.v. öll möguleg viðbrögð vinnuveitanda, ákvörðun um að sætta mig ekki við þær forsendur sem fyrir lágu varðandi áframhaldandi starf og tilkynnti í morgun þá ákvörðun. Jafnframt fór ég fram á að taka út hluta inneignar sem ég á í sumarfrísdögum frá í fyrra, það var samþykkt (enda benti ég á að annars yrði að borga þetta út við starfslok) og er ég því í sumarfríi núna og kem ekki aftur fyrr en eftir viku í vinnuna ( og á þá samt 3 virka daga inni ennþá) sem er kærkominn tími til að ná andanum eftir mánaðarstreitu og erfiða bið. Síðan, þar sem ég verð ekki við til að sinna launamálum eins og vanalega um mánaðarmótin, bauðst ég til að finna út launatölur starfsmanna, sem hægt væri þá að leggja inn og spurði þá bara hvort ég ætti ekki að reikna með leiðréttinguna sem ég ætti að fá. Það var samþykkt, sem betur fer, svo ég í það minnsta er að fá laun þá skv. samningi í þann tíma sem eftir er (mikil orka hafði farið í áætlanir til að bregðast rétt við, yrði því hafnað).
Þetta var samt ógeðslega erfiður dagur, stressið yfir því að verða að vera undir allt búin, hefur undirlagt síðustu vikur lífs míns, og var það mesta sem ég hef á ævinni upplifað, og hef ég nú staðið í skilnaði, komið fram í sjónvarpi, verið farþegi búinn undir brotlendingu (sem síðan var bara bilað ljós), og tekið munnlegt stúdentspróf í stærðfræði án þess að kunna nokkurn skapaðan hlut . En þetta var allt mjög professional og kurteist á báða bóga, ég get borið höfuðið hátt og sé ekki eftir neinu. Nú tekur bara við nýtt verkefni í lífinu. Ég hef ekki hugmynd um hvert stefnan verður núna tekin. Ég ætla að nýta fríið í að koma mér í viðtöl hjá ráðningarstofum og sjá hvað setur. Ég er búin að gera alveg fína ferilsskrá held ég. Þegar ég næ eins og 30% af spennunni úr mér, get ég kannski dregið andann djúpt án þess að verkja milli herðablaðanna. Ég er að vona að það gerist núna, þegar ég þarf ekki lengur að velta öllum leiðum fyrir mér af worst-case-scenarios til að vera undir allt búin, teningunum er kastað. Nú verður bara málið að muna allt það sem leiddi mig að ákvörðuninni sem ég er svo 100% á að sé hin eina rétta, að missa ekki sjónar á því að þetta snérist um sjálfsvirðingu, sjálfsvirðingu sem mun hjálpa mér að finna mér starf við hæfi. Það er að vissu leyti gott að ég er algerlega búin með alla orku sem ég á ég hef ekki orku til að stressa mig meir í bili, ég vona bara að þegar ég byggi hana upp á nýtt, þá leyfi ég ekki stressinu yfir yfirvofandi atvinnuleysi endanlega að ganga frá mér.
Ég fór í yoga í dag og gat í það minnsta náð andanum eftir heilan tíma - en það er frekar freaky að gera yoga án þess að ná andanum almennilega, ég náði því svona á síðustu 5 mínútunum. Í morgun ætla ég í nudd (eitthvað sem ég hefði bara átt að gera fyrr), síðan ætla ég að leyfa mér að fara í klippingu í fyrsta skipti síðan í byrjun desember ( maður getur ekki farið eins og algjört hross í þessi viðtöl) svo þótt ég skuldi viðbjóðslega mikið mun ég auka viðbjóðinn í bankanum til að minnka hann í líðaninni. Might work, might not. At least I'll have better hair. Einnig óska ég mér að geta sofnað vel og vaknað úthvíld, en það er nokkuð sem hefur aldrei verið mér eðlislægt og eina ráðið við er almennilegt kúr. En þar sem það er ekki til boða læt ég duga nuddið og hárið. Annars sefur nú enginn vel sem ekki hefur sjálfsvirðingu - merkilegt að það sé ekki nóg samt. Svindl.
Já, núna mætti alveg kyssa augun mín og leyfa mér að sofna við hárdútl. Sjálfsvirðing er fín, en maður verður ansi þreyttur að reyna að faðma sjálfan sig til lengdar.

:: geimVEIRA:: kl. 00:23:: [+] ::
...

This 

page is powered by Blogger. Isn't yours?