| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: föstudagur, mars 14, 2003 :: Ég eldaði annan af tilboðskjúklingunum í gær... og djöfuls viðbjóður. Ég hellti helling af blóði af honum og þegar ég eldaði gripinn (í svona eldföstu móti - lítilli skúffu) endaði með því að það voru rúmur sentimetri af vökva, fitu, jukki og örugglega vatni sem lekið höfðu af fuglinum. Sko hafi vatni verið sprautað í kvikindið til að þyngja hann, þá átti ég von á betra hjá Nóatúni. Fuglinn var reyndar gallaður að því leyti að skinnið var rifið í "náranum á honum" svo kannski hefur það haft áhrif, í það minnsta varð fuglinn þurr og bara glataður. Ég sem ætlaði að spara svo mikið missti þvílíkt lystina að það er ekki séns að þetta ógeð verði í matinn hjá mér næstu dagana eins og annars hefði verið. Ég ætla að vikta vökvann þegar ég kem heim, þá sé ég líka hvað er fita og hvað ekki. Ég held sveimér þá að ég skrifi þeim bréf, því ég sé ekki betur en að hinn fuglinn sé ansi blóðugur líka. Aldrei virðist maður geta bara treyst því að maður geti bæði fengið ódýran mat OG mannsæmandi gæði.
|
|