[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Aldrei nokkurn tímann að treysta neinum.. ... í tölvumálum nema sjálfum sér. Núna er ég búin að vera í rúman klukkutíma að aðstoða í tölvumálum, að fá prentara til að virka sem virtist bara alls ekki vilja sjá nein tölvuboð af neinu tagi, fyrsta sem ég spurði að var hvort hann væri örugglega tengdur, jújú hann var það var sagt. Þar sem verið var að tengja nýja vél og engin venjuleg trix dugðu og prentarinn var tengdur, var ég farin að halda að kapallinn væri steiktur, reyndi ég að skella nýjum dræver inn, bara upp á von og óvon. Það kostaði náttúrulega ekki bara að sækja driver, á bloody 56.5K tengingu, heldur líka WinZip, því verandi ný vél var hún algjört virgin. Þegar sú snilld gekk ekki eftir allt vesenið, ákvað ég að þrátt fyrir margítrekaðar fullyrðingar um að þetta væri víst tengt, að rekja kapalinn á milli. Og það var eins elementary og það gat verið. Snarvitlaus kapall var í nýju vélinni, viðkomandi hafði bara skellt næsta lausa prentarakapli í nýju vélina sem hann sá. Arrg. Ég mun framvegis ekki hafa áhyggjur af dissi þegar ég bara geng úr skugga um að tengingar séu til staðar. Nógu mikið vesen eru nú þessi tölvumál fyrir.
:: geimVEIRA:: kl. 15:51:: [+] ::
...