[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Gramt og sárt lýðræðisveiruhjarta Mér sárnaði óendanlega mikið í gær að sjá Stjórnarráðið vanvirt. Ég er alveg sátt við mótmæli, en að sjá þessa eina af táknmyndum okkar lýðræðis, með stórum slettum sem voru eins og blóð, þá bara fékk ég hnút í magann og varð rosalega ósátt. Það var allt morandi í löggum og hefði þetta ekki verið jafn mikið og þetta var, hefði ég fyrst haldið að einhver hefði verið myrtur þarna með haglabyssu. Þessar aðfarir fannst mér með ólíkindum dónalegar, ég hélt reyndar í gær að það hlyti að þurfa að mála upp á nýtt, þetta var svo mikið og ég hélt að þetta væri svona skipalakk eða álíka, en svo var víst ekki sem betur fer. En ég er alls ekki sátt við svona aðferðir í mótmælum. Þetta var svona svipað í mínum huga og að brenna fánann okkar. Mér var svo brugðið líka, þar sem í mínum huga vaknaði strax spurningin, þar sem enginn virtist hafa verið til vitnis um þetta m.v. fréttir í gær, hvernig er öryggismálum háttað hjá æðslu stjórnsýslu okkar? Finnst fólki það bara fyndið að hægt sé að vaða upp að stjórnarráðinu og kasta í nokkrum atrennum vökva að eigin vali? Málning er eldfimur vökvi ef út í það færi, hefði verið jafnauðvelt að kasta bensíni upp eftir húsinu eða á ráðamenn þjóðarinnar? Engin varsla virðist vera þarna, engar myndavélar sem eru stöðugt í vöktun þessa húss. Ég virði fyllilega rétt til mótmæla, mér finnst þetta oftast bara þrælgott hjá fólki og stundum barasta krúttlegt, en mér ofbauð þarna gersamlega virðingarleysið gagnvart okkar eigin lýðræðisstofnunum. Mótmæli fela í sér að þau verða að snúast um virðingu. Sjálfsvirðingu mótmælenda að láta ekki bjóða sér það sem þeir eru ekki sáttir við og virðingu annarra þjóðfélagsþegna gagnvart þeirra skoðunum. Virðingu sem öllum ber að sýna samþegnum sínum. Það var engin virðing í þessum aðgerðum. Leikrænir tilburðir í mótmælum eru áhrifaríkir, en það er gersamleg vanvirðing og grefur undan mótmælendum sem haga sér svona, að nota sem leikmun og á svona groddalegan hátt, Sjórnarráð Íslands. Mér býður við þessu fólki.
:: geimVEIRA:: kl. 14:30:: [+] ::
...