| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: sunnudagur, mars 02, 2003 :: Ég bjó mér til shake í morgun með banana, appelsínu, ab-mjólk, klaka og jarðarberjum, þrælgóðan og í kvöldmatinn var ég með fiskisúpu. Ef ég bara væri jafn myndarleg í hreingerningunum væri ég half a housewife. Kannski ég fái vítamínsprautu úr öllu þessu... í dag hef ég semsagt borðað eftirfarandi hollustu: Banana, appelsínu, ab-mjólk, jarðarber, epli, gulrætur, púrrulauk, sveppi, kartöflur, papriku og lax. Ef ég hefði ekki líka dúllað mér í fríhafnarnamminu, væri þetta mjög vænn dagur næringarfræðilega séð hugsa ég. Ah well, í það minnsta borðaði maður fisk, það geri ég allt of sjaldan. Best að fá sér lýsi líka til að toppa þetta algerlega.
|
|