[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Kvíði Það er ekki bara make-or-break í heimsmálunum heldur líka hjá mér þessa dagana. Þar sem ég er búin að vera í biðstöðu með atvinnumál hef ég þurft að liggja yfir hvaða stefnu ég mun taka m.v. hina og þessa útkomuna. Eina niðurstaðan sem ég er öruggust um er að ég megi ekki skjóta mig í fótinn og passa mjög mjög vel upp á mína hagsmuni hvernig svosem staðan verður, enda kýrskírt að enginn annar mun gera það. Eins örugg og ég er um að það sem ég hef ákveðið sé það réttasta í stöðunni, þá er þetta óþægilegasta stefnan sem ég gæti tekið, því hún felur í sér að, þar sem ég verð að gæta minna hagsmuna all the way, verði ég að vera tilbúin að bakka mína stefnu upp þótt það þýði að ég tapaði öllu í stöðunni. Þar sem ég er algjör kjúklingur, þá er þetta mjög kvíðvænlegt, en um leið er þetta eina leiðin og lógískt hugsað hef ég hvort eð er engu að tapa, því enn er ég starfandi uppsagnarfrest og enn er verið að láta mig bíða upp á von og óvon. Mín niðurstaða er sú, að verði minna starfskrafta óskað, verði að semja við mig upp á nýtt. No more Mr. Nice Virus.
:: geimVEIRA:: kl. 10:23:: [+] ::
...