| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: föstudagur, mars 07, 2003 :: Í gær í hljómfræði var svoleiðis snúið upp á heilann á manni. Mjög skrýtið að læra stærðfræði með eyrunum svona, en mjög gaman líka. Þegar ég kom heim æfði ég mig á píanóið alveg í tæpa 2 tíma og spilaði funk. Síðan klippti ég neglurnar mínar niður, enda ekki hægt að spila almennilega með langar neglur, svo úr þessu varð mikið manicure session yfir Sex in the City. Foreldrar mínir eru á leiðinni í bæinn, þau eru að fara í veislu á Bessastaði, ég mun skutla þeim þangað, en voðalegur durtur er Óli að bjóða mér bara ekki líka... veit maðurinn ekki hvað ég er löt við að elda?
|
|