[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Þetta er í fyrsta skiptið sem ég fer í tölvu svo að segja um jólin, úlnliðirnir mínir fengu jólafrí ásamt restinni af mér og við höfðum það mjög gott um jólin. Ég er búin að snúa sólarhringnum við og éta á mig gat eins og vanalega svo allt er samkvæmt hefðinni bara.
Það hefur mikið hlakkað í mér undanfarna daga yfir látunum í Ráðhúsinu, gott á Ingibjörgu, meiri steypan! Ég held samt að Þórólfur sé fínasti karl, hann allavega byrjar ekkert á neinum sleikjugangi, vonandi heldur hann sig áfram á jörðinni, þá verður þetta líklega skásta lausnin sem gat komið út úr stöðunni fyrir R-listann, og vonandi borgarbúa (svona fyrst meirihluti þeirra kaus þessi ósköp yfir sig "in the first place"). En það hlakkar samt ennþá í mér, því þetta hlýtur að hafa einhver áhrif í vor, fjandakornið að Sjálfstæðisflokkurinn fari að launa Framsókn samstarfsviljaleysið núna í vor! Ég get ekki annað en glaðst yfir því að Ingibjörg komi og hristi upp í þessu liði, núna jafnvel fáum við staðfest oftar en ársfjórðungslega að þetta lið er lifandi yfirhöfuð. Ég var bara farin að gleyma hvernig Davíð lítur út þarna á tímabili á meðan maður tók eftir því að Steingrímur J. væri búinn að fara í skeggsnyrtingu... (well ok hardly), en samt. Ég er ekkert sátt við hversu ósýnilegir ríkisstjórnarmenn hafa eitthvað verið - það mætti halda að þeir væru hræddir um að kjósendur væru leiðir á sér. Vissulega er það taktík að láta stjórnarandstöðuna tala almenning til dauða, en núna held ég að Ingibjörg svæli liðið út úr indjánatjaldinu, upp úr buffalaskinnunum og upp á tærnar. Nú þarf Davíð og co. að fara að æfa sig í að tala opinberlega aftur. Æ greyin, ætli þeir muni nokkuð eftir því hvernig það var gert?
Allavega fær Davíð að æfa sig í að halda ræður á morgun.
:: geimVEIRA:: kl. 10:30:: [+] ::
...
:: mánudagur, desember 23, 2002 ::
Það er frekar hundfúlt að kaupa jólagjafir tímanlega, ég gerði það í ár og það er eiginlega svoldið súrt að hafa ekkert beint tilefni til að fara í stemminguna niðrí bæ. Ég tók massamikið til í gær og ryksugaði aðeins, núna á ég eftir að klára að ryksuga og skúra síðan pleisið. Ég ætla samt að reyna að komast niðrí bæ aðeins á eftir með fjölskyldunni.
Draumfarir Mig dreymdi alveg massíva steypu. Þá var verið að kynna mig fyrir einhverjum stelpum sem ég hef aldrei séð og farið var í bíltúr út á land nema að ég og hundur duttum út úr bílnum, síðan var ég komin í Hagkaup í Kringlunni og hitti þar hljómfræðikennarann minn sem sagðist vera búinn að reyna að ná í mig alveg í 2 daga, þá hafði hann bent á mig út af einhverju verkefni, síðan var ég komin í þetta verkefni, þá var það sko að spila undir á píanó á einhverjum tónleikum (og þessar stelpur úr bílnum höfðu þá verið að vinna eitthvað í þeim) og mér leist nú eiginlega ekkert á það, enda var bara lagið byrjað og ég kann ekkert á píanó, well hljómborð actually og ég var komin baksviðs, þá heyrði ég byrjun á lagi sem ég þekkti og fór að hugsa "No way"... og fór fram, heyrðu þá voru þetta bara Moby-tónleikar, og ég var ekkert smá spæld að hafa spilað undir og gersamlega sökkað og heldur ekkert fattað hvaða tónlist þetta var, og var mikið að spá í hvað hljómfræðikennarinn hafði verið að spá því ég var nýbúin að vera í prófi og hann vissi alveg að ég væri í söng, en ekkert á píanó, en ég vildi samt endilega ná að heyra þetta lag læv og fór hringinn og þá var lagið akkúrat búið og ég mætti tónlistarmönnunum þegar þeir fóru af sviðinu. Síðan man ég að ég var á Brú í svona vegasjoppu, og þá var einhver svaka auglýsing fyrir Moby tónleika á Austfjörðum, nema nöfnin á stöðunum voru bara bull og ég var mikið að spá í hvort karlinn ætlaði að taka netta Sigurrósar stemmingu og vera með tónleika í eyðifjörðum og yfirgefnum stöðum, ég var einmitt að ákveða að tékka hvort ég gæti ekki bara fengið að vera með aftur, en fá þá frekar að syngja sko... þegar bloody ruslakarlarnir vöktu mig með tunnubrölti.
Mér finnst þetta frekar fyndið að dreyma eitthvað frægt fólk, ég hef bara lent í því 5 sinnum ever (þ.e. allavega að muna eftir draumunum), en mig hefur samt áður dreymt Moby, en þá voru massatónleikar IN MY BACKYARD með honum og David Bowie, og ég varð að hleypa þeim inn í stofu (í þessu draumaraðhúsi sem ég átti þarna heima í) því það var svo rosamargt fólk og mikil læti.
Ég er svoldið að spá... mig sem aldrei dreymir yfirhöfuð neitt sem ég man eftir, hefur nú dreymt tónleika með Moby tvisvar... nei actually þrisvar.... eitt skiptið var hann sko búinn að setja upp tónleika hérna á túninu (sem ekki er til) á Meistaravöllum, mig greinilega langar á tónleika með karlium. Ugh... "draumatónleikarnir" bara. Reyndar spurning hvort maður æfi sig á píanó og reyni að vera með bara..... whahahahahha.
Það eru einhverjir nágrannar mínir að elda skötu dauðans núna, lyktin er svo sterk að hálf íbúðin mín er orðin undirlögð, ég fór fram á gang áðan og það hreinsuðust á mér nasaholurnar af "ilminum". Spurning að ná sér í blaut handklæði og þétta meðfram hurðakörmunum.
:: geimVEIRA:: kl. 12:49:: [+] ::
...
Ég sit núna og drekk malt og appelsín í plastmáli - 40 mín. í jólafrí.
:: geimVEIRA:: kl. 11:22:: [+] ::
...
Jæja nú er ég búin í prófunum. Ég fór í verklega prófið í hljómfræði, ég klúðraði reyndar aðeins smá, en yfir heildina var ég alveg bara sátt, gekk fínt í improviseringunni og svona, kennarinn sagði þegar ég var búin að jú ég hefði ruglast þarna aðeins, en hann væri annars "impressed"... það þurfti náttúrulega eitthvað svona komment til að ég tæki gleði mína á ný, svo ég valsaði inn í næsta próf og bullaði allt hvað ég gat um hljóðtækni og fór síðan sæl heim.
Ég fór syndsamlega seint að sofa, sem betur fer má ég fara heim úr vinnunni kl. 12, svo núna eru 2 tímar og 8 mín. í jólafrí!
:: geimVEIRA:: kl. 09:54:: [+] ::
...
:: fimmtudagur, desember 19, 2002 ::
Mér er samt alveg fyrirmunað eftir spennufallið og spælinguna áðan að verða glöð yfir þessari einkunn. Það er búið að eyðileggja gamanið algerlega að segja núna hvað maður fékk, eftir að fólk er búið að kreista upp "Já, en gaman, fint hjá þér" yfir "8,5" þegar fólk hefði eipað yfir hinni einkunninni - og high five-að mann, núna segja bara allir "Nú jæja?" engir flugeldar - ekkert high five. Það var algerlega eyðilagt fyrir manni. Jájá whatever: Depression: the inability to experience happiness.
Ha ég?
Já já og jólin eru að koma og whatever. Bah humbug.
:: geimVEIRA:: kl. 15:09:: [+] ::
...
WHAHAHHAHAH!!!! Aldrei aldrei hefði ég trúað því að einhvern tímann stæðist tilfinning mín - og eitthvað annað hefði feilað!!!! Guess what!??
Einkunnin mín var vitlaust reiknuð saman! ! ! Það gleymdist að reikna með einn liðinn.
Well þá er einkunnin komin og ég er EKKI sátt. 8,5!!?!
Ég labbaði út með hamingjuóskum prófdómaranna í gær og ég veit ekki hvað og hvað, kennarinn minn sagði í gær að ég hefði verið með "fullt hús", ég er allavega ekki alveg að skilja hvernig 8,5 er eitthvað til að óska til hamingju með eða kalla "fullt hús" ....
Og nú er tíminn sem maður segir við sjálfan sig, já en þetta er allt bara til gamans og allt það, en þegar maður er búinn að leggja svona mikið á sig og fara alveg eftir öllum leiðbeiningum, þ.á.m. eftir því að hafa ekki áhyggjur af þessum lestri þarna því hann yrði svo auðveldur, og heldur að manni hafi gengið þrælvel að öllu öðru leyti, þá verður maður ógeðslega spældur.
En nú er ég hætt að vera spæld. Fuck this shit það eru að koma jól!
Hey já og ég gleymdi að blogga um ekki-frétt aldarinnar.... Ingibjörg Sólrún drullaðist loksins til að koma út úr skápnum. Þetta er búið að vera svo augljóst valdatafl og yfirveguð afvegaleiðing að það er út í hött að þetta hafi einhvern tímann verið frétt. Illa launar Ingibjörg kjósendum sínum atkvæðin í vor, sem án efa hafa verið 75% vegna hennar persónulegu hæfileika en ekki vegna tiltrúr kjósenda á þetta safn[haug?] flokkabrota sem hún hefur leitt hér í borginni. Hún er búin að vera eins og einhver mamma hérna segjandi unglingum að víst sé jólasveinninn til, sjáðu bara hvað þú fékkst í skóinn! Nema að unglingarnir vita að hann er ekki til og enginn hefur fengið neitt í skóinn hérna. Yfirgefi Ingibjörg borgina, eru svikin fullkomnuð, þá er hún búin að vera stjarnan í bíómyndinni, sem allir mæta í bíó út af, en er drepin á fyrstu 5 mínútunum - og eftir standa aumir statistar sem kunna illa línurnar sínar. Ég er fúl yfir þessu, en ég væri brjáluð ef ég hefði kosið Ingibjörgu og dvergana sjö.
:: geimVEIRA:: kl. 12:06:: [+] ::
...
Le stigspróf Dagurinn í gær var mjög góður. Ég fékk frí úr vinnunni út af stigsprófinu, svo ég gat sofið út og farið vel með mig fyrir prófið. Náði að syngja öll lögin mín yfir og reyna endanlega að negla texta og form laganna og síðan ákvað ég algerlega að hætta að hugsa um þetta. Fór í eilífðarsturtu og dundaði mér við að mála mig í rólegheitum, síðan bjó ég mér til cappuchino, drakk það í gúddí fílíng og lagði af stað inn í FÍH. Prófin höfðu aðeins tafist svo það varð tæplega klukkutími sem ég sat og spjallaði við hina prófapæjurnar. Sumir voru stressaðir en sem betur fer varð ekkert svona smitandi stress sem fór í gang, enda hefði ég þá farið og beðið úti í bíl, því ég var eitthvað svo innilega róleg og hlakkaði meira að segja bara til prófsins, hefði ekki viljað láta stress annarra skemma coolið mitt. Ég var barasta ótrúlega sátt við næstum allt prófið. Fyrst voru söngæfingar, síðan skalar, síðan söng ég tvö lög og allt gekk þetta bara frábærlega vel, en síðasti hluti prófsins (sem ég hafði minnstar áhyggjur haft af því það átti að vera mjög auðvelt) nótnalesturinn gekk ömurlega hjá mér, enda æfingin helmingi lengri en mér hafði verið sagt að hún yrði og miklu miklu erfiðari, svo ég var meira að segja alltaf að missa frá mér grunntóninn og svoleiðis steypu, en mér gekk bara það vel með hitt að ég er að vona að þetta hafi ekki alveg eyðilagt allt fyrir mér. Allavega var ég í það heila bara sátt og ákvað að fara bara og fá mér eitthvað gott í gogginn á eftir. Ég ákvað að splæsa bara á mig purusteik á Jómfrúnni svona í tilefni dagsins. Þar sat ég með DV og Pepsí og lét fara vel um mig. Þegar ég var að verða búin að borða, sá ég alveg frábært atriði, það er svona skápur eins og fataskápur við innganginn, sem ég hef eiginlega aldrei tekið eftir fyrr en ég beið eftir borði, þegar kona ætlaði að hengja af sér kápuna sína og opnaði skápinn, en þetta er ekki hugsað sem fataskápur virðist vera og ég gat bent henni á fatahengi rétt hjá. Nema hvað að ég horfi eitthvað í áttina að inngangnum þegar ég er að borða og þá er inni í skápnum einn þjónninn á Jómfrúnni eitthvað að baksa og síðan horfði hann svona út úr skápnum yfir salinn og fór aftur inn í skápinn og horfði síðan aftur út og yfir salinn, síðan kom hann út, og þá akkúrat sá þjónninn mig hlæjandi þarna og fattaði hvað þetta var fyndið, og kom til mín og ég spurði hvort hann væri þá kominn út úr skápnum bara og hann játti því og hló. Þá er greinilega dimmer á ljósin í salnum þarna inni í skáp, hann var alltaf að kíkja hvort þetta væri orðið fínt. Ef maður hefði séð þetta sem stuttmynd, hefði þetta verið eins og eitthver hallærisleg táknræna fyrir "að koma út", ógeðslega fyndið. Þegar ég var búin að borða kom þessi sami þjónn og færði mér eplatertu "on the house", þetta var alveg brill endir á þessari frábæru máltíð og ég fór trallandi út í rigninguna.
Ég á að fá einkunn úr stigsprófinu í dag. Ég fer í tvö próf í kvöld og síðan er skólinn búinn í ár! Vinna á morgun og síðan jólafrí til 30.desember (jibbííí).
Mig langar að eiga 3 systkini til að geta spilað almennileg spil um jólin. Ætli þetta nýja Leonardo spil þarna sé fyrir bara þrjár hræður? Mig langar í Pictionary, oh.... eina spilið sem ég er góð í og ég get aldrei spilað það.
:: geimVEIRA:: kl. 10:19:: [+] ::
...
:: þriðjudagur, desember 17, 2002 ::
Ég fann á netinu alveg guðdómlega fallegt myndasafn Ragnars Th. Sigurðssonar - Arctic Images Það er alveg hægt að gleyma sér þarna inni, rosalega á hann flottar myndir.
Þessi dagur er búinn að vera agalega lengi að líða eitthvað úff.
Ég ákvað að stressa mig ekki meira á lögunum mínum, ég verð bara að láta vaða. Það er síðasti söngtími fyrir próf á eftir og ég get ekki beðið eftir að ljúka þessu öllu af.
:: geimVEIRA:: kl. 14:05:: [+] ::
...
Bloggið hjá Garpi minnti mig á ótrúlegt andrúmsloft sem getur verið í smábæjum, þar sem kjaftakerlingar vaða uppi með lygasögur og stæla. Ég hef búið í smábæ og kynnst svonalöguðu af eigin raun og alltaf verður mér jafnilla við þegar ég heyri um upplognar sögur þessara einstaklinga sem ekki eiga sér líf og geta ekki séð líf annarra í friði.
Ég skil til dæmis ekki hvernig óléttur eða ó-óléttur koma nokkrum sköpuðum manni við nema nánustu fjölskyldu viðkomandi og þegar viðkomandi kærir sig um að dreifa þannig upplýsingum. Þessi forvitni og alveg yfir í rætni er með ólíkindum, þegar ungt par fær ekki frið t.d. fyrir endalausum spurningum og pælingum, mér finnst það til dæmis svakalega ókurteist að gala yfir fjölskylduboð: "Hvenær áttu að eiga?" við konu, sem kannski hefur bara bætt við sig smá aukakílóum - svaka gaman fyrir hana að láta beina athygli allra viðstaddra að þeirri staðreynd, eða hvað? Jújú nýir fjölskyldumeðlimir þykja gleðifréttir og ekkert að því, en mér dettur bara alltaf í hug a) Konan sem er að reyna að verða ólétt og þráir ekkert heitar og þarf síðan að vera útskýra að hún sé það ekki - talk about rubbing it in. b) Konan sem er búin að missa fóstur 5 sinnum á 5 árum og á nógu erfitt með að sjá börn út á götu hvað þá að verða að sverja af sér óléttu í tíma og ótíma, þegar hún kannski er nýbúin að missa fóstur. c) Konan sem gengur 7 mánuði og lendir í fósturláti og þarf að fara í keisara eða fæða dáið barn og er enn með maga og allt þegar básúnað er á hana "Víst ertu ólétt, víst ertu ólétt!" af fólki sem kemur bara nákvæmlega ekkert við öll sjúkrasagan, svo ómögulegt er að sleppa þægilega út úr svonalöguðu fyrir konuna. d) Konan sem á 5. mánuði þurfti að láta eyða fóstri vegna vansköpunar.
Það eru nákvæmlega þessi atriði sem allir eiga að hafa í huga þegar þeir ætla að trampa á einkalífi fólks, eða þegar þeir starta kjaftasögum um svona hluti. Ég var að lesa brilliant blogg Æsu en í einni færslunni lýsir hún búðarferð og blaðrandi búðarkonu sem fer að inna hana eftir því hvað "hún hefði átt" eftir að hún segir óléttu hafa breytt líkama sínum:
"...þegar ég sagði henni að þegar ég var ófrísk þá hefðu brjóstin á mér stækkað í Dolly-size og væru ekkert á leiðinni í sínar venjulegu ungmeyjar B skálar aftur. Hún var voða glöð og sagði mér frá því að þegar hún var ólétt þá hefði hún lent í því sama og blablabla.. Svo spjallaði hún aðeins um litla sæta strákinn sinn og spurði svo...og hvað áttiru? Ég sagði sem var að litla barnið hefði dáið í móðurkviði og ég sæti aðeins eftir með risastór brjóst og erfittaðlosnaviðbumbu. Hún ætlaði niðurúr gólfinu greyið og gaf mér endalausan afslátt."
Það vildi ég að smábæjarslúðurkerlingapakkið lenti allt í að fá svona blauta tusku framan í sig - þá kannsi myndi það hætta að haga sér svona eins og fífl.
:: geimVEIRA:: kl. 11:45:: [+] ::
...
Ég er í Barbiebleikri peysu dauðans.
:: geimVEIRA:: kl. 10:26:: [+] ::
...
Prófin gengu svona allt í lagi held ég, tónheyrnarprófið var ekki eins erfitt og ég var hrædd um, hljómfræðiprófið var svipað og ég átti von á. Eitt alveg fráhábært, verklegi hluti tónheyrnarprófsins verður eftir jól (JIBBÍ!) ég var ekkert smá fegin að heyra það, því allt púðrið fer í stigsprófið sem er á morgun. Snilldarsaga af Gunna Hrafns að kenna hljómfræði og það var búið að vera að tala mikið um tónbil og hljómauppbyggingu:
Í stofunni sem hún er kennd í eru tvö píanó út frá sama horninu í stofunni og eitt sinn gekk hann alvarlegur upp að þeim, sló helling af nótum með báðum höndum, og lyfti síðan öðrum fæti og sló helling af nótum með honum, og spurði síðan: "Jæja krakkar, hvaða tónbil er þetta?" Við öll glottandi eða hlæjandi vissum það náttúrulega ekki. "Jú, þetta er klessund".
:: geimVEIRA:: kl. 10:07:: [+] ::
...
:: mánudagur, desember 16, 2002 ::
Já og ég hitti gamlan söngkennara og kórstjórann minn úti í bókabúð og þar sá ég líka Árna Snævarr gamla að kaupa jóladót og stríða afgreiðslustúlkunni smá út af því að hún var með jólasveinahúfu. Henni fannst greinilega ekki mjög fyndið þegar hann spurði hvaða jólasveinn hún væri. Stelpan sem ekki hefur haft hugmynd um hvaða snillingur var að stríða henni, var samt bara sæmilega hress við karlinn.
:: geimVEIRA:: kl. 15:30:: [+] ::
...
Það var stuð á jóladjamminu á föstudaginn, þótt ég yrði að vera überþæg og fara heim um miðnætti út af tónleikunum. Það gekk svona la la á þeim, ekki nærri því jafnvel og á þriðjudaginn. Tempo-ið var ekki á hreinu hjá trommaranum og þar að auki var söngmækurinn og monitorinn allt úr línu, svo ég byrjaði að syngja heyrandi ekki neitt að ráði í mér, og þurfandi að færa mækinn og nóturnar eins og bjáni eftir að ég var byrjuð. Allavega lét ég þetta setja mig alltof mikið úr stuði. Þetta var engin hörmung neitt, en mig langaði svo að þetta yrði svona fínt og grúví eins og á þriðjudaginn, oh well.
Eftir tónleikana náði ég að læra heima og undirbúa nóturnar mínar fyrir stigsprófið á miðvikudaginn, síðan gafst ég alveg upp á þessu og eldaði mér hörpudisk og fékk mér hvítvín með, og fór bara að jólast. Hengdi upp jólaseríur og fór síðan að tölvast fram eftir nóttu. Mér tókst loksins að ná skrifaranum mínum alveg inn aftur, svo ég get loksins farið að hreinsa út af harða disknum (til þess að fylla hann meira).
Ég er að fara í tvö próf í dag, í hljómfræði og tónheyrn. Ég er frekar mikið lost í hljómfræðinni hvað varðar að útlista hvað hitt og þetta þýðir (það verða ritgerðaspurningar einhverjar), en ég er svona sæmileg annars. Ég lærði heima í gær í því, gróf upp gamalt lag og hljómgreindi til að æfa mig, og það gekk ótrúlega vel. Þegar prófin í dag eru búin á ég þrjú próf eftir, stigspróf dauðans, og síðan verkleg próf í hljómfræði og tónheyrn. Mér líst ágætlega á hljómfræðiprófið en illa á hitt. Ég má ekki við því að missa tíma til æfinga fyrir stigsprófið, svo tónheyrnin hefur orðið svakalega mikið og lengi útundan.
Jólafrí eftir 4 daga! Jibbí!
Það sem alla stærðfræðiáhugamenn hefur alltaf dreymt um, að heyra pí lesið upp á 18 tungumálum, og á hapsíkord að ógleymdu morsinu:
Upplestur á pí með yfir 42 þúsund aukastöfum. Nokkuð svalt að morsa pí upp á 42.000 aukastafi.
:: geimVEIRA:: kl. 10:49:: [+] ::
...
:: fimmtudagur, desember 12, 2002 ::
Jæja þá getur maður loksins lesið hvað gerðist: Dómur Hæstaréttar vegna bensínsprengjumálsins. Mér finnst þetta nú bara fínn dómur. Það náttúrulega gengur ekki að kasta sprengjum á eitt eða neitt. Þessir strákar vita betur. Verst fyrir þá þegar þá langar með krakkana sína í Disney World eftir 20 ár. Það er enginn smá yfirlýsing sem þarf að gefa þegar maður kemur inn í landið, einhvern veginn dettur mér í hug að bensínsprengjukast á sendiráð USA verði ekki álitið léttvægt prakkarastrik, enda málið alvarlegra en svo. Ég er nú bara spæld að Erpur geti verið svona vitlaus, eins og hann virkar ótrúlega skarpur eitthvað oft. Klár strákur en getur greinilega verið nokkuð vitlaus.
:: geimVEIRA:: kl. 17:01:: [+] ::
...
Söngkennarinn minn var að hringja í mig, samspilshópurinn var til í að troða upp á laugardaginn, svo ég syng lagið mitt aftur þá á jólatónleikunum í FÍH.
Semsagt mikið stuð mikið gaman, minn verður að vera mjög mjög þægur á föstudaginn og passa röddina. Þetta er líka helgin sem átti að læra svo mikið... eitthvað þynnast nú plönin út hjá mér held ég. Spurning hvort ég nái að taka til og þrífa smá í kvöld til að létta eitthvað helgina að öðru leyti. Úff, ég fer að fá nett stresskast yfir þessu öllu. Oh well, ég gef skít í skítinn og jólaskraut og seríur, læri þá bara og tek svakalegt tiltektar- og jólakast eftir prófin í skólanum, ég fer í síðasta jólaprófið 19. desember ef allt gengur eftir.
:: geimVEIRA:: kl. 11:40:: [+] ::
...
Lo and behold! Ég fékk á mig sparibuxur í gær eins og ég var að leita að, svo nú þarf ég ekki að vera í gömlu buxunum mínum á morgun sem eru orðnar gegnsæar af ofnotkun. Ég hefði viljað finna líka eitthvað nýtt til að fara í að ofan, þá hefði ég eignast fyrsta nýja sparigallann í 4 ár. En kannski finn ég eitthvað fyrir jól allavega. Ég er að spá í að fara í svartri peysu með svona loðkraga, peysu sem mér finnst vera algjörlega "Karen í Will&Grace"-peysa. Því ég er svo mikið hún innst inni. Fyrir utan alkóhólismann, peningana og röddina, allavega peningana. Allavega held ég að það sé það eina sem ég hef ekki farið þrisvar í áður þegar ég hitti hópinn sem verður á morgun á Jómfrúnni.
:: geimVEIRA:: kl. 10:49:: [+] ::
...
:: miðvikudagur, desember 11, 2002 ::
Furðulegt Mér finnst furðulegt þegar fólk notar erlendar slettur en ber orðin síðan ekki rétt fram, þannig að merkingin gerbreytist. Gott dæmi sem ég heyrði nýlega:
Nota átti orðið "unique" = sérstakur, sem hljómar: "júúníííík" í framburði, en þetta var borið fram: "júnikk", sem í ensku myndi skiljast sem "eunuch" og þýðir geldingur. Ég get alveg dáið úr hlátri þegar ég heyri svona steypu. "Já þessi söngvari er júnikk". Æ greyið geldingasöngvarinn...
:: geimVEIRA:: kl. 11:24:: [+] ::
...
:: þriðjudagur, desember 10, 2002 ::
Þá er ég komin heim. Ég er nokkuð sátt hvernig til tókst á tónleikunum. A.m.k. náðist bara fínasta groove í lagið mitt (loksins/hjúkk) svo úr varð fínasta fínt performance. Ég heyrði líka í fyrsta skipti live í frænku minni Erlu[rokk] og hún var þrælgóð, já og síðan fyrir utan að syngja einar með undirleik sungum við saman eitt lag í kór með fleiri söngspírum. Þetta tókst allt frábærlega vel m.v. að allt var gersamlega á síðustu stundu. Mér var boðið að koma fram á jólatónleikum skólans næsta föstudag, með samspilslagið mitt, sem verður gert ef allir í samspilshópnum komast. Það verður athyglisvert að sjá hvernig það kæmi út, þar sem ég fer á jólagilli með fyrirtækinu mínu á föstudaginn og á svoleiðis eru iðulega ekki drukknir fáir jólabjórar og ekki drukknir fáir snafsar með, ásamt ekki litla jólabakkanum hans Jakobs krúttjómfrúr. Maður verður súperþægur ef af þessu verður.
Já, nú eru semsagt tæpir fjórir tímar í að ég reyni að nauðga ekki mjög mikið laginu sem ég tek á nemendatónleikunum, foreldrar mínir ákváðu að taka nett flipp og skella sér í bæinn af þessu tilefni. Wish me .. uh a broken leg or whatever!
:: geimVEIRA:: kl. 16:19:: [+] ::
...
Æi ok, whatever, ég mislas fréttina smá þarna áðan sem ég flippaði yfir.... Persónuafslátturinn hækkar um kr. 107,- meira en hann hefði annars gert m.v. fyrri ákvörðun, þannig að hann verður 823 kr. meiri á mánuði eftir áramót en fyrir. Ok, ok það er aðeins meiri vit í þeirri fjárhæð... Hvað get ég gert fyrir kr. 823,- í viðbót? Fengið ca einn dag á bílastæði. Jibbí! Fengið ca 4 bjóra. Jibbí! Sent 18 sendibréf. Jibbí.
Ok það er allavega aðeins meira vit í þessum mun. Mér er létt, en er samt drullupissed yfir öllu því sem þessi ríkisstjórn hefur framkvæmt af vanhugsun eða ekki framkvæmt.
:: geimVEIRA:: kl. 15:11:: [+] ::
...
Bitch Please! Þetta er það eina sem ég hef að segja við pólitíkina bakvið það að hækka persónuafsláttinn um 107 krónur á mánuði.
Vá, ég er að deyja ég verð svo rík eftir áramót. Hvað fæ ég fyrir 107 krónur? Ég fæ ca klukkutíma í bílastæði. Jibbí! Ég fæ ca 7 karamellur. Jibbí! Ég fæ ekki einu sinni eina skóreim fyrir þessa fjárhæð. Ekki skil ég hvað þetta á að gefa okkur skattgreiðendum mikið svigrúm, þetta er ekki 1/3 af greiðsluseðlagjaldinu sem margir greiða af hverju láni um hver mánaðarmót.
Þetta er hræsni að halda að okkur muni um þetta, því um leið og þessi endi ríkisins lækkar, hækkar t.d. síminn okkar og áfengisgjöld. Það fer aldrei vel þegar ráðamenn koma fram við kjósendur eins og fífl, síst á kosningavetri.
:: geimVEIRA:: kl. 15:02:: [+] ::
...
Jæja, þá eru tónleikar í kvöld niðrí skóla, ég fer beint í tíma eftir vinnu, síðan í rennsli og síðan eru tónleikarnir. Þar sem lagið sem ég tek, hefur ekki verið að virka að mínu mati á æfingum er ég ekki alveg óstressuð. Þetta vonandi smellur saman bara þarna á rennslinu fyrir tónleikana.
Ég náði að setja upp jólaseríu á svalirnar í gærkvöldi, rifjaðist upp að það bilaði einmitt í fyrra önnur serían (well þær eru tvær reyndar) svo í bili eru bara hvít ljós, en engin rauð með. Ætli maður endi ekki með því enn einu sinni, að punga út fyrir enn einni seríunni, þá eru þær orðnar 4 á 3 árum sem farið hafa á svalirnar, því eitt árið var allt gallað og í rugli.
Kannski maður nái því að skella annarri upp í glugga í kvöld og klára þetta um helgina.
Aldrei að vita.
:: geimVEIRA:: kl. 12:06:: [+] ::
...
:: mánudagur, desember 09, 2002 ::
Ég tók mest lame próf ever, íslenskt próf sem segir manni hvaða bloggari maður er (annar en maður sjálfur þá væntanlega). Þar sem ein augljós samsvörun birtist varð ég að birta niðurstöðuna.
Þú ert
AsaEin
Þú ert fjörug og finnst fátt skemmtilegra en að fara í prumpukeppni og kúka meðan kærastinn þinn tannburstar sig
Nei sko!? Kennarinn minn var að senda sms um frestun prófs sem átti að vera í dag þar sem hann er veikur. Æ greyið hann, en JIBBÍ! Þetta var fullkomin tímasetning á prófsfrestun. Það er svo margt annað sem ég get gert við tímann í kvöld.
:: geimVEIRA:: kl. 13:40:: [+] ::
...
Jæja, þá er enn einn mánudagurinn kominn. Ég fór á laugardaginn í strípur og endaði síðan niður á Jómfrúnni í fjölskylduhittelsi þar. Maturinn þar klikkaði ekki frekar en vanalega og þjónustan var frábær, eins og reyndar alltaf, og endaði með því að setið var þar fram á kvöld, þetta urðu margir jólabjórar og nokkrir snafsar, en mjög ljúft og gaman.
Í dag fer ég í fyrri hluta tónheyrnarprófs og þarf líka að skila inn ritgerð fyrir söngvinnubúðir. Það er svo stórt spurt í efni hennar að það virkar allt sem ég skrifaði í gær sem útúrsnúningur eða væmið rugl. Ég ætla að snyrta hana í hádegismatnum og reyna að loka henni betur en ég var búin að gera, því sá endir sökkaði. Mikið ofboðslega er gott að þurfa ekki oft að standa í svona ritgerðasmíð, ég hef alltaf verið svona "kjaftafagaheft" og það hefur ekkert breyst sýnist mér. En maður er kannski kominn í smá "bullshit-making" þjálfun hér inni, allavega vall upp úr mér vitleysan í gær.
Í gær var engin þynnka, en leti dauðans. Engar jólaseríur, ég er að hugsa um að setja tölvuskjái út í glugga með þessari fínu fínu seríu.
Jæja, ég fór út á Kaffibrennslu og fékk mér súpu í hádeginu, og splæsti á mig cappuchino til að vekja mig upp aðeins, ég fór svo seint að sofa. Það eru ýmis blöð og tímarit þarna og þegar ég var búin að fletta í gegnum Moggann og DV ákvað ég að kíkja á Bleikt&Blátt, í fyrsta skipti í líklega 6 ár eða meira. Og það er óhætt að segja að blaðið hefur MIKIÐ breyst. Þarna sat ég með minn kaffibolla og sá hverja píkuna á fætur annarri og hasarkroppa á myndunum, en einnig mjög fjölbreytt efni t.d. viðtal við Davíð Þór fyrrum ritstjóra blaðsins, þetta er orðið miklu veglegra blað en í gamla daga, mun grófara samt og sýndist mér allavega myndefnið nær einvörðungu hugsað fyrir karla/lesbíur. Ég kíki kannski síðar á þetta betur, las þetta nú ekki vel og mikið þarna á kaffihúsinu enda svona kannski óþægilegt að stara ofan í útglennt dömuklof svona í hádeginu, en þetta virtust allavega vel teknar myndir og vandað til verks - merkilegt þætti mér samt að vita hvernig íslensku stelpurnar sem koma þarna fram fíla að fara síðan að fá komment frá vinum litla bróður, eða perralegum fjarskyldum frændum í næsta jólaboði á myndirnar. Ef þær fíla að láta taka af sér myndir og svona, allt í lagi með það þetta eru svakaflottar stelpur, en þetta er bara svo lítill markaður, maður fer bara að spá hvort þetta sé ekki alveg ferlegt.
Það eru komin voðasæt furutré í pottum á Lækjartorgið, gaman að sjá hvað þau fá að vera lengi í friði. Ég er enn ekki komin með jólaseríurnar upp heima, svo þessi kemur bara enn og aftur.
Rigning og rok Það er svo vont veður hérna núna. Ég fór að kaupa mér hádegismat, og það var ekki nóg með að það rigni ofan frá, beint á hlið og á ská, heldur fýkur upp úr pollunum á mann líka. Ég fékk svaka gusu bara fljúgandi á mig. Eina góða við þetta veður er að það er ekki samhliða frosti - þetta væri brjálaður snjóbylur annars.
Mér tókst að krassa báðum tölvunum trekk í trekk í gær og ég er ekki viss hvernig ég fór að því, það er ekki nógu gott. Ég verð að reyna að kíkja á þetta í kvöld eftir skólann.
Í gær sótti ég tölvuna áður en ég fór í söngtíma. Í fyrradag náði ég loksins loksins að læra á almennilegt nótnaskriftarforrit, svo ég gat hent upp transpóneringu og komið með í söngtímann. Það gekk vel í tímanum, meira að segja fékk ég hrós sem mér þótti vænt um að heyra frá undirleikaranum og kennaranum, varðandi að ég hlustaði og gæfi þannig færi á flæði, þar sem ég var einmitt að reyna að gera þetta (enda alveg bráðnauðsynlegt að vera ekki bara eins og geit út á haga aleinn og síðan píanistinn aleinn líka og enginn samhljómur) var frábært að það virkaði flott. Við negldum 2 lög í viðbót fyrir próf, svo mér líður strax aðeins betur með það allt saman.
Já og með tölvuna sko, þá er tölvan mín gersamlega fallin í skuggann af þeirri nýju, ég er svo mikið tækjafrík að ég verð að losna við þessa vél sem fyrst af mínu heimili, annars fer ég að kaupa Crazy Glue og festa hana hjá mér. Agalega flottur skjárinn sko, I want one, I want one!! Já og hraðinn og allt bara, djúsí.
Mig er farið að skorta alvarlega að fá jólaljósin upp heima hjá mér, en hef væntanlega ekki tíma alveg strax til að vinda mér í þau, þessi ljós verða að duga mér í bili.
Já, og ma&pa keyptu tölvu fyrir helgi, sem afhendast átti í dag. En hún verður ekki til fyrr en á morgun.
Ég nenni ekki að röfla yfir þessu... þetta talar fyrir sig sjálft. Urr.
:: geimVEIRA:: kl. 15:45:: [+] ::
...
Já og adsl-ið mitt fór ekki að virka fyrr en í morgun fyllilega, en töf til laugardagseftirmiðdags (frá því á þriðjudaginn var) skrifast á Landsímann og fram til í dag á rangar leiðbeiningar sem fylgdu módeminu mínu.
Ég segi það og skrifa að ég mun fara úr fastlínu Landsímans um leið og ég get.
En gaurinn sem ég dílaði við í bilanadeildinni hjá þeim á föstudaginn var, hann var samt mjög fínn, ekkert upp á hann að klaga sko.
:: geimVEIRA:: kl. 12:34:: [+] ::
...
Planið fór til fjandans, þegar ég pakkaði saman og fór út á land í heimsókn til foreldranna. Það var mjög fínt, en ennþá er kofinn í drasli og engin jólaljós komin upp eða neitt.
Ég á ekki orð yfir Ástþóri ruglukolli, núna hefur hann tekið upp á því að spamma allt og alla, pabbi minn fékk 45 junkmail frá gaurnum og tepptist pósthólfið svoleiðis að hann fékk fyrst í dag e-mail sem ég sendi honum á föstudaginn var. Ástþór er ófriðarseggur, hann er óféti að spamma svona, hann veit að þetta má ekki og hann er að brjóta reglur með þessu hátterni, reglubrot skapa ófrið. Hann hefur fengið að ganga upp í vitleysunni nógu lengi, gott á hann að vera rannsakaður í þaula, það er ekki eðlilegt hvernig hann hagar sér, tjón vegna spamsendinga hans einungis fer að hlaupa á milljónum, að ekki sé talað um tjón vegna hryðjuverkahótana hans eða "aðvarana" eða hvað hann kallaði það.
Það varð að benda Ástþóri á að þegar þú skrifar á klósett í flugvél "Það er sprengja í flugvélinni" þá ber að sjálfsögðu að líta á það sem hótun en ekki aðvörun. Jú jú, terroristinn gæti verið að "vara við" sprengjunni, en þetta er svipað og að segja ógnandi "ég er með hníf" um leið og þú segir fólki að haga sér á einn eða annan hátt. Slíkt er hótun í eðli sínu, því þar er tilkynnt um viðurvist vopna og slíkt vald hafa einungis útvaldir heimild til að básúna, einungis þeir sem til þess vopnaburðar hafa tilskilin leyfi, ástæðu og nauðsyn. Ástþór hefur ekkert vald, enga nauðsyn og engin leyfi til að hræða saklausa borgara, með sínum annarlega tilgangi sem hann kallar friðarboðskap, en á merkilega oft svo lítið sameiginlegt með friði, það að valda borgaralegum ótta að ósekju er að stuðla að ófriði.
:: geimVEIRA:: kl. 12:13:: [+] ::
...