| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: föstudagur, desember 06, 2002 :: Jæja, ég fór út á Kaffibrennslu og fékk mér súpu í hádeginu, og splæsti á mig cappuchino til að vekja mig upp aðeins, ég fór svo seint að sofa. Það eru ýmis blöð og tímarit þarna og þegar ég var búin að fletta í gegnum Moggann og DV ákvað ég að kíkja á Bleikt&Blátt, í fyrsta skipti í líklega 6 ár eða meira. Og það er óhætt að segja að blaðið hefur MIKIÐ breyst. Þarna sat ég með minn kaffibolla og sá hverja píkuna á fætur annarri og hasarkroppa á myndunum, en einnig mjög fjölbreytt efni t.d. viðtal við Davíð Þór fyrrum ritstjóra blaðsins, þetta er orðið miklu veglegra blað en í gamla daga, mun grófara samt og sýndist mér allavega myndefnið nær einvörðungu hugsað fyrir karla/lesbíur. Ég kíki kannski síðar á þetta betur, las þetta nú ekki vel og mikið þarna á kaffihúsinu enda svona kannski óþægilegt að stara ofan í útglennt dömuklof svona í hádeginu, en þetta virtust allavega vel teknar myndir og vandað til verks - merkilegt þætti mér samt að vita hvernig íslensku stelpurnar sem koma þarna fram fíla að fara síðan að fá komment frá vinum litla bróður, eða perralegum fjarskyldum frændum í næsta jólaboði á myndirnar. Ef þær fíla að láta taka af sér myndir og svona, allt í lagi með það þetta eru svakaflottar stelpur, en þetta er bara svo lítill markaður, maður fer bara að spá hvort þetta sé ekki alveg ferlegt.
|
|