[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Jæja, þá er enn einn mánudagurinn kominn. Ég fór á laugardaginn í strípur og endaði síðan niður á Jómfrúnni í fjölskylduhittelsi þar. Maturinn þar klikkaði ekki frekar en vanalega og þjónustan var frábær, eins og reyndar alltaf, og endaði með því að setið var þar fram á kvöld, þetta urðu margir jólabjórar og nokkrir snafsar, en mjög ljúft og gaman.
Í dag fer ég í fyrri hluta tónheyrnarprófs og þarf líka að skila inn ritgerð fyrir söngvinnubúðir. Það er svo stórt spurt í efni hennar að það virkar allt sem ég skrifaði í gær sem útúrsnúningur eða væmið rugl. Ég ætla að snyrta hana í hádegismatnum og reyna að loka henni betur en ég var búin að gera, því sá endir sökkaði. Mikið ofboðslega er gott að þurfa ekki oft að standa í svona ritgerðasmíð, ég hef alltaf verið svona "kjaftafagaheft" og það hefur ekkert breyst sýnist mér. En maður er kannski kominn í smá "bullshit-making" þjálfun hér inni, allavega vall upp úr mér vitleysan í gær.
Í gær var engin þynnka, en leti dauðans. Engar jólaseríur, ég er að hugsa um að setja tölvuskjái út í glugga með þessari fínu fínu seríu.