[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Það er frekar hundfúlt að kaupa jólagjafir tímanlega, ég gerði það í ár og það er eiginlega svoldið súrt að hafa ekkert beint tilefni til að fara í stemminguna niðrí bæ. Ég tók massamikið til í gær og ryksugaði aðeins, núna á ég eftir að klára að ryksuga og skúra síðan pleisið. Ég ætla samt að reyna að komast niðrí bæ aðeins á eftir með fjölskyldunni.
Draumfarir Mig dreymdi alveg massíva steypu. Þá var verið að kynna mig fyrir einhverjum stelpum sem ég hef aldrei séð og farið var í bíltúr út á land nema að ég og hundur duttum út úr bílnum, síðan var ég komin í Hagkaup í Kringlunni og hitti þar hljómfræðikennarann minn sem sagðist vera búinn að reyna að ná í mig alveg í 2 daga, þá hafði hann bent á mig út af einhverju verkefni, síðan var ég komin í þetta verkefni, þá var það sko að spila undir á píanó á einhverjum tónleikum (og þessar stelpur úr bílnum höfðu þá verið að vinna eitthvað í þeim) og mér leist nú eiginlega ekkert á það, enda var bara lagið byrjað og ég kann ekkert á píanó, well hljómborð actually og ég var komin baksviðs, þá heyrði ég byrjun á lagi sem ég þekkti og fór að hugsa "No way"... og fór fram, heyrðu þá voru þetta bara Moby-tónleikar, og ég var ekkert smá spæld að hafa spilað undir og gersamlega sökkað og heldur ekkert fattað hvaða tónlist þetta var, og var mikið að spá í hvað hljómfræðikennarinn hafði verið að spá því ég var nýbúin að vera í prófi og hann vissi alveg að ég væri í söng, en ekkert á píanó, en ég vildi samt endilega ná að heyra þetta lag læv og fór hringinn og þá var lagið akkúrat búið og ég mætti tónlistarmönnunum þegar þeir fóru af sviðinu. Síðan man ég að ég var á Brú í svona vegasjoppu, og þá var einhver svaka auglýsing fyrir Moby tónleika á Austfjörðum, nema nöfnin á stöðunum voru bara bull og ég var mikið að spá í hvort karlinn ætlaði að taka netta Sigurrósar stemmingu og vera með tónleika í eyðifjörðum og yfirgefnum stöðum, ég var einmitt að ákveða að tékka hvort ég gæti ekki bara fengið að vera með aftur, en fá þá frekar að syngja sko... þegar bloody ruslakarlarnir vöktu mig með tunnubrölti.
Mér finnst þetta frekar fyndið að dreyma eitthvað frægt fólk, ég hef bara lent í því 5 sinnum ever (þ.e. allavega að muna eftir draumunum), en mig hefur samt áður dreymt Moby, en þá voru massatónleikar IN MY BACKYARD með honum og David Bowie, og ég varð að hleypa þeim inn í stofu (í þessu draumaraðhúsi sem ég átti þarna heima í) því það var svo rosamargt fólk og mikil læti.
Ég er svoldið að spá... mig sem aldrei dreymir yfirhöfuð neitt sem ég man eftir, hefur nú dreymt tónleika með Moby tvisvar... nei actually þrisvar.... eitt skiptið var hann sko búinn að setja upp tónleika hérna á túninu (sem ekki er til) á Meistaravöllum, mig greinilega langar á tónleika með karlium. Ugh... "draumatónleikarnir" bara. Reyndar spurning hvort maður æfi sig á píanó og reyni að vera með bara..... whahahahahha.
Það eru einhverjir nágrannar mínir að elda skötu dauðans núna, lyktin er svo sterk að hálf íbúðin mín er orðin undirlögð, ég fór fram á gang áðan og það hreinsuðust á mér nasaholurnar af "ilminum". Spurning að ná sér í blaut handklæði og þétta meðfram hurðakörmunum.
:: geimVEIRA:: kl. 12:49:: [+] ::
...