:: Þvaðurveita geimVEIRU ::

Fyrsta tölva geimVEIRU - Sinclair ZX Spectrum 48K
Þvaðurveita Reykjavíkur og nágrennis
- Þ R O N -
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina |
[::..Andlega óvanheila veðrabeibið..::]
Hin stelpan varð úti - enda allt of heimsk til að mega vera hérna, þessi er með viti.
[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs samþykkis höfundar...::]
[::..Gamalt þvaður..::]
október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 desember 2006 janúar 2007 febrúar 2007 mars 2007 júlí 2007 ágúst 2007 október 2007 nóvember 2007 janúar 2008 febrúar 2008 mars 2008 apríl 2008 maí 2008 júní 2008 júlí 2008 október 2008 desember 2008 nóvember 2010
[::..Tempus fugit..::]
[::..Blogg gæðafólks sem ég hef hitt..::]
:: Bulld0zer::
:: ErlaROKK::
:: Sandkastalinn::
:: Skonrokk::
:: Hafdís::
:: Kjartan::
:: Señor Diaz::
:: Stína::
:: María::
:: Sigginn::
:: Erna og Murder the Exterminator::
:: Atli::
:: Steini::
:: Snerillinn::
[:: geimVEIRA í Southpark ::]
[::..Þétt tónlistardýr..::]
:: Jóel Pálsson::
:: Tómas R. Einarsson::
[::..Frábær lög vina og kunningja..::]
:: You Turn
:: Gengið á gufununum
[::..Annað tengt tónlist..::]
:: Berklastofnunin::
:: DiSK hjá Digidesign::
:: Múlinn::
:: Taktmælir::
:: Netverslun audioMIDI.com::
:: Pandora::
:: Nokkur lög með hljómum::
:: Slatti af lögum á midi::
:: Samplsaga::
:: Trompetsólóasíða::
:: Sheetmusic Direct::
:: Netverslun Music123.com::
:: Nótnapapprsblöð::
:: Real bækur::
[::..Skemmtileg blogg fólks sem ég þekki ekki..::]
:: Richard Melville Hall::
:: Katrin.is M.Sc.::
:: D.Þ.J.::
:: Þórdís Nadia::
:: Dr. Gunni::
:: Trigger XLII::
:: Hvað hugsar Albert?::
:: Bedda::
:: Frábæri ljósmyndarinn::
:: Unnur::
:: Sverrir::
:: Elsa::
:: tóta með litlum staf::
[::..Ýmsar ágætar síður..::]
:: Mogginn á netinu::
:: VCD leiðbeiningar::
:: Afbollunarvefur::
:: Íslensk orðabók::
:: Gargandi snilld::
:: Vírusalistar::
:: NASA::
:: Π::
:: Vírusa- og glufuleit::
:: geimSKONSUR::
:: Persónuleikapróf::
:: RSS fréttaþjónusta mola.is::
:: Nafnlausar játningar::
[::..Hringavitleysa..::]
Vefhringur
< ? iCeBloG # >

:: fimmtudagur, desember 19, 2002 ::

Le stigspróf
Dagurinn í gær var mjög góður. Ég fékk frí úr vinnunni út af stigsprófinu, svo ég gat sofið út og farið vel með mig fyrir prófið. Náði að syngja öll lögin mín yfir og reyna endanlega að negla texta og form laganna og síðan ákvað ég algerlega að hætta að hugsa um þetta. Fór í eilífðarsturtu og dundaði mér við að mála mig í rólegheitum, síðan bjó ég mér til cappuchino, drakk það í gúddí fílíng og lagði af stað inn í FÍH. Prófin höfðu aðeins tafist svo það varð tæplega klukkutími sem ég sat og spjallaði við hina prófapæjurnar. Sumir voru stressaðir en sem betur fer varð ekkert svona smitandi stress sem fór í gang, enda hefði ég þá farið og beðið úti í bíl, því ég var eitthvað svo innilega róleg og hlakkaði meira að segja bara til prófsins, hefði ekki viljað láta stress annarra skemma coolið mitt. Ég var barasta ótrúlega sátt við næstum allt prófið. Fyrst voru söngæfingar, síðan skalar, síðan söng ég tvö lög og allt gekk þetta bara frábærlega vel, en síðasti hluti prófsins (sem ég hafði minnstar áhyggjur haft af því það átti að vera mjög auðvelt) nótnalesturinn gekk ömurlega hjá mér, enda æfingin helmingi lengri en mér hafði verið sagt að hún yrði og miklu miklu erfiðari, svo ég var meira að segja alltaf að missa frá mér grunntóninn og svoleiðis steypu, en mér gekk bara það vel með hitt að ég er að vona að þetta hafi ekki alveg eyðilagt allt fyrir mér. Allavega var ég í það heila bara sátt og ákvað að fara bara og fá mér eitthvað gott í gogginn á eftir. Ég ákvað að splæsa bara á mig purusteik á Jómfrúnni svona í tilefni dagsins. Þar sat ég með DV og Pepsí og lét fara vel um mig. Þegar ég var að verða búin að borða, sá ég alveg frábært atriði, það er svona skápur eins og fataskápur við innganginn, sem ég hef eiginlega aldrei tekið eftir fyrr en ég beið eftir borði, þegar kona ætlaði að hengja af sér kápuna sína og opnaði skápinn, en þetta er ekki hugsað sem fataskápur virðist vera og ég gat bent henni á fatahengi rétt hjá. Nema hvað að ég horfi eitthvað í áttina að inngangnum þegar ég er að borða og þá er inni í skápnum einn þjónninn á Jómfrúnni eitthvað að baksa og síðan horfði hann svona út úr skápnum yfir salinn og fór aftur inn í skápinn og horfði síðan aftur út og yfir salinn, síðan kom hann út, og þá akkúrat sá þjónninn mig hlæjandi þarna og fattaði hvað þetta var fyndið, og kom til mín og ég spurði hvort hann væri þá kominn út úr skápnum bara og hann játti því og hló. Þá er greinilega dimmer á ljósin í salnum þarna inni í skáp, hann var alltaf að kíkja hvort þetta væri orðið fínt. Ef maður hefði séð þetta sem stuttmynd, hefði þetta verið eins og eitthver hallærisleg táknræna fyrir "að koma út", ógeðslega fyndið. Þegar ég var búin að borða kom þessi sami þjónn og færði mér eplatertu "on the house", þetta var alveg brill endir á þessari frábæru máltíð og ég fór trallandi út í rigninguna.
Ég á að fá einkunn úr stigsprófinu í dag. Ég fer í tvö próf í kvöld og síðan er skólinn búinn í ár! Vinna á morgun og síðan jólafrí til 30.desember (jibbííí).
Mig langar að eiga 3 systkini til að geta spilað almennileg spil um jólin. Ætli þetta nýja Leonardo spil þarna sé fyrir bara þrjár hræður? Mig langar í Pictionary, oh.... eina spilið sem ég er góð í og ég get aldrei spilað það.

:: geimVEIRA:: kl. 10:19:: [+] ::
...

This 

page is powered by Blogger. Isn't yours?