| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: þriðjudagur, desember 10, 2002 :: Þá er ég komin heim. Ég er nokkuð sátt hvernig til tókst á tónleikunum. A.m.k. náðist bara fínasta groove í lagið mitt (loksins/hjúkk) svo úr varð fínasta fínt performance. Ég heyrði líka í fyrsta skipti live í frænku minni Erlu[rokk] og hún var þrælgóð, já og síðan fyrir utan að syngja einar með undirleik sungum við saman eitt lag í kór með fleiri söngspírum. Þetta tókst allt frábærlega vel m.v. að allt var gersamlega á síðustu stundu. Mér var boðið að koma fram á jólatónleikum skólans næsta föstudag, með samspilslagið mitt, sem verður gert ef allir í samspilshópnum komast. Það verður athyglisvert að sjá hvernig það kæmi út, þar sem ég fer á jólagilli með fyrirtækinu mínu á föstudaginn og á svoleiðis eru iðulega ekki drukknir fáir jólabjórar og ekki drukknir fáir snafsar með, ásamt ekki litla jólabakkanum hans Jakobs krúttjómfrúr. Maður verður súperþægur ef af þessu verður.
|
|