| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: miðvikudagur, desember 04, 2002 :: Í gær sótti ég tölvuna áður en ég fór í söngtíma. Í fyrradag náði ég loksins loksins að læra á almennilegt nótnaskriftarforrit, svo ég gat hent upp transpóneringu og komið með í söngtímann. Það gekk vel í tímanum, meira að segja fékk ég hrós sem mér þótti vænt um að heyra frá undirleikaranum og kennaranum, varðandi að ég hlustaði og gæfi þannig færi á flæði, þar sem ég var einmitt að reyna að gera þetta (enda alveg bráðnauðsynlegt að vera ekki bara eins og geit út á haga aleinn og síðan píanistinn aleinn líka og enginn samhljómur) var frábært að það virkaði flott. Við negldum 2 lög í viðbót fyrir próf, svo mér líður strax aðeins betur með það allt saman.
|
|