[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Rigning og rok Það er svo vont veður hérna núna. Ég fór að kaupa mér hádegismat, og það var ekki nóg með að það rigni ofan frá, beint á hlið og á ská, heldur fýkur upp úr pollunum á mann líka. Ég fékk svaka gusu bara fljúgandi á mig. Eina góða við þetta veður er að það er ekki samhliða frosti - þetta væri brjálaður snjóbylur annars.
Mér tókst að krassa báðum tölvunum trekk í trekk í gær og ég er ekki viss hvernig ég fór að því, það er ekki nógu gott. Ég verð að reyna að kíkja á þetta í kvöld eftir skólann.