[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Það var stuð á jóladjamminu á föstudaginn, þótt ég yrði að vera überþæg og fara heim um miðnætti út af tónleikunum. Það gekk svona la la á þeim, ekki nærri því jafnvel og á þriðjudaginn. Tempo-ið var ekki á hreinu hjá trommaranum og þar að auki var söngmækurinn og monitorinn allt úr línu, svo ég byrjaði að syngja heyrandi ekki neitt að ráði í mér, og þurfandi að færa mækinn og nóturnar eins og bjáni eftir að ég var byrjuð. Allavega lét ég þetta setja mig alltof mikið úr stuði. Þetta var engin hörmung neitt, en mig langaði svo að þetta yrði svona fínt og grúví eins og á þriðjudaginn, oh well.
Eftir tónleikana náði ég að læra heima og undirbúa nóturnar mínar fyrir stigsprófið á miðvikudaginn, síðan gafst ég alveg upp á þessu og eldaði mér hörpudisk og fékk mér hvítvín með, og fór bara að jólast. Hengdi upp jólaseríur og fór síðan að tölvast fram eftir nóttu. Mér tókst loksins að ná skrifaranum mínum alveg inn aftur, svo ég get loksins farið að hreinsa út af harða disknum (til þess að fylla hann meira).
Ég er að fara í tvö próf í dag, í hljómfræði og tónheyrn. Ég er frekar mikið lost í hljómfræðinni hvað varðar að útlista hvað hitt og þetta þýðir (það verða ritgerðaspurningar einhverjar), en ég er svona sæmileg annars. Ég lærði heima í gær í því, gróf upp gamalt lag og hljómgreindi til að æfa mig, og það gekk ótrúlega vel. Þegar prófin í dag eru búin á ég þrjú próf eftir, stigspróf dauðans, og síðan verkleg próf í hljómfræði og tónheyrn. Mér líst ágætlega á hljómfræðiprófið en illa á hitt. Ég má ekki við því að missa tíma til æfinga fyrir stigsprófið, svo tónheyrnin hefur orðið svakalega mikið og lengi útundan.
Jólafrí eftir 4 daga! Jibbí!