[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Bloggið hjá Garpi minnti mig á ótrúlegt andrúmsloft sem getur verið í smábæjum, þar sem kjaftakerlingar vaða uppi með lygasögur og stæla. Ég hef búið í smábæ og kynnst svonalöguðu af eigin raun og alltaf verður mér jafnilla við þegar ég heyri um upplognar sögur þessara einstaklinga sem ekki eiga sér líf og geta ekki séð líf annarra í friði.
Ég skil til dæmis ekki hvernig óléttur eða ó-óléttur koma nokkrum sköpuðum manni við nema nánustu fjölskyldu viðkomandi og þegar viðkomandi kærir sig um að dreifa þannig upplýsingum. Þessi forvitni og alveg yfir í rætni er með ólíkindum, þegar ungt par fær ekki frið t.d. fyrir endalausum spurningum og pælingum, mér finnst það til dæmis svakalega ókurteist að gala yfir fjölskylduboð: "Hvenær áttu að eiga?" við konu, sem kannski hefur bara bætt við sig smá aukakílóum - svaka gaman fyrir hana að láta beina athygli allra viðstaddra að þeirri staðreynd, eða hvað? Jújú nýir fjölskyldumeðlimir þykja gleðifréttir og ekkert að því, en mér dettur bara alltaf í hug a) Konan sem er að reyna að verða ólétt og þráir ekkert heitar og þarf síðan að vera útskýra að hún sé það ekki - talk about rubbing it in. b) Konan sem er búin að missa fóstur 5 sinnum á 5 árum og á nógu erfitt með að sjá börn út á götu hvað þá að verða að sverja af sér óléttu í tíma og ótíma, þegar hún kannski er nýbúin að missa fóstur. c) Konan sem gengur 7 mánuði og lendir í fósturláti og þarf að fara í keisara eða fæða dáið barn og er enn með maga og allt þegar básúnað er á hana "Víst ertu ólétt, víst ertu ólétt!" af fólki sem kemur bara nákvæmlega ekkert við öll sjúkrasagan, svo ómögulegt er að sleppa þægilega út úr svonalöguðu fyrir konuna. d) Konan sem á 5. mánuði þurfti að láta eyða fóstri vegna vansköpunar.
Það eru nákvæmlega þessi atriði sem allir eiga að hafa í huga þegar þeir ætla að trampa á einkalífi fólks, eða þegar þeir starta kjaftasögum um svona hluti. Ég var að lesa brilliant blogg Æsu en í einni færslunni lýsir hún búðarferð og blaðrandi búðarkonu sem fer að inna hana eftir því hvað "hún hefði átt" eftir að hún segir óléttu hafa breytt líkama sínum:
"...þegar ég sagði henni að þegar ég var ófrísk þá hefðu brjóstin á mér stækkað í Dolly-size og væru ekkert á leiðinni í sínar venjulegu ungmeyjar B skálar aftur. Hún var voða glöð og sagði mér frá því að þegar hún var ólétt þá hefði hún lent í því sama og blablabla.. Svo spjallaði hún aðeins um litla sæta strákinn sinn og spurði svo...og hvað áttiru? Ég sagði sem var að litla barnið hefði dáið í móðurkviði og ég sæti aðeins eftir með risastór brjóst og erfittaðlosnaviðbumbu. Hún ætlaði niðurúr gólfinu greyið og gaf mér endalausan afslátt."
Það vildi ég að smábæjarslúðurkerlingapakkið lenti allt í að fá svona blauta tusku framan í sig - þá kannsi myndi það hætta að haga sér svona eins og fífl.
:: geimVEIRA:: kl. 11:45:: [+] ::
...