| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: fimmtudagur, desember 19, 2002 :: Hey já og ég gleymdi að blogga um ekki-frétt aldarinnar.... Ingibjörg Sólrún drullaðist loksins til að koma út úr skápnum. Þetta er búið að vera svo augljóst valdatafl og yfirveguð afvegaleiðing að það er út í hött að þetta hafi einhvern tímann verið frétt. Illa launar Ingibjörg kjósendum sínum atkvæðin í vor, sem án efa hafa verið 75% vegna hennar persónulegu hæfileika en ekki vegna tiltrúr kjósenda á þetta safn[haug?] flokkabrota sem hún hefur leitt hér í borginni. Hún er búin að vera eins og einhver mamma hérna segjandi unglingum að víst sé jólasveinninn til, sjáðu bara hvað þú fékkst í skóinn! Nema að unglingarnir vita að hann er ekki til og enginn hefur fengið neitt í skóinn hérna. Yfirgefi Ingibjörg borgina, eru svikin fullkomnuð, þá er hún búin að vera stjarnan í bíómyndinni, sem allir mæta í bíó út af, en er drepin á fyrstu 5 mínútunum - og eftir standa aumir statistar sem kunna illa línurnar sínar. Ég er fúl yfir þessu, en ég væri brjáluð ef ég hefði kosið Ingibjörgu og dvergana sjö.
|
|