:: Þvaðurveita geimVEIRU ::

Fyrsta tölva geimVEIRU - Sinclair ZX Spectrum 48K
Þvaðurveita Reykjavíkur og nágrennis
- Þ R O N -
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina |
[::..Andlega óvanheila veðrabeibið..::]
Hin stelpan varð úti - enda allt of heimsk til að mega vera hérna, þessi er með viti.
[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs samþykkis höfundar...::]
[::..Gamalt þvaður..::]
október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 desember 2006 janúar 2007 febrúar 2007 mars 2007 júlí 2007 ágúst 2007 október 2007 nóvember 2007 janúar 2008 febrúar 2008 mars 2008 apríl 2008 maí 2008 júní 2008 júlí 2008 október 2008 desember 2008 nóvember 2010
[::..Tempus fugit..::]
[::..Blogg gæðafólks sem ég hef hitt..::]
:: Bulld0zer::
:: ErlaROKK::
:: Sandkastalinn::
:: Skonrokk::
:: Hafdís::
:: Kjartan::
:: Señor Diaz::
:: Stína::
:: María::
:: Sigginn::
:: Erna og Murder the Exterminator::
:: Atli::
:: Steini::
:: Snerillinn::
[:: geimVEIRA í Southpark ::]
[::..Þétt tónlistardýr..::]
:: Jóel Pálsson::
:: Tómas R. Einarsson::
[::..Frábær lög vina og kunningja..::]
:: You Turn
:: Gengið á gufununum
[::..Annað tengt tónlist..::]
:: Berklastofnunin::
:: DiSK hjá Digidesign::
:: Múlinn::
:: Taktmælir::
:: Netverslun audioMIDI.com::
:: Pandora::
:: Nokkur lög með hljómum::
:: Slatti af lögum á midi::
:: Samplsaga::
:: Trompetsólóasíða::
:: Sheetmusic Direct::
:: Netverslun Music123.com::
:: Nótnapapprsblöð::
:: Real bækur::
[::..Skemmtileg blogg fólks sem ég þekki ekki..::]
:: Richard Melville Hall::
:: Katrin.is M.Sc.::
:: D.Þ.J.::
:: Þórdís Nadia::
:: Dr. Gunni::
:: Trigger XLII::
:: Hvað hugsar Albert?::
:: Bedda::
:: Frábæri ljósmyndarinn::
:: Unnur::
:: Sverrir::
:: Elsa::
:: tóta með litlum staf::
[::..Ýmsar ágætar síður..::]
:: Mogginn á netinu::
:: VCD leiðbeiningar::
:: Afbollunarvefur::
:: Íslensk orðabók::
:: Gargandi snilld::
:: Vírusalistar::
:: NASA::
:: Π::
:: Vírusa- og glufuleit::
:: geimSKONSUR::
:: Persónuleikapróf::
:: RSS fréttaþjónusta mola.is::
:: Nafnlausar játningar::
[::..Hringavitleysa..::]
Vefhringur
< ? iCeBloG # >

:: mánudagur, júní 30, 2003 ::

Jæja, Erlarokk fer út á morgun og ég fékk nettan fiðring að lesa kveðjuskeytið hennar... núna á ég eftir bara 4 daga í vinnu og svo er ég komin í sumarfrí - jibbíí! Ég var að vinna síðasta mánudaginn minn í mánuð í dag... o.s.frv.
Ég hef ekki meira að segja, a.m.k. ekkert sem ég hef tíma til að tjá mig um núna.
Be well Lenina Huxley!

:: geimVEIRA:: kl. 23:40:: [+] ::
...
:: sunnudagur, júní 29, 2003 ::
Krúttlegt
Á föstudagskvöldið fór ég út að borða á Kaffibrennslunni með foreldrum mínum síðan gengum við út og kíktum á ljósmyndasýninguna, þarna var mynd af Bláa lóninu og hinum megin var mynd frá Toscana nema hvað að við vorum að skoða Ítalíu og ítalir að skoða Ísland hinum megin of fórum við að spjalla. Þarna voru 2 systur um sextugt circabout svona líka svakalega ánægðar, höfðu verið í 4 vikur og búnar að fara hringinn og allt og elskuðu þetta allt saman bara. Þær voru svo mikil krútt, Luciana og Allisandra hétu þær og töluðu með frábærum ítölskum hreim, sýndu okkur svo kort sem þær voru með og þar höfðu þær krotað inn á komment sem voru svo frábærlega krúttleg "Multo bello!!!" þá glósuðu þær svona hjá sér hvar var svo fallegt og svona.
Annað fyndið sem kom fyrir þar var að ég og annar túristi rákumst saman ég afsakaði mig en stelpan gerði sem ég hef svo oft gert í ferðalögum, baðst afsökunar á 4 tungumálum á 2 sekúndum - hún varð svo vandræðaleg og við fórum að hlæja þarna eins og vitleysingjar.

:: geimVEIRA:: kl. 10:35:: [+] ::
...
Mig langar svakalega á Foo Fighters tónleikana. Veit ekki alveg af hverju, ég á ekki plötur með þeim eða neitt.... en ég bara veit að þeir eru góðir, ég fíla nokkur lög með þeim mjög vel, svo ég er handviss um að þetta verða magnaðir tónleikar. Verst að miðar fara í sölu þegar ég er úti.

:: geimVEIRA:: kl. 10:20:: [+] ::
...
Það er 27°C hiti núna í Nice.

:: geimVEIRA:: kl. 09:53:: [+] ::
...
Dagurinn í gær var svolítið skrýtinn. Ég vaknaði alltof snemma m.v. að ég hafði ætlað að sofa út, en náði síðan að sofna aftur um hádegið og svaf þá til kl. fjögur ég er nefninlega búin að vera lasin eitthvað (búin að smitast í vinnunni þar sem allir eru hnerrandi) svo þetta var tilvalið að ná úr sér slappheitunum, þegar ég sá hvað kl. var orðin fór ég í sturtu með látum, því það hafði verið stefnan að fara og hlusta á jazz á Jómfrúnni ég náði bara í ca. þrjú kortér en mikið ferlega var það skemmtilegt hjá þeim, ég á örugglega eftir að reyna að fara á tónleika sjái ég þá auglýsta. Mér tókst að misstíga mig á hælaskóm í gær, alveg tær snilld, snéri á mér ökklann, sem betur fer á ég teygjubindi sem ég skellti á mig þegar ég kom heim og Voltaren Rapid sem ég skellti í mig þegar ég kom heim líka. Ég ætlaði nú að sofa út í dag líka, en vaknaði bara kl. 8. Svindl. Ég held allavega að ökklinn verði kannski orðinn ok fyrir fríið. Best að nota aðra svona töfratöflu bara núna. Glúgg!
Það er að koma mikill fiðringur í mig fyrir sumarfríið. Nú á ég bara eftir að vinna eina viku og svo er ég komin í FRÍhÍhÍ! Ég er búin að heyra í B&B fólkinu aftur svo sá leggur er covered í bili, nú er bara eftir að athuga hvort maður fái ekki herbergið "sitt" aftur. Síðast var ég á svo brilliant stað á hótelinu, uppi á efstu hæð en það er sóldekk uppi á þaki, svo maður þurfti bara að trítla nokkur skref til að komast í sólbað, líka borð og stólar þar svo maður getur borðað úti - ahh geðveikt. Ég hlakka svo til! Ég fer í strípur áður en ég fer út og svona, vildi bara að ég gæti líka farið í nudd ég er eitt knippi eftir lætin í vinnunni (farin að gnýsta tönnum 'n shit) maður sér til, kannski ég bara geri það... ekki veitti af að draga múttu með í svoleiðis, hún hefur þurft að fara í gegnum dánarbú afa með systkinum sínum, þetta er heilmikið verk og náttúrulega ferlega erfitt að pakka heilu lífi saman svona.
Þegar ég sé síðasta blogg langar mig svo í svona mat aftur.... ammminamm..... kannski ég ætti bara að fá mér morgunmat núna.

:: geimVEIRA:: kl. 09:36:: [+] ::
...
:: mánudagur, júní 23, 2003 ::
Ég með mínus 500 í andlegri orku fór í þetta líka fáránlega stuð eftir vinnu (ég vissi ekki hvað ég hét þegar ég kom út - mundi með herkjum hvar í fjáranum ég lagði bílnum) og ákvað í maníu minni að grilla mér skötusel. Svo bjó ég til þetta massíva kartöflugratín með og salat í þokkabót. Óóótrúlega gott og hollt (eða svona því sem næst).
Helgin var alveg frábær. Ég fékk barasta lit og allt saman, aksturinn heim gekk vel þrátt fyrir mikla umferð. Þegar ég kom í Borgarnes uppgötvaði ég hinsvegar að VISA-kortið mitt hafði orðið eftir við klúður í afgreiðslu á bensínstöð, það slapp fyrir horn þar sem pápi gat sótt fyrir mig kortið og ég var með debetkortið á mér.
Þegar ég kom heim beið mín hinsvegar miður skemmtilegur pakki. Á baðinu var svona dökkur blettur við vaskinn og svo tók ég eftir svona skvettum, blautum á speglinum og bara út um allt. Ég skildi ekkert í þessu, datt fyrst í hug að það hefði bara verið óboðinn gestur í fjarveru minni þarna, en þar sem tölvan mín og önnur þarfaþing voru óhreyfð gat það nú ekki verið, svo mér varð litið upp. Sá ég þá að þar var leki og lak klóakviðbjóði niður og tók ég þá eftir að allt mitt drasl og dót var blautt og fattaði ég þá að það var ógeðsleg fýla á baðherberginu. Ég stormaði því upp og olli nágrönnum mínum nettu sjokki, þau hringdu á vakt hjá tryggingarfélaginu sem sendi síðan pípara í morgun sem bramlaði allt hjá þeim og kíkti aðeins hjá mér (ég varð að fara úr vinnunni til að hleypa inn... frekar óþægilegt þegar er svona brjálað að gera). Ég fékk síðan líka upphringingu og heimsókn frá karli sem ætlar að taka svalirnar í gegn hjá mér. Þetta er því búinn að vera fáránlega busy dagur, ég er búin að vera í hræðilegum hávaða, rosalegum látum í vinnunni, díla við nágranna, iðnaðarmenn, tækla erfið verkefni, elda svakamáltíð, ekki skrýtið að maður viti ekki hvað maður heiti lengur.
En ég er sátt.
Södd og sátt.
Hei já, ég bjó mér til meira að segja banana með súkkulaði í desert. Alltaf jafn óþekk sko.

:: geimVEIRA:: kl. 22:16:: [+] ::
...
:: sunnudagur, júní 22, 2003 ::
Í gær eftir vinnu dreif ég mig út á land eftir vinnu í heimsókn til foreldranna og sá sko EKKI eftir því í dag, þar sem veðrið var himneskt. Það var sól, reyndar nokkuð kaldur vindur, en í garðinum hjá þeim er skjól og var ég í fleiri klukkutíma sólbaði í heitum potti í gúddífílíng... frábær upphitun fyrir Frakklandið. Ég er að fara að panta miða á jazzhátíðina. Málið fór í nefnd og var samþykkt samhljóða að taka 8 daga passann og fara bara og sjá (heyra) ALLT. Það eru þónokkuð færri en t.d. í fyrra og hitteðfyrra sem ég þekki til sem verða núna en engu að síður heill hellingur af spennandi tónlistarmönnum, þetta leggst mjög vel í mig.
Ég er að vona að ég fái annan svona sólardag á morgun, það væri svo frábært að fá smá lit í andlitið. Núna ætla ég að fara og hlusta á Jamiroquai og hlakka til að heyra í þeim live.... jibbíííí!

:: geimVEIRA:: kl. 02:31:: [+] ::
...
:: fimmtudagur, júní 19, 2003 ::
Mér hefur gersamlega verið hent út í djúpu laugina í vinnunni. Ég var með reynslu í einmitt öllu nema því sem ég var sett í, svo þetta hefur verið í meira lagi strembið, en þrælgaman samt.
Ég grillaði mér í gær og þegar ég kom heim í dag var ennþá þvílíka brunalyktin í íbúðinni, ef kveiknaði í núna myndi ég ekkert taka eftir neinni lykt maður er orðinn svo samdauna þessu. Ég horfði líka á Cold Feet og iðaði í skinninu eftir Six Feet Under, en þessir tveir eru mínir uppáhaldsþættir allra tíma, en var þokkalega súr að komast að því að þetta er bara endursýning á Six Feet Under.... æi ég vil nú fara að fá eitthvað meira fyrir peninginn minn en endalausar endursýningar goddamit! On the upside.... þá missi ég í það minnsta ekki af þessu þegar ég ..... F E R ÚT !!! Núna eru bara 3 vikur í brottför! DISCO!

:: geimVEIRA:: kl. 17:48:: [+] ::
...
:: þriðjudagur, júní 17, 2003 ::
Gleðilegan þjóðhátíðardag!
Ég leit út áðan og sá þá allramestu rigningu sem ég hef séð lengi, reyndar svona hitaskúr, hellidemba beint niður. Ég glotti samt sko, þetta er svo dæmigert fyrir 17. júní eitthvað. Ég gleymdi að opna gluggann á svefnherberginu mínu, eftir að hafa lokað honum í rokinu um daginn svo ég svaf ekki vel, agalega loftlaust hjá mér. Ég veit ekki hvort ég nenni niðrí bæ. Ég hef engan til að fara með og ég nenni ekki að vera ein, í það minnsta nenni ég ekki að fara að hitta fólk í þvögunni og þurfa að útskýra það eitthvað. Það væri samt ágætt að kíkja á þessa tónleika kannski, æi ég sé bara til.
Ég held bara að ég skríði aftur undir sæng. Ahh, kósí!

:: geimVEIRA:: kl. 12:19:: [+] ::
...
:: sunnudagur, júní 15, 2003 ::
Mér var boðið í mat heim til sjálfrar mín í gær af frænku minni, sem langaði svo í grillmat. Við skelltum okkur á Jómfrúna á tónleika með Stórsveit Reykjavíkur, rosagaman. Ég var alveg búin að gleyma þessu, en ég ætla að reyna að komast á sem flesta laugardagstónleika í sumar, þetta er algjörlega snilldarlegt framtak. Grillmaturinn tókst mjög vel, við drukkum hvítt og hlustuðum á tónlist og enduðum niðrí bæ, reyndar helst til of seint, því ég rétt náði að kaupa þann fokdýrasta mojito ever og drekka hálfan og þá voru ljósin bara kveikt og verið að loka. Þetta var líka orðið ágætt svosem... samt súrt þegar útsýnið er svona huggulegt, en inni á skemmtistaðnum voru sérlega fallegir karlmenn, atvinnuíþróttamenn af ýmsum toga, geislandi heilbrigðið alveg hreint. Maður verður endilega að fara aftur í svona skoðunarferð, langt síðan ég hef kíkt út á lífið.
Dagurinn í dag fór í ekki neitt að vanda, fyrir utan að hálftíma skreppitúr til að laga vanstillt sjónvarp ömmu minnar endaði í 3 tíma árangurslausu veseni, en allt lagðist á eitt, kló á kapli datt í sundur, loftnetsinnstunga var röng og bara allt í fokki. Til að toppa "ánægjuna" var ég með nokkur gjammandi gamalmenni á bakinu. Það er mjög fátt sem geimVEIRU leiðist meira en heimskt fólk, nema ef vera skyldi heimskt fólk að berservisa. Sem dæmi um SNILLDINA sem ég varð vitni að, þegar ég var búin að greina vandann og ljóst orðið að vantaði millistykki, þá tók einn berserviserinn loftnetskapalinn úr sambandi og eyðilagði hnykilinn sem ég hafði vandað mig að festa saman svo kapallinn væri ekki út um allt, losaði hann og henti síðan kaplinum fram af svölunum - síðan þurfi ég actually að kanna hvort það virkaði fyrir kurteisis sakir, þegar mig langaði mest til að henda bara honum fram af svölunum - waaaaah! Þegar búið var að segja honum að þetta virkaði (AUÐVITAÐ DUMB FUCK) ekki, hélt hann samt áfram að dangla kaplinum fram af svölunum. Ég meina, ef ég verð svona þegar ég verð gömul - just shoot me.

:: geimVEIRA:: kl. 23:06:: [+] ::
...
:: föstudagur, júní 13, 2003 ::
Gross-out blogg
Þetta blogg mitt er að verða eitt af þessum óuppfærðu leiðindabloggum... uss, þetta gengur ekki.

Jæja, jarðarför afa var í gær, allt gekk þetta vel bara, presturinn sló í gegn, Auður Eir er alveg frábær, og afi er búinn að starta brennslu-trendi, en fullt af fólki hafði orð á því að eftir að það ætlaði sko líka að láta brenna sig, sumir held ég bara eftir að sjá þessa athöfn.

Ég var þrjár manneskjur í vinnunni í dag, gott ef ekki fjórar, því auk míns starfs var einn veikur og annar í fríi og þurfði ég að taka nokkur verkefni frá hvorum auk minna eigin, nú gagnaðist þeim aldeilis að hafa svona tsjedlingu með reynslu sko. Þar að auki var ég síðan að fiffa tölvumál, sem heppnaðist svo mætavel, en ekki fyrr en allir voru farnir sem hefðu getað séð það leysast hjá mér. Þetta var því stress, en gaman engu að síður, svona fyrst þetta gekk upp (hefði líka getað farið svo að maður hefði bara ekkert komist heim ef ekki hefði gengið vel).

Disgusting share of the week:
Ég er svona kvef- og ofnæmisdýr, svo ég er ofurviðkvæm í nösunum eitthvað og verð fljótt pirruð ef eitthvað er fyrir. Ég hef núna komið mér upp sári í nefinu (sem varla hjálpar að vera að úða með ofnæmislyfjum alltaf hreint) en þetta snappa ég á reglulega og bara VERÐ að kroppa í enda allt orðið stíflað. Í gær var ég að flippa á þessu og *hóst* "losaði stífluna" og fór þá bara að blæða á fullu. Ég hef aldrei lent í þessu fyrr, þetta tók alveg þrjú korter að hætta (sem mér skilst að sé þrefalt lengri tími en eðlilegt þykir. Ég þorði ekki að fara að sofa, vildi ekki fá blóð í rúmið, á endanum skellti ég bómull í ranann til öryggis. Í morgun var sem betur fer bómullarhnoðrinn ennþá á samastað svo ég fjarlægði hann bara og allt í lagi Það var samt hellingur af blóði í kokinu og svona, sem ég losaði mig við mjög varlega, ég var samt með brjóstsviða af blóðinu sem ég hafði kyngt - oj. Ég þorði ekki að snýta mér eða neitt.
Síðan í morgun í látunum í vinnunni, fór þá ekki mín að hreinsa hálsinn svona aðeins, saug upp í nefið af gömlum vana og fékk þá bara alveg HUGE blóðköggul! Ég kúgaðist alveg og varð að láta mig hverfa inn á klósett (sem betur fer var ekki fólk hjá mér) og síðan byrjaði að blæða á fullu aftur.
Núna er ég alveg að spá sko, ég er með ofnæmislyf sem geta þynnt slímhúðina óeðlilega mikið, en sem ég hef þolað í fleiri ár alveg, en það að blóðnasir séu svona tregar að hætta getur verið merki um háan blóðþrýsting, jájá og náttúrulega fullt annað (maður verður nú bráðkvaddur bara af lestri sjúkdómsgreininga sem blóðnasir varða). Þegar ég var orðin leið á því að bíða eftir að þetta hætti í gær, gerði ég nokkuð sem ég mun vonandi aldrei gera aftur: Saknaði tróðsins sem ég var með upp í heila eftir miðnesisaðgerðina mína um árið.
Kræst, lásu margir svakalega reiðilesturinn minn nokkuð? Please say no!
Maður á ekki að blogga reiður+í glasi. Gott að muna það bara næst kannski.

:: geimVEIRA:: kl. 18:37:: [+] ::
...
:: fimmtudagur, júní 12, 2003 ::
Já, þokkaleg ritskoðun
Það er bara indælisveður og fallegur dagur. Fínn dagur fyrir jarðarför.

:: geimVEIRA:: kl. 11:38:: [+] ::
...
Í gær á sama dag og kistulagning afa míns var, hóf ég svona formlega störf á nýja staðnum. Ég lenti í öllum þessum stöðluðu vesenmálum, en gekk þó sæmilega vel. My bigger-than-like-big-ass, alter-ego myndi náttúrulega segja að ég hafi staðið mig stórvel, þótt reyndar alter-egoið og hið raunverulega hafi einmeitt mæst í sérlegri áskorun í dag, sem ég höndlaði betur en nokkrum sinnum hafði víst verið gert, en þetta hafði að gera með vitsmunalegar júdóæfingar.
Ég og foreldrar mínir skruppum út í kvöld, eftir miklar tilfæringar, ég í vinnunni, og þau við flutninga ömmu minnar í nýja íbúð, ég var að vinna til ca háffimm og fór síðan í Blómaval í Sigtúni til að kaupa svalakassa og -blóm til að færa ömmu á svalirnar.
Ég leyfi mér að draga stórlega í efa hvurslags vinnu ég get skilað á morgun *hóst* við skáluðum nefninlega pinkusmá (mikið) fyrir afa í kvöld, en ég geri mitt besta, mér gekk allavega ágætlega í dag... ég hinsvegar verð kistuberi á morgun, svo ég verð að mæta mun fyrr, alveg klukkutíma fyrr enn mér var tjáð fyrr, svo ég varð að tilkynna skróp í fyrramálið að mestu. Mér líst allavega alveg stórvel á þetta djobb, og líkar ágætlega við fólkið og svona. Vonandi líst mér jafnvel á þetta allt saman eftir mánuð í starfi eða álíka. Wish me luck!!!! :)

:: geimVEIRA:: kl. 01:45:: [+] ::
...
:: föstudagur, júní 06, 2003 ::
Heimsfriðurinn og geimVEIRA
Ég fór í matarboð á miðvikudaginn og endaði síðan á kjaftatörn fram á nótt alveg, mjög gaman, ég tók svona mátulega alvarlega að snúa sólarhringnum við, enda nærri vika þar til ég þurfti að mæta til vinnu og svona, fór heim um þrjúleytið, og sofnaði ekki fyrr en um fimmleytið. Síðan þegar ég vaknaði í gær dreif ég í því að hringja á nýja staðinn til að fá frí vegna kistulagningar og jarðarfarar afa míns. Þá fóru þau alveg með mig, því ég var beðin um að mæta bara daginn eftir, sem ég auðvitað samþykkti með það sama og var mæting ekki kl. 9 einu sinni heldur hálfníu. Eitthvað svo týpískt, eftir að vera circabout alveg búin að passa þetta lengi að snúa ekki sólarhringnum við à la geimVEIRA að nákvæmlega þegar ég trompaði ég þetta. Svo ég píndi mig gersamlega óþreytta í rúmið að verða 2 í nótt, en sofnaði ekki fyrr en 4 eftir að deyja úr leiðindum að reyna að sofna. Ég samt vaknaði alveg ótrúlega hress og náði að gera mig sæmilega útlits. Það var vel tekið á móti mér, allir mjög vinalegir og bara fínn andi þarna. Ég fylgdist með hvernig verkferillinn er þarna en gat annars lítið gert þannig séð, sem var allt í góðu svosem. Þegar klukkan var hinsvegar orðin 16 var kaffið hætt að virka og ég var alveg búin á því, enda nokkuð heitt inni og einhvern veginn bara öll orkan búin, ég hef sjaldan falið svona marga geispa - úff. Ég er alveg á því að það hafi verið rétt lína á mínum gamla stað að loka bara kl. 16 á föstudögum, enda voru eiginlega engir að vinna neitt þegar klukkan var orðin þetta margt, bara verið að spjalla þannig séð, enginn sími, svo ég var ekkert ein við það að vera úti að aka. Samt svoldið vont að alveg kortér í fimm var allt í einu farið að útskýra heavy fyrir mér... ekki beint svona það sem ég verð í þarna svo það var ekkert acute að læra þetta 100% then&there, en ég allavega meldaði mig bara að ég yrði líklegast að fá að læra betur á þetta síðar, enda þetta nokkuð flókið og maður alveg búinn á því a) að koma ekki nógu vel sofinn b) að vera búinn að vera framyfir vinnutíma á fyrsta degi c) að vera að kynnast öllum og reyna að muna nöfn d) all of the above. Þetta allavega var bara fínt, ég skandaliseraði ekki, kom með tillögur sem vel var tekið í svo þetta var bara ágætt.
Í gær setti ég líka blóm í kerið úti á svölum, mjög sætt, og svo var ég komin í svoddan ham að ég umpottaði bara allt sem þurfti að umpotta þar á meðal stærstu plöntuna mína, svo ég var með harðsperrur í bakinu einhvern veginn í dag svo ég er ótrúlega þreytt í bakinu eftir að sitja síðan á vondum stól þarna og vera svona frekar stíf í bakinu. Ekkert sem grænt ammrískt gel-Advil hjálpar ekki með - og svefninn. Ég ætla að sofa svo þvíííílíkt út á morgun og njóta þess í TÆTLUR að eiga frí sem vinnandi manneskja.... hehehehe því það er náttúrulega allt annað en að vera bara atvinnuleysingi.
Í fyrramálið þegar ég rumska og sný mér og fatta að ég má sofa eins lengi og mér sýnist ætla ég að dást að pabba mínum, sem er bloody hetja dagsins. Hann ætlar að fara upp á Hvannadalshnjúk í fyrramálið (ef veður leyfir þ.e.a.s.) vááá að nenna þessu!!! Dugnaður í fólki! Ég er einmitt gersneydd svonalöguðu, sumt erfist ekki. En ég ætla ekki að fá móral yfir því neitt. Well mitt framlag til heimsfriðar á morgun verður að sofa út, fara í sturtubað og fara síðan á Jómfrúna og hlusta á jazz yfir góðri sneið og kollu. Ekkert svona stórvirki kannski eins og fjallaklifur, en mjög friðsamlegt, mjög. Ég garantera það.

:: geimVEIRA:: kl. 22:40:: [+] ::
...
You are Neo
You are Neo, from "The Matrix." You
display a perfect fusion of heroism and
compassion.


What Matrix Persona Are You?
brought to you by Quizilla


:: geimVEIRA:: kl. 22:12:: [+] ::
...
:: miðvikudagur, júní 04, 2003 ::
Payback
Ég hitti frænku mína í hádeginu, við ákváðum að fara á Thorvaldsen bar. Þar sat fólk úti og mikið að gera (eiginlega of mikið því maður fékk matinn þokkalega seint). Ég fékk mér salat með humri á og frænka mín kjúklingasalat, mér fannst þetta ótrúlega vel úti látið, ég fékk t.d. 5 - 6 flotta humarhala og allt, miklu flottara en ég átti von á fyrir þetta verð. Þegar við svo vorum búnar að borða var búið að loka inngangi Austurstrætismegin, ég hváði við og spurði hvort það væri bara opið í hádeginu. Fékk ég þá engin svör, bara vandræðasvip. Þá fattaði frænka mín eitthvað og spurði hvort það væri kannski bara verið að loka, þá játti stúlkukindin því. Ég ennþá alveg lost, leit á frænku mína voðalega mikið ekki að fatta neitt og hún sagði glottandi: "Veistu ekki hverjir eiga þennan stað?" Um leið kveikti litla veirudýrið... mundi ég þá að mér hafði þótt frekar skrýtið að sjá ca hálftíma áður tvo einkennisklædda lögreglumenn en með skjalatösku út um gluggann þarna, ég hafði ekkert spáð meira í það. Síðan sáum við þegar við komum út merki: "Lokað um óákveðinn tíma". Það hlakkar ennþá í mér að hafa verið að borða humar í boði Landssímans. Múhahahahah! Þokkalega paybackið að hafa fengið frítt sjónvarp og núna humar í desert. Nei nei, ok glæpir eru slæmir. Ljótt að segja svona.
Svo fór ég á skrifstofu FÍH og sótti nótnamöppu sem mér tókst að gleyma eftir stigsprófíð og þá var mér tjáð að búið væri að leiðrétta stigsprófsruglið og ég fékk semsagt pottþétt 9,4 Múhahahah!!!!! Þar sá ég Geir Ólafsson undur, það kom mér ekki á óvart að kl. 14 á þriðjudegi á skrifstofu í útréttingum: VAR GEIR Í TUX, MANSETTSKYRTU OG LAKKSKÓM!
Snilld.

:: geimVEIRA:: kl. 15:51:: [+] ::
...
:: mánudagur, júní 02, 2003 ::
Whahaha, já... og saga af skóladjamminu á föstudaginn. Upp að mér kom álkulegur ungur maður með "kortér fyrir þrjú svip" og sagði: "Hæ, ég er vatnsberi, í hvaða merki ert þú?" ég um leið komin með hæðnina í botn inní mér, enda svona merkjahjal er með því ömurlegra sem ég veit, en svaraði því þó fyrir kurteisis sakir. Síðan spurði ég hann flat-out hvort hann væri í FÍH (þar sem hann var eiginlega búinn að troða sér á borðið okkar), sem hann svaraði játandi. Þá spurði ég hann "Nú nú og í hverju þá?" þá svaraði hann "Ég er bara í almennri deild núna". Bullshit-o-meter geimVEIRU through the roof á þessum tímapunkti, en þetta orðið of fyndið, svo ég spurði: "En hvað ertu eiginlega að læra í FÍH?" ... Álkulegi ungi stjörnuspekingurinn: "Náttúrufræði".

:: geimVEIRA:: kl. 01:19:: [+] ::
...
*Roðn!*
Þar sem Ármann er upp risinn og hafði eftirfarandi að segja:
"Ég veit um eitt sem er meira trist en að vera bloggari: Það er að vera ekki bloggari en skrifa reglulega löng komment sem eru eiginlega blogg á annarra síður. That's real sad, man!"
Ég hef alltaf verið þessi týpa sem tek allt til mín... þessi taktík: "Taki þeir til sín sem eiga" - fór alveg með mig í nokkur ár ( er það ekki annars greindarmerki að efast um allt og sjálfan sig mest?) svo maður bloggar frekar en að þegja eða taka kast í einhverju kommentakerfi.

Föstudagurinn hjá mér hófst á því að mér var tilkynnt um andlát afa míns. Síðan voru líka skólaslit hjá mér á föstudaginn og ég fékk einkunnirnar. Ég fékk sjokk dauðans núna alveg eins og um jólin, en enn og aftur er útreikningsvilla á stigsprófsblaðinu, í þetta skiptið ennþá verri en sú um jólin þegar vantaði lið upp á 10% ... núna kom einkunn upp á 1,2 lægra en mér var tilkynnt að ég hafi fengið á prófdeginum (og ég hef verið fullvissuð um að SÉ hin rétta af nokkrum kennurum), nokkrir aðrir nemendur lentu í svipuðu rugli, svo ég þarf að fá þetta leiðrétt á morgun en flestir voru farnir þegar þetta uppgötvaðist.

En einkunnirnar mínar voru allavega þessar:
Tónheyrn I - 8.9
Jazzhljómfræði I - 7,6 (urr, ég steikti ALLA skalana nema einn í skriflega prófinu það dró mig aðallega niður)
Söngvinnubúðir - 9,5
Söngsamspil - 9
II. stigspróf - 9,5 Almenn umsögn prófdómara: "Frábært próf - einstök rödd. Áfram [geimVEIRA]!"
IV. stigspróf - 9.4 (eða það verður það þegar þetta rugl verður leiðrétt)
Umsögn í prófinu var þannig að það hlýtur að vera rétt sem mér var sagt fyrst:
tónstigar og brotnir hljómar: "mjög gott"
æfingar: "mjög gott"
lag 1: "Ath. öryggi í formi!" (ég improviseraði yfir mig... missti einbeitinguna þarna þokkalega whahahah)
lag 2: "Frábært!"
lag 3: "Frábært!"
lestur af blaði: "Ath. nótnalestur betur - góð hljómheyrn"
almenn umsögn prófdómara: "Mjög vel undirbúið próf. Glæsilegur flutningur og fín rödd"
[ múhahahaha ]

Eitt sem ég er að fatta núna að mig vantar einkunn út úr þessari Hljóðtækni þarna sem ég fór í fyrir jól, við tókum próf og alles... ég þarf að bögga skrifstofuna með það líka á morgun.

Á föstudagskvöldið fór ég síðan á skóladjamm, það var bara hið skemmtilegasta, hitti þar margt skemmtilegt fólk, frænku mína og frænda þar á meðal rosagaman. Svo lenti ég í svona hróseinelti og fór þvíííílíkt hjá mér að ég var að drepast alveg, mjög jákvætt og gaman en þarna féllu ansisvakaleg komment *roðn*. Gaman að ganga vel í prófunum og allt það, ég er þvílíkt sátt.... en það féllu þarna komment frá fólki sem voru þvílíkt jákvæð að ég hef þau ekki eftir. Ég þykist kunna að taka hrósi alveg, en svona svakalega mikið fer alveg með mig. Laugardaginn tók ég bara mjög rólega, skellti mér þó á tónleika hjá Agnari Má og Ástvaldi Traustasyni, tveggja flygla tónleikar, mjög athyglisvert og skemmtilegt, svo drattaðist ég heim og grillaði mér pylsur og smíðaði kartöflusalat, mikil sumarstemming. Ég er mikið að spá í hvað í fjáranum dagurinn í dag fór hjá mér. Ekki í neitt gáfulegt svo mikið er víst allavega. Eina markverða var að ég grillaði restina af pylsupakkanum.

Síðustu dagar hafa því einkennst af öfgum. Dauðsfall, svaka ánægjulegar einkunnir, hrós dauðans og fjör dauðans, rólegheit dauðans og overdose dauðans af pylsum (enginn ætti að borða svona mikið af þessu ógeði ever... gott á bragðið, en algjört ógeð að öðru leyti).
Allt útlit er fyrir að ég verði að byrja á því að fá frí í nýju vinnunni, þar sem kistuleggja á og jarðsetja daginn sem ég átti að byrja að öllum líkindum. Ég bíð eftir að fá daginn staðfestan, síðan þarf ég að tala við nýja staðinn.

:: geimVEIRA:: kl. 00:39:: [+] ::
...

This 

page is powered by Blogger. Isn't yours?