:: Þvaðurveita geimVEIRU ::

Fyrsta tölva geimVEIRU - Sinclair ZX Spectrum 48K
Þvaðurveita Reykjavíkur og nágrennis
- Þ R O N -
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina |
[::..Andlega óvanheila veðrabeibið..::]
Hin stelpan varð úti - enda allt of heimsk til að mega vera hérna, þessi er með viti.
[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs samþykkis höfundar...::]
[::..Gamalt þvaður..::]
október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 desember 2006 janúar 2007 febrúar 2007 mars 2007 júlí 2007 ágúst 2007 október 2007 nóvember 2007 janúar 2008 febrúar 2008 mars 2008 apríl 2008 maí 2008 júní 2008 júlí 2008 október 2008 desember 2008 nóvember 2010
[::..Tempus fugit..::]
[::..Blogg gæðafólks sem ég hef hitt..::]
:: Bulld0zer::
:: ErlaROKK::
:: Sandkastalinn::
:: Skonrokk::
:: Hafdís::
:: Kjartan::
:: Señor Diaz::
:: Stína::
:: María::
:: Sigginn::
:: Erna og Murder the Exterminator::
:: Atli::
:: Steini::
:: Snerillinn::
[:: geimVEIRA í Southpark ::]
[::..Þétt tónlistardýr..::]
:: Jóel Pálsson::
:: Tómas R. Einarsson::
[::..Frábær lög vina og kunningja..::]
:: You Turn
:: Gengið á gufununum
[::..Annað tengt tónlist..::]
:: Berklastofnunin::
:: DiSK hjá Digidesign::
:: Múlinn::
:: Taktmælir::
:: Netverslun audioMIDI.com::
:: Pandora::
:: Nokkur lög með hljómum::
:: Slatti af lögum á midi::
:: Samplsaga::
:: Trompetsólóasíða::
:: Sheetmusic Direct::
:: Netverslun Music123.com::
:: Nótnapapprsblöð::
:: Real bækur::
[::..Skemmtileg blogg fólks sem ég þekki ekki..::]
:: Richard Melville Hall::
:: Katrin.is M.Sc.::
:: D.Þ.J.::
:: Þórdís Nadia::
:: Dr. Gunni::
:: Trigger XLII::
:: Hvað hugsar Albert?::
:: Bedda::
:: Frábæri ljósmyndarinn::
:: Unnur::
:: Sverrir::
:: Elsa::
:: tóta með litlum staf::
[::..Ýmsar ágætar síður..::]
:: Mogginn á netinu::
:: VCD leiðbeiningar::
:: Afbollunarvefur::
:: Íslensk orðabók::
:: Gargandi snilld::
:: Vírusalistar::
:: NASA::
:: Π::
:: Vírusa- og glufuleit::
:: geimSKONSUR::
:: Persónuleikapróf::
:: RSS fréttaþjónusta mola.is::
:: Nafnlausar játningar::
[::..Hringavitleysa..::]
Vefhringur
< ? iCeBloG # >

:: föstudagur, júní 06, 2003 ::

Heimsfriðurinn og geimVEIRA
Ég fór í matarboð á miðvikudaginn og endaði síðan á kjaftatörn fram á nótt alveg, mjög gaman, ég tók svona mátulega alvarlega að snúa sólarhringnum við, enda nærri vika þar til ég þurfti að mæta til vinnu og svona, fór heim um þrjúleytið, og sofnaði ekki fyrr en um fimmleytið. Síðan þegar ég vaknaði í gær dreif ég í því að hringja á nýja staðinn til að fá frí vegna kistulagningar og jarðarfarar afa míns. Þá fóru þau alveg með mig, því ég var beðin um að mæta bara daginn eftir, sem ég auðvitað samþykkti með það sama og var mæting ekki kl. 9 einu sinni heldur hálfníu. Eitthvað svo týpískt, eftir að vera circabout alveg búin að passa þetta lengi að snúa ekki sólarhringnum við à la geimVEIRA að nákvæmlega þegar ég trompaði ég þetta. Svo ég píndi mig gersamlega óþreytta í rúmið að verða 2 í nótt, en sofnaði ekki fyrr en 4 eftir að deyja úr leiðindum að reyna að sofna. Ég samt vaknaði alveg ótrúlega hress og náði að gera mig sæmilega útlits. Það var vel tekið á móti mér, allir mjög vinalegir og bara fínn andi þarna. Ég fylgdist með hvernig verkferillinn er þarna en gat annars lítið gert þannig séð, sem var allt í góðu svosem. Þegar klukkan var hinsvegar orðin 16 var kaffið hætt að virka og ég var alveg búin á því, enda nokkuð heitt inni og einhvern veginn bara öll orkan búin, ég hef sjaldan falið svona marga geispa - úff. Ég er alveg á því að það hafi verið rétt lína á mínum gamla stað að loka bara kl. 16 á föstudögum, enda voru eiginlega engir að vinna neitt þegar klukkan var orðin þetta margt, bara verið að spjalla þannig séð, enginn sími, svo ég var ekkert ein við það að vera úti að aka. Samt svoldið vont að alveg kortér í fimm var allt í einu farið að útskýra heavy fyrir mér... ekki beint svona það sem ég verð í þarna svo það var ekkert acute að læra þetta 100% then&there, en ég allavega meldaði mig bara að ég yrði líklegast að fá að læra betur á þetta síðar, enda þetta nokkuð flókið og maður alveg búinn á því a) að koma ekki nógu vel sofinn b) að vera búinn að vera framyfir vinnutíma á fyrsta degi c) að vera að kynnast öllum og reyna að muna nöfn d) all of the above. Þetta allavega var bara fínt, ég skandaliseraði ekki, kom með tillögur sem vel var tekið í svo þetta var bara ágætt.
Í gær setti ég líka blóm í kerið úti á svölum, mjög sætt, og svo var ég komin í svoddan ham að ég umpottaði bara allt sem þurfti að umpotta þar á meðal stærstu plöntuna mína, svo ég var með harðsperrur í bakinu einhvern veginn í dag svo ég er ótrúlega þreytt í bakinu eftir að sitja síðan á vondum stól þarna og vera svona frekar stíf í bakinu. Ekkert sem grænt ammrískt gel-Advil hjálpar ekki með - og svefninn. Ég ætla að sofa svo þvíííílíkt út á morgun og njóta þess í TÆTLUR að eiga frí sem vinnandi manneskja.... hehehehe því það er náttúrulega allt annað en að vera bara atvinnuleysingi.
Í fyrramálið þegar ég rumska og sný mér og fatta að ég má sofa eins lengi og mér sýnist ætla ég að dást að pabba mínum, sem er bloody hetja dagsins. Hann ætlar að fara upp á Hvannadalshnjúk í fyrramálið (ef veður leyfir þ.e.a.s.) vááá að nenna þessu!!! Dugnaður í fólki! Ég er einmitt gersneydd svonalöguðu, sumt erfist ekki. En ég ætla ekki að fá móral yfir því neitt. Well mitt framlag til heimsfriðar á morgun verður að sofa út, fara í sturtubað og fara síðan á Jómfrúna og hlusta á jazz yfir góðri sneið og kollu. Ekkert svona stórvirki kannski eins og fjallaklifur, en mjög friðsamlegt, mjög. Ég garantera það.

:: geimVEIRA:: kl. 22:40:: [+] ::
...

This 

page is powered by Blogger. Isn't yours?