[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Gross-out blogg Þetta blogg mitt er að verða eitt af þessum óuppfærðu leiðindabloggum... uss, þetta gengur ekki.
Jæja, jarðarför afa var í gær, allt gekk þetta vel bara, presturinn sló í gegn, Auður Eir er alveg frábær, og afi er búinn að starta brennslu-trendi, en fullt af fólki hafði orð á því að eftir að það ætlaði sko líka að láta brenna sig, sumir held ég bara eftir að sjá þessa athöfn.
Ég var þrjár manneskjur í vinnunni í dag, gott ef ekki fjórar, því auk míns starfs var einn veikur og annar í fríi og þurfði ég að taka nokkur verkefni frá hvorum auk minna eigin, nú gagnaðist þeim aldeilis að hafa svona tsjedlingu með reynslu sko. Þar að auki var ég síðan að fiffa tölvumál, sem heppnaðist svo mætavel, en ekki fyrr en allir voru farnir sem hefðu getað séð það leysast hjá mér. Þetta var því stress, en gaman engu að síður, svona fyrst þetta gekk upp (hefði líka getað farið svo að maður hefði bara ekkert komist heim ef ekki hefði gengið vel).
Disgusting share of the week: Ég er svona kvef- og ofnæmisdýr, svo ég er ofurviðkvæm í nösunum eitthvað og verð fljótt pirruð ef eitthvað er fyrir. Ég hef núna komið mér upp sári í nefinu (sem varla hjálpar að vera að úða með ofnæmislyfjum alltaf hreint) en þetta snappa ég á reglulega og bara VERÐ að kroppa í enda allt orðið stíflað. Í gær var ég að flippa á þessu og *hóst* "losaði stífluna" og fór þá bara að blæða á fullu. Ég hef aldrei lent í þessu fyrr, þetta tók alveg þrjú korter að hætta (sem mér skilst að sé þrefalt lengri tími en eðlilegt þykir. Ég þorði ekki að fara að sofa, vildi ekki fá blóð í rúmið, á endanum skellti ég bómull í ranann til öryggis. Í morgun var sem betur fer bómullarhnoðrinn ennþá á samastað svo ég fjarlægði hann bara og allt í lagi Það var samt hellingur af blóði í kokinu og svona, sem ég losaði mig við mjög varlega, ég var samt með brjóstsviða af blóðinu sem ég hafði kyngt - oj. Ég þorði ekki að snýta mér eða neitt.
Síðan í morgun í látunum í vinnunni, fór þá ekki mín að hreinsa hálsinn svona aðeins, saug upp í nefið af gömlum vana og fékk þá bara alveg HUGE blóðköggul! Ég kúgaðist alveg og varð að láta mig hverfa inn á klósett (sem betur fer var ekki fólk hjá mér) og síðan byrjaði að blæða á fullu aftur.
Núna er ég alveg að spá sko, ég er með ofnæmislyf sem geta þynnt slímhúðina óeðlilega mikið, en sem ég hef þolað í fleiri ár alveg, en það að blóðnasir séu svona tregar að hætta getur verið merki um háan blóðþrýsting, jájá og náttúrulega fullt annað (maður verður nú bráðkvaddur bara af lestri sjúkdómsgreininga sem blóðnasir varða). Þegar ég var orðin leið á því að bíða eftir að þetta hætti í gær, gerði ég nokkuð sem ég mun vonandi aldrei gera aftur: Saknaði tróðsins sem ég var með upp í heila eftir miðnesisaðgerðina mína um árið.
Kræst, lásu margir svakalega reiðilesturinn minn nokkuð? Please say no!
Maður á ekki að blogga reiður+í glasi. Gott að muna það bara næst kannski.
:: geimVEIRA:: kl. 18:37:: [+] ::
...