:: Þvaðurveita geimVEIRU ::

Fyrsta tölva geimVEIRU - Sinclair ZX Spectrum 48K
Þvaðurveita Reykjavíkur og nágrennis
- Þ R O N -
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina |
[::..Andlega óvanheila veðrabeibið..::]
Hin stelpan varð úti - enda allt of heimsk til að mega vera hérna, þessi er með viti.
[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs samþykkis höfundar...::]
[::..Gamalt þvaður..::]
október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 desember 2006 janúar 2007 febrúar 2007 mars 2007 júlí 2007 ágúst 2007 október 2007 nóvember 2007 janúar 2008 febrúar 2008 mars 2008 apríl 2008 maí 2008 júní 2008 júlí 2008 október 2008 desember 2008 nóvember 2010
[::..Tempus fugit..::]
[::..Blogg gæðafólks sem ég hef hitt..::]
:: Bulld0zer::
:: ErlaROKK::
:: Sandkastalinn::
:: Skonrokk::
:: Hafdís::
:: Kjartan::
:: Señor Diaz::
:: Stína::
:: María::
:: Sigginn::
:: Erna og Murder the Exterminator::
:: Atli::
:: Steini::
:: Snerillinn::
[:: geimVEIRA í Southpark ::]
[::..Þétt tónlistardýr..::]
:: Jóel Pálsson::
:: Tómas R. Einarsson::
[::..Frábær lög vina og kunningja..::]
:: You Turn
:: Gengið á gufununum
[::..Annað tengt tónlist..::]
:: Berklastofnunin::
:: DiSK hjá Digidesign::
:: Múlinn::
:: Taktmælir::
:: Netverslun audioMIDI.com::
:: Pandora::
:: Nokkur lög með hljómum::
:: Slatti af lögum á midi::
:: Samplsaga::
:: Trompetsólóasíða::
:: Sheetmusic Direct::
:: Netverslun Music123.com::
:: Nótnapapprsblöð::
:: Real bækur::
[::..Skemmtileg blogg fólks sem ég þekki ekki..::]
:: Richard Melville Hall::
:: Katrin.is M.Sc.::
:: D.Þ.J.::
:: Þórdís Nadia::
:: Dr. Gunni::
:: Trigger XLII::
:: Hvað hugsar Albert?::
:: Bedda::
:: Frábæri ljósmyndarinn::
:: Unnur::
:: Sverrir::
:: Elsa::
:: tóta með litlum staf::
[::..Ýmsar ágætar síður..::]
:: Mogginn á netinu::
:: VCD leiðbeiningar::
:: Afbollunarvefur::
:: Íslensk orðabók::
:: Gargandi snilld::
:: Vírusalistar::
:: NASA::
:: Π::
:: Vírusa- og glufuleit::
:: geimSKONSUR::
:: Persónuleikapróf::
:: RSS fréttaþjónusta mola.is::
:: Nafnlausar játningar::
[::..Hringavitleysa..::]
Vefhringur
< ? iCeBloG # >

:: mánudagur, júní 23, 2003 ::

Ég með mínus 500 í andlegri orku fór í þetta líka fáránlega stuð eftir vinnu (ég vissi ekki hvað ég hét þegar ég kom út - mundi með herkjum hvar í fjáranum ég lagði bílnum) og ákvað í maníu minni að grilla mér skötusel. Svo bjó ég til þetta massíva kartöflugratín með og salat í þokkabót. Óóótrúlega gott og hollt (eða svona því sem næst).
Helgin var alveg frábær. Ég fékk barasta lit og allt saman, aksturinn heim gekk vel þrátt fyrir mikla umferð. Þegar ég kom í Borgarnes uppgötvaði ég hinsvegar að VISA-kortið mitt hafði orðið eftir við klúður í afgreiðslu á bensínstöð, það slapp fyrir horn þar sem pápi gat sótt fyrir mig kortið og ég var með debetkortið á mér.
Þegar ég kom heim beið mín hinsvegar miður skemmtilegur pakki. Á baðinu var svona dökkur blettur við vaskinn og svo tók ég eftir svona skvettum, blautum á speglinum og bara út um allt. Ég skildi ekkert í þessu, datt fyrst í hug að það hefði bara verið óboðinn gestur í fjarveru minni þarna, en þar sem tölvan mín og önnur þarfaþing voru óhreyfð gat það nú ekki verið, svo mér varð litið upp. Sá ég þá að þar var leki og lak klóakviðbjóði niður og tók ég þá eftir að allt mitt drasl og dót var blautt og fattaði ég þá að það var ógeðsleg fýla á baðherberginu. Ég stormaði því upp og olli nágrönnum mínum nettu sjokki, þau hringdu á vakt hjá tryggingarfélaginu sem sendi síðan pípara í morgun sem bramlaði allt hjá þeim og kíkti aðeins hjá mér (ég varð að fara úr vinnunni til að hleypa inn... frekar óþægilegt þegar er svona brjálað að gera). Ég fékk síðan líka upphringingu og heimsókn frá karli sem ætlar að taka svalirnar í gegn hjá mér. Þetta er því búinn að vera fáránlega busy dagur, ég er búin að vera í hræðilegum hávaða, rosalegum látum í vinnunni, díla við nágranna, iðnaðarmenn, tækla erfið verkefni, elda svakamáltíð, ekki skrýtið að maður viti ekki hvað maður heiti lengur.
En ég er sátt.
Södd og sátt.
Hei já, ég bjó mér til meira að segja banana með súkkulaði í desert. Alltaf jafn óþekk sko.

:: geimVEIRA:: kl. 22:16:: [+] ::
...

This 

page is powered by Blogger. Isn't yours?