[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Ég með mínus 500 í andlegri orku fór í þetta líka fáránlega stuð eftir vinnu (ég vissi ekki hvað ég hét þegar ég kom út - mundi með herkjum hvar í fjáranum ég lagði bílnum) og ákvað í maníu minni að grilla mér skötusel. Svo bjó ég til þetta massíva kartöflugratín með og salat í þokkabót. Óóótrúlega gott og hollt (eða svona því sem næst).
Helgin var alveg frábær. Ég fékk barasta lit og allt saman, aksturinn heim gekk vel þrátt fyrir mikla umferð. Þegar ég kom í Borgarnes uppgötvaði ég hinsvegar að VISA-kortið mitt hafði orðið eftir við klúður í afgreiðslu á bensínstöð, það slapp fyrir horn þar sem pápi gat sótt fyrir mig kortið og ég var með debetkortið á mér.
Þegar ég kom heim beið mín hinsvegar miður skemmtilegur pakki. Á baðinu var svona dökkur blettur við vaskinn og svo tók ég eftir svona skvettum, blautum á speglinum og bara út um allt. Ég skildi ekkert í þessu, datt fyrst í hug að það hefði bara verið óboðinn gestur í fjarveru minni þarna, en þar sem tölvan mín og önnur þarfaþing voru óhreyfð gat það nú ekki verið, svo mér varð litið upp. Sá ég þá að þar var leki og lak klóakviðbjóði niður og tók ég þá eftir að allt mitt drasl og dót var blautt og fattaði ég þá að það var ógeðsleg fýla á baðherberginu. Ég stormaði því upp og olli nágrönnum mínum nettu sjokki, þau hringdu á vakt hjá tryggingarfélaginu sem sendi síðan pípara í morgun sem bramlaði allt hjá þeim og kíkti aðeins hjá mér (ég varð að fara úr vinnunni til að hleypa inn... frekar óþægilegt þegar er svona brjálað að gera). Ég fékk síðan líka upphringingu og heimsókn frá karli sem ætlar að taka svalirnar í gegn hjá mér. Þetta er því búinn að vera fáránlega busy dagur, ég er búin að vera í hræðilegum hávaða, rosalegum látum í vinnunni, díla við nágranna, iðnaðarmenn, tækla erfið verkefni, elda svakamáltíð, ekki skrýtið að maður viti ekki hvað maður heiti lengur.
En ég er sátt.
Södd og sátt.
Hei já, ég bjó mér til meira að segja banana með súkkulaði í desert. Alltaf jafn óþekk sko.
:: geimVEIRA:: kl. 22:16:: [+] ::
...