| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: sunnudagur, júní 29, 2003 :: Dagurinn í gær var svolítið skrýtinn. Ég vaknaði alltof snemma m.v. að ég hafði ætlað að sofa út, en náði síðan að sofna aftur um hádegið og svaf þá til kl. fjögur ég er nefninlega búin að vera lasin eitthvað (búin að smitast í vinnunni þar sem allir eru hnerrandi) svo þetta var tilvalið að ná úr sér slappheitunum, þegar ég sá hvað kl. var orðin fór ég í sturtu með látum, því það hafði verið stefnan að fara og hlusta á jazz á Jómfrúnni ég náði bara í ca. þrjú kortér en mikið ferlega var það skemmtilegt hjá þeim, ég á örugglega eftir að reyna að fara á tónleika sjái ég þá auglýsta. Mér tókst að misstíga mig á hælaskóm í gær, alveg tær snilld, snéri á mér ökklann, sem betur fer á ég teygjubindi sem ég skellti á mig þegar ég kom heim og Voltaren Rapid sem ég skellti í mig þegar ég kom heim líka. Ég ætlaði nú að sofa út í dag líka, en vaknaði bara kl. 8. Svindl. Ég held allavega að ökklinn verði kannski orðinn ok fyrir fríið. Best að nota aðra svona töfratöflu bara núna. Glúgg!
|
|