[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Gleðilegan þjóðhátíðardag!
Ég leit út áðan og sá þá allramestu rigningu sem ég hef séð lengi, reyndar svona hitaskúr, hellidemba beint niður. Ég glotti samt sko, þetta er svo dæmigert fyrir 17. júní eitthvað. Ég gleymdi að opna gluggann á svefnherberginu mínu, eftir að hafa lokað honum í rokinu um daginn svo ég svaf ekki vel, agalega loftlaust hjá mér. Ég veit ekki hvort ég nenni niðrí bæ. Ég hef engan til að fara með og ég nenni ekki að vera ein, í það minnsta nenni ég ekki að fara að hitta fólk í þvögunni og þurfa að útskýra það eitthvað. Það væri samt ágætt að kíkja á þessa tónleika kannski, æi ég sé bara til.
Ég held bara að ég skríði aftur undir sæng. Ahh, kósí!
:: geimVEIRA:: kl. 12:19:: [+] ::
...