[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Krúttlegt
Á föstudagskvöldið fór ég út að borða á Kaffibrennslunni með foreldrum mínum síðan gengum við út og kíktum á ljósmyndasýninguna, þarna var mynd af Bláa lóninu og hinum megin var mynd frá Toscana nema hvað að við vorum að skoða Ítalíu og ítalir að skoða Ísland hinum megin of fórum við að spjalla. Þarna voru 2 systur um sextugt circabout svona líka svakalega ánægðar, höfðu verið í 4 vikur og búnar að fara hringinn og allt og elskuðu þetta allt saman bara. Þær voru svo mikil krútt, Luciana og Allisandra hétu þær og töluðu með frábærum ítölskum hreim, sýndu okkur svo kort sem þær voru með og þar höfðu þær krotað inn á komment sem voru svo frábærlega krúttleg "Multo bello!!!" þá glósuðu þær svona hjá sér hvar var svo fallegt og svona.
Annað fyndið sem kom fyrir þar var að ég og annar túristi rákumst saman ég afsakaði mig en stelpan gerði sem ég hef svo oft gert í ferðalögum, baðst afsökunar á 4 tungumálum á 2 sekúndum - hún varð svo vandræðaleg og við fórum að hlæja þarna eins og vitleysingjar.
:: geimVEIRA:: kl. 10:35:: [+] ::
...