[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Mér hefur gersamlega verið hent út í djúpu laugina í vinnunni. Ég var með reynslu í einmitt öllu nema því sem ég var sett í, svo þetta hefur verið í meira lagi strembið, en þrælgaman samt.
Ég grillaði mér í gær og þegar ég kom heim í dag var ennþá þvílíka brunalyktin í íbúðinni, ef kveiknaði í núna myndi ég ekkert taka eftir neinni lykt maður er orðinn svo samdauna þessu. Ég horfði líka á Cold Feet og iðaði í skinninu eftir Six Feet Under, en þessir tveir eru mínir uppáhaldsþættir allra tíma, en var þokkalega súr að komast að því að þetta er bara endursýning á Six Feet Under.... æi ég vil nú fara að fá eitthvað meira fyrir peninginn minn en endalausar endursýningar goddamit! On the upside.... þá missi ég í það minnsta ekki af þessu þegar ég ..... F E R ÚT !!! Núna eru bara 3 vikur í brottför! DISCO!
:: geimVEIRA:: kl. 17:48:: [+] ::
...