[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Payback Ég hitti frænku mína í hádeginu, við ákváðum að fara á Thorvaldsen bar. Þar sat fólk úti og mikið að gera (eiginlega of mikið því maður fékk matinn þokkalega seint). Ég fékk mér salat með humri á og frænka mín kjúklingasalat, mér fannst þetta ótrúlega vel úti látið, ég fékk t.d. 5 - 6 flotta humarhala og allt, miklu flottara en ég átti von á fyrir þetta verð. Þegar við svo vorum búnar að borða var búið að loka inngangi Austurstrætismegin, ég hváði við og spurði hvort það væri bara opið í hádeginu. Fékk ég þá engin svör, bara vandræðasvip. Þá fattaði frænka mín eitthvað og spurði hvort það væri kannski bara verið að loka, þá játti stúlkukindin því. Ég ennþá alveg lost, leit á frænku mína voðalega mikið ekki að fatta neitt og hún sagði glottandi: "Veistu ekki hverjir eiga þennan stað?" Um leið kveikti litla veirudýrið... mundi ég þá að mér hafði þótt frekar skrýtið að sjá ca hálftíma áður tvo einkennisklædda lögreglumenn en með skjalatösku út um gluggann þarna, ég hafði ekkert spáð meira í það. Síðan sáum við þegar við komum út merki: "Lokað um óákveðinn tíma". Það hlakkar ennþá í mér að hafa verið að borða humar í boði Landssímans. Múhahahahah! Þokkalega paybackið að hafa fengið frítt sjónvarp og núna humar í desert. Nei nei, ok glæpir eru slæmir. Ljótt að segja svona.
Svo fór ég á skrifstofu FÍH og sótti nótnamöppu sem mér tókst að gleyma eftir stigsprófíð og þá var mér tjáð að búið væri að leiðrétta stigsprófsruglið og ég fékk semsagt pottþétt 9,4 Múhahahah!!!!! Þar sá ég Geir Ólafsson undur, það kom mér ekki á óvart að kl. 14 á þriðjudegi á skrifstofu í útréttingum: VAR GEIR Í TUX, MANSETTSKYRTU OG LAKKSKÓM!
Snilld.
:: geimVEIRA:: kl. 15:51:: [+] ::
...