[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
*Roðn!* Þar sem Ármann er upp risinn og hafði eftirfarandi að segja:
"Ég veit um eitt sem er meira trist en að vera bloggari: Það er að vera ekki bloggari en skrifa reglulega löng komment sem eru eiginlega blogg á annarra síður. That's real sad, man!" Ég hef alltaf verið þessi týpa sem tek allt til mín... þessi taktík: "Taki þeir til sín sem eiga" - fór alveg með mig í nokkur ár ( er það ekki annars greindarmerki að efast um allt og sjálfan sig mest?) svo maður bloggar frekar en að þegja eða taka kast í einhverju kommentakerfi.
Föstudagurinn hjá mér hófst á því að mér var tilkynnt um andlát afa míns. Síðan voru líka skólaslit hjá mér á föstudaginn og ég fékk einkunnirnar. Ég fékk sjokk dauðans núna alveg eins og um jólin, en enn og aftur er útreikningsvilla á stigsprófsblaðinu, í þetta skiptið ennþá verri en sú um jólin þegar vantaði lið upp á 10% ... núna kom einkunn upp á 1,2 lægra en mér var tilkynnt að ég hafi fengið á prófdeginum (og ég hef verið fullvissuð um að SÉ hin rétta af nokkrum kennurum), nokkrir aðrir nemendur lentu í svipuðu rugli, svo ég þarf að fá þetta leiðrétt á morgun en flestir voru farnir þegar þetta uppgötvaðist.
En einkunnirnar mínar voru allavega þessar:
Tónheyrn I - 8.9
Jazzhljómfræði I - 7,6 (urr, ég steikti ALLA skalana nema einn í skriflega prófinu það dró mig aðallega niður)
Söngvinnubúðir - 9,5
Söngsamspil - 9
II. stigspróf - 9,5 Almenn umsögn prófdómara: "Frábært próf - einstök rödd. Áfram [geimVEIRA]!" IV. stigspróf - 9.4 (eða það verður það þegar þetta rugl verður leiðrétt)
Umsögn í prófinu var þannig að það hlýtur að vera rétt sem mér var sagt fyrst:
tónstigar og brotnir hljómar: "mjög gott" æfingar: "mjög gott" lag 1: "Ath. öryggi í formi!" (ég improviseraði yfir mig... missti einbeitinguna þarna þokkalega whahahah)
lag 2: "Frábært!" lag 3: "Frábært!" lestur af blaði: "Ath. nótnalestur betur - góð hljómheyrn" almenn umsögn prófdómara: "Mjög vel undirbúið próf. Glæsilegur flutningur og fín rödd" [ múhahahaha ]
Eitt sem ég er að fatta núna að mig vantar einkunn út úr þessari Hljóðtækni þarna sem ég fór í fyrir jól, við tókum próf og alles... ég þarf að bögga skrifstofuna með það líka á morgun.
Á föstudagskvöldið fór ég síðan á skóladjamm, það var bara hið skemmtilegasta, hitti þar margt skemmtilegt fólk, frænku mína og frænda þar á meðal rosagaman. Svo lenti ég í svona hróseinelti og fór þvíííílíkt hjá mér að ég var að drepast alveg, mjög jákvætt og gaman en þarna féllu ansisvakaleg komment *roðn*. Gaman að ganga vel í prófunum og allt það, ég er þvílíkt sátt.... en það féllu þarna komment frá fólki sem voru þvílíkt jákvæð að ég hef þau ekki eftir. Ég þykist kunna að taka hrósi alveg, en svona svakalega mikið fer alveg með mig. Laugardaginn tók ég bara mjög rólega, skellti mér þó á tónleika hjá Agnari Má og Ástvaldi Traustasyni, tveggja flygla tónleikar, mjög athyglisvert og skemmtilegt, svo drattaðist ég heim og grillaði mér pylsur og smíðaði kartöflusalat, mikil sumarstemming. Ég er mikið að spá í hvað í fjáranum dagurinn í dag fór hjá mér. Ekki í neitt gáfulegt svo mikið er víst allavega. Eina markverða var að ég grillaði restina af pylsupakkanum.
Síðustu dagar hafa því einkennst af öfgum. Dauðsfall, svaka ánægjulegar einkunnir, hrós dauðans og fjör dauðans, rólegheit dauðans og overdose dauðans af pylsum (enginn ætti að borða svona mikið af þessu ógeði ever... gott á bragðið, en algjört ógeð að öðru leyti).
Allt útlit er fyrir að ég verði að byrja á því að fá frí í nýju vinnunni, þar sem kistuleggja á og jarðsetja daginn sem ég átti að byrja að öllum líkindum. Ég bíð eftir að fá daginn staðfestan, síðan þarf ég að tala við nýja staðinn.
:: geimVEIRA:: kl. 00:39:: [+] ::
...