| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: sunnudagur, júní 22, 2003 :: Í gær eftir vinnu dreif ég mig út á land eftir vinnu í heimsókn til foreldranna og sá sko EKKI eftir því í dag, þar sem veðrið var himneskt. Það var sól, reyndar nokkuð kaldur vindur, en í garðinum hjá þeim er skjól og var ég í fleiri klukkutíma sólbaði í heitum potti í gúddífílíng... frábær upphitun fyrir Frakklandið. Ég er að fara að panta miða á jazzhátíðina. Málið fór í nefnd og var samþykkt samhljóða að taka 8 daga passann og fara bara og sjá (heyra) ALLT. Það eru þónokkuð færri en t.d. í fyrra og hitteðfyrra sem ég þekki til sem verða núna en engu að síður heill hellingur af spennandi tónlistarmönnum, þetta leggst mjög vel í mig.
|
|