:: Þvaðurveita geimVEIRU ::

Fyrsta tölva geimVEIRU - Sinclair ZX Spectrum 48K
Þvaðurveita Reykjavíkur og nágrennis
- Þ R O N -
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina |
[::..Andlega óvanheila veðrabeibið..::]
Hin stelpan varð úti - enda allt of heimsk til að mega vera hérna, þessi er með viti.
[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs samþykkis höfundar...::]
[::..Gamalt þvaður..::]
október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 desember 2006 janúar 2007 febrúar 2007 mars 2007 júlí 2007 ágúst 2007 október 2007 nóvember 2007 janúar 2008 febrúar 2008 mars 2008 apríl 2008 maí 2008 júní 2008 júlí 2008 október 2008 desember 2008 nóvember 2010
[::..Tempus fugit..::]
[::..Blogg gæðafólks sem ég hef hitt..::]
:: Bulld0zer::
:: ErlaROKK::
:: Sandkastalinn::
:: Skonrokk::
:: Hafdís::
:: Kjartan::
:: Señor Diaz::
:: Stína::
:: María::
:: Sigginn::
:: Erna og Murder the Exterminator::
:: Atli::
:: Steini::
:: Snerillinn::
[:: geimVEIRA í Southpark ::]
[::..Þétt tónlistardýr..::]
:: Jóel Pálsson::
:: Tómas R. Einarsson::
[::..Frábær lög vina og kunningja..::]
:: You Turn
:: Gengið á gufununum
[::..Annað tengt tónlist..::]
:: Berklastofnunin::
:: DiSK hjá Digidesign::
:: Múlinn::
:: Taktmælir::
:: Netverslun audioMIDI.com::
:: Pandora::
:: Nokkur lög með hljómum::
:: Slatti af lögum á midi::
:: Samplsaga::
:: Trompetsólóasíða::
:: Sheetmusic Direct::
:: Netverslun Music123.com::
:: Nótnapapprsblöð::
:: Real bækur::
[::..Skemmtileg blogg fólks sem ég þekki ekki..::]
:: Richard Melville Hall::
:: Katrin.is M.Sc.::
:: D.Þ.J.::
:: Þórdís Nadia::
:: Dr. Gunni::
:: Trigger XLII::
:: Hvað hugsar Albert?::
:: Bedda::
:: Frábæri ljósmyndarinn::
:: Unnur::
:: Sverrir::
:: Elsa::
:: tóta með litlum staf::
[::..Ýmsar ágætar síður..::]
:: Mogginn á netinu::
:: VCD leiðbeiningar::
:: Afbollunarvefur::
:: Íslensk orðabók::
:: Gargandi snilld::
:: Vírusalistar::
:: NASA::
:: Π::
:: Vírusa- og glufuleit::
:: geimSKONSUR::
:: Persónuleikapróf::
:: RSS fréttaþjónusta mola.is::
:: Nafnlausar játningar::
[::..Hringavitleysa..::]
Vefhringur
< ? iCeBloG # >

:: sunnudagur, nóvember 30, 2003 ::

Ég er með verkkvíða dauðans. Ég þarf að læra, ég þarf að þrífa ég þarf að gera allt annað en það sem ég er að gera sem er einmitt ekki neitt af viti. Þar sem ég hafði alveg 10 atriði efst á listanum og ég er svona skemmdur persónuleiki ýtti ég þeim öllum frá, fór út á svalir að setja upp jólaseríur, með þeim rökstuðningi að það væri svo fallegt að þá færi ég í stuð til að gera alla hina hlutina sem ég átti að gera. En nei, síðan fór ég bara að gera allt annað en skylduverkin. Ég er alveg dottin út úr bóklegu fögunum sveimérþá, ég hef ekkert gefið mér tíma til æfinga þegar ég hef haft tíma hefur hann horfið í allt hitt. Ég hef þurft óeðlilega mikinn svefn undanfarið, sem er bara til jöfnunar við svefnleysi undanfarinna mánaða, kannski fer maður að hressast, í það minnsta er gott að fá jólaljósin til að hressa sig við.
Ég hef undanfarið verið á fullu í tilboðaleit þar sem ég hef ákveðið að kaupa mér fartölvu. Þetta er voðaskemmtilegt, ég held ég sé búin að finna þá vél sem ég er sáttust við. Þetta verður mikið fjör þegar þar að kemur. Ekki lærir maður meira þá - holycrap. Hvað er það með að vera með samviskubit en drullast samt ekki til þess að gera neitt í því? Er það ekki fáránlegt? Well anyhow, ég ætti að vera orðinn stoltur fartölvueigandi næstu helgi ef allt gengur eftir.

:: geimVEIRA:: kl. 16:11:: [+] ::
...
:: miðvikudagur, nóvember 26, 2003 ::
Mér finnst nokkuð fyndið svona m.v. að ég er þessi manneskja sem aldrei heyri eða segi kjaftasögur að mér heyrist einhver fáránleg saga hafa komið út frá því að ég var á kjaftatörn. Æi fólk er fífl.

:: geimVEIRA:: kl. 13:21:: [+] ::
...
Vá hvað ég þarf að hugsa minn gang! Nokkuð skemmtileg pæling komin í gang í skólanum hjá mér, sem væri skemmtileg en kostar mig svakalega vinnu, dugnað og þor... ég sem er eins og zombie þessa dagana og meika varla heilan vinnudag af þreytu og skammdegisdrunga. Ég þarf virkilega að ná að hvíla mig um helgina og sjá hvort ég nái ekki upp nettu stuði til að spá í þessa hluti. Vita hvað maður vill? Hvurslags vesen er það.... ekki það að ég viti það ekki, það er þetta með að vita hvernig maður á að ná því fram sem getur vafist fyrir manni, sérstaklega ef maður er upp á aðra kominn með að ná því fram.
Mig langar í suddalega óhollan hádegismat. En líklega borða ég bara hrökkbrauð í hundraðasta sinn.

:: geimVEIRA:: kl. 11:56:: [+] ::
...
:: mánudagur, nóvember 24, 2003 ::
Jóla-hvað?
Helgin var sérlega vel heppnuð, ég fór á jólahlaðborð til Sigga Hall með samstarfsfólkinu mínu, ótrúlega fínt þar, allir mjög ánægðir með matinn og þjónustan var mjög fín líka, karlinn sveimaði um og missti út úr sér gullkorn eða tvö. Mjög skemmtilegt fyrirkomulag þarna, að maturinn kom á borðið til okkar þannig að við þurftum ekki að hanga í biðröð neitt. Síðan, seint og um síðir, mætti ég á djammið hjá FÍH, ég var orðin ekkert smáþreytt þá og búin að drekka ágætlega mikið á minn mælikvarða, svo ég vona að ég hafi bara orðið mér medium til skammar svona, annars var ég bara á kjaftatörn þarna. Þetta kvöld tókst í alla staði vel bara. Það var ósköp gott að sofa í gær samt enda var ég næstum allan daginn bara lúllandi, ótrúlegt samt en vel þegið að ég varð ekkert þunn.

:: geimVEIRA:: kl. 14:30:: [+] ::
...
:: fimmtudagur, nóvember 20, 2003 ::
Alveg í hunk
Ég var að horfa á Doggie Fizzle Televizzle á MTV og er þokkalega sátt - hann má eiga það hundurinn að vera fyndinn... helvíti góðir sketsar þarna, eins og maðurinn fór í taugarnar á mér hefur hann húmor fyrir sjálfum sér svo hann fær kredit fyrir það.

Ég var hjá læknarakonunni í dag og fékk að vita að ég er sem betur fer með exem en ekki psoriasis, svo ég er ekkert lítið sátt, þetta var fín yfirhalning, lét taka fæðingarbletti af mér líka svo nú get ég loksins farið í dulargerfi. Ég meiddi mig fullt alveg þótt væri deyft, en það var allt í lagi samt, gott bara að vera búinn að þessu.

Allar konur - ok já og hommar líka, sem hafa tekið eftir manninum vinstra megin við Kylie í Slow-vídeóinu rétt upp hönd! Pant eig'ann! Flottastur sko. Nokkuð flott alltaf vídeóin hjá henni, maður hefur heyrt að hún þyki flott í svona hommakúlturnum, skil það betur núna allavega þetta vídeó er eins og konfektmoli - makes my mouth water anyhow. Mér finnst skemmtilegt fyrst að lagið á annað borð er ansi líkt "Come together" með Conscience, önnur melódía - en annars sömu hljóð, sound og stemming, að það skuli notað svipað concept í vídeóið líka en í því var einmitt einn söngvari karlkyns í hóp af konum sem sátu í kringum hann og allir naktir. Var svona hlý björt lýsing og stemming - einstaklega einfalt var svona þokki yfir því - ekki samt endilega kynþokki þótt allir virtust naktir. Í hennar vídeói er hún fókusinn innan um hóp af fáránlega fallegum karlmannslíkömum í sólskini og chillstemmingu, þeir eru að vísu eru í baðfötum en það eru smá tilburðir í lokin... menn farnir að smeigja sér úr svona smá, stelpan heldur þokkanum uppi - þeir krydda þetta. Gaman að því að sjá einu sinni karlmenn í tónlistarmyndbandi bara sem skraut - Kylie fær plús fyrir þetta.

Já ok, er augljóst að ég var að horfa á MTV? Well annað sjónvarpsgláp innihélt hvern fagurskaplinginn á fætur öðrum. Það voru allir voðalega fallegir í sjónvarpinu mínu í kvöld. T.d. þessi sem heitir Simon Baker:



:: geimVEIRA:: kl. 01:09:: [+] ::
...
:: miðvikudagur, nóvember 19, 2003 ::
„Það er ekki til nein góðkynja veira." - Ken Barker


Þú ert ekkert að segja mér fréttir vinur.
I'm a bad motha!




:: geimVEIRA:: kl. 13:14:: [+] ::
...
:: þriðjudagur, nóvember 18, 2003 ::
Lucky bastard
Í gær ætlaði ég aldrei að koma mér í gírinn, ég sofnaði ekki fyrr en ca. þrjú aðfararnótt mánudagsins líka svo ég var ekki beint upplögð. Ég gerði díla við djöfulinn allan daginn til að dragnast úr sporunum, ákvað að mæta í vinnuna en skrópa í skólann enda stóð til að ég fengi ekki að fara tímanlega úr vinnunni og eftir mánudag dauðans þarna viku áður langði mig hreinlega ekkert í skólann heldur. Þegar það síðan breyttist og ég gat fengið að fara, þá ákvað ég að gabba sjálfa mig og mæta þá í fyrri tímann bara, sem var tónheyrn og feisa músíkina og fara ólærð í próf en fara í staðinn bara heim, þ.e. skrópa í hljómfræði. Þegar í skólann var komið hitti ég svo söngkennarann minn og fékk að vita að það ætti að fara að scatta í söngvinnubúðum og þá datt mér nú í hug besta uppstrumpun á þessu öllu saman og ákvað að verða tónheyrnarlaus með öllu og skrópa í tónheyrnina en fara í söngvinnubúðirnar. Það var alveg tími kominn á það að ég fengi að vera með í þessu líka og ég skemmti mér konunglega, svo vel að ég var búin að ákveða að fara bara í hljómfræðina í versta falli hlyti einhver osmósa að eiga sér stað. Eftir söngvinnubúðirnar hitti ég tónheyrnarkennarann og fékk að vita hvað gera ætti fyrir næsta tíma - já og fá úr einhverju tónbilaprófi síðan fyrir löngu, þá hafði mín bara fengið 10 og verið baktöluð eitthvað í tímanum.... úff! Ég sem ætlaði svona að sigla undir radarinn. Svo þegar ég kom fram á gang voru allir að gagga eitthvað um "hvort þeir ætluðu að fara" svo ég spurðist fyrir um hvað fólk væri að tala um og kom þá í ljós að það var barasta masterclass í gangi og það væri öllum opið, um leið og ég heyrði að um trommumasterclass væri að ræða ákvað ég að af því mætti ég ekki missa. Hljómfræðikennarinn ætlaði reyndar ekkert að sleppa okkur samt, en þar sem við vorum bara þrjú sem mættum í tímann og hann féll fyrir öllum hvolpaaugunum sex fengum við að fara.
Það var Jim Black sem hélt masterclassið og það var rosaskemmtilegt, hann var með skemmtilegar pælingar, mér fannst mjög skemmtilegt að ég skyldi bara meira og minna fatta flest sem hann sagði, sérstaklega fannst mér skemmtileg pælingin hjá honum með púls í tónlist frekar en endilega takt í þeim skilningi að telja allan andskotann, því ég upplifði svo sterkt á djambenámskeiði um árið þegar búið var að skipta upp í sex hópa sem allir gerður lítið taktmynstur og út kom alveg klikkaðslega flottur hjartsláttur, ekki beint taktur maður gat t.d. illa talið þetta, maður varð bara að hætta að hugsa, allir gerðu bara sitt mynstur og heildin breyttist smám saman eftir því sem áherslurnar færðust til. Hann sýndi okkur dæmi í gær einmitt um svona lagað, lét okkur klappa í 11 slögum í þremur hópum,áherslurnar snarbreyttust alveg. Eftir gærkvöldið langar mig ennþá meira að læra á einhvers konar trommur, mér finnst ég græða svo mikið á þessum pælingum.
Ég fæ svo loksins Kristjönu aftur í dag svo þetta er bara gleði. Já og undirleikstími í þokkabót! Tóm hamingja.

:: geimVEIRA:: kl. 11:04:: [+] ::
...
:: mánudagur, nóvember 17, 2003 ::
MWHAHAHA!

:: geimVEIRA:: kl. 00:22:: [+] ::
...




"Dr. Evil actually!"

:: geimVEIRA:: kl. 00:10:: [+] ::
...
:: sunnudagur, nóvember 16, 2003 ::
Mig langar í nýja tölvu. Mig langar í nýja tölvu. Mig langar í nýja tölvu. Mig langar í nýja tölvu.
Mig langar í nýja tölvu. Mig langar í nýja tölvu. Mig langar í nýja tölvu. Mig langar í nýja tölvu.
Mig langar í nýja tölvu. Mig langar í nýja tölvu. Mig langar í nýja tölvu. Mig langar í nýja tölvu.
Mig langar í nýja tölvu. Mig langar í nýja tölvu. Mig langar í nýja tölvu. Mig langar í nýja tölvu.
Mig langar í nýja tölvu. Mig langar í nýja tölvu. Mig langar í nýja tölvu. Mig langar í nýja tölvu.
Mig langar í nýja tölvu. Mig langar í nýja tölvu. Mig langar í nýja tölvu. Mig langar í nýja tölvu.
Mig langar í nýja tölvu. Mig langar í nýja tölvu. Mig langar í nýja tölvu. Mig langar í nýja tölvu.
Mig langar í nýja tölvu. Mig langar í nýja tölvu.

:: geimVEIRA:: kl. 19:26:: [+] ::
...
Spank the Monkey
Ég tók mér sumarleyfisdag á föstudaginn var, enda svo ansi margt sem þurfti að gera. Við stilltum og stilltum upp kl. 9 um morguninn, svo fór ég með kjól í styttingu, fór í klippingu og litun, náði í kjól úr styttingu og gerði mig tilbúna, veislan var kl. sex, ég átti að troða upp hálfátta-átta, sem var eins gott því ég fékk kjólinn í hendurnar 50 mínútum of seint, og þegar ég kom heim var hann allur í títuprjónum og hafði gleymst að stytta fóðrið/undirkjólinn svo ég og mamma mín vorum í heftaraleik á fullu, þetta hafðist allavega maður kom of seint en ekkert allt of seint neitt. Það var hellingur af fólki alveg, mikið stuð, miklu fleiri uppákomur og ræður en gert hafði verið ráð fyrir, þannig að strika þurfti út helminginn af lögunum sem við höfðum æft. Sem betur fer gerðum við ráð fyrir að svo gæti farið, þannig að surpriselagið höfðum við í fyrra skiptið (sem endaði með að verða eina skiptið). Söngurinn gekk alveg glimrandi vel bara, þetta steinlá alveg. Mikil hamingja bara maður var knúsaður af frænkum og öfum. Svo endaði maður í eftirpartýi heiima hjá afmælisbarninu fram á nótt, ég var ekki farin að sofa fyrr en um fimmleytið.
Laugardagurinn hófst kl. 8 hjá mér, því ég þurfti að mæta í vinnuna kl. 9. Ég hef aldrei mætt svona tæp í vinnuna, leið ógeðslega illa fyrsta klukkutímann, en svo var allt í lagi. Ég var í vinnunni alveg til þrjúleytið, en þá var líka efnt loforð síðan um nóttina, þegar sammerkst var um að fara á Jómfrúna ef allir yrðu með lífsmarki, allir voru í banastuði og þar sat hópurinn svo til lokunar og trítlaði síðan á Apótekið. Ótrúlega hresst liðið þrátt fyrir vægast sagt miklar vökur.
Á Apótekinu kom inn ein sú fyndnasta drukkna kona sem ég hef séð lengi, hún kom ein inn með apadúkku sem hún lét tjá sig við gesti og gangandi á milli þess sem hún dansaði með apann eða rassskellti hann. Hún var í hláturskasti alveg og lét apann taka luftgítar á milli þess sem hún kom með steyptar athugasemdir - ótrúlega skemmtileg en nokkuð svakalega drukkin, hún spjallaði aðeins við okkur, ég tók af henni loforð að hún færi bara heim en ekki á labbið, því hún var yfirhafnarlaus greyið stelpan. Þegar við fórum svo um hálfníuleytið í mat til afmælisbarnsins frá föstudeginum sá ég úr bílnum hvar hún trítlaði með apann í eftirdragi... vonandi fór hún bara heim.
Það var mjög mjög gott að fá að sofa í dag, maður vakti alltof lengi náttúrulega, ég hefði mikið þegið einn - tvo frídaga í viðbót núna, en þar sem ég var að vinna í gær á ég svo erfitt með að meðtaka að það sé vinna á morgun, bara passar ekkert. Svo náttúrulega svona smá spennufall að vera búinn að klára þennan veislusöng, en helgarnar undanfarið hefur maður verið að æfa og svona. Ég veit ekki alveg hvernig verður með mig núna, ég get ekki fyrir mitt litla líf komið mér í að læra heima, taka sameignina, laga til, blabla bla bla ... sem ég á að vera að gera. Mætti halda að mig langi í annan svona mánudag eins og síðast, ég get bara ekki fest hugann við neitt einhvern veginn. Horfði á smávegis Oprah, spilaði smávegis á píanó, lagði mig smávegis, fór smávegis á netið, borðaði smá (MIKIÐ) óhollan mat þegar ég eldaði beikon í dag á heilsugrillinu - er reyndar búin að sannreyna að fitan virkilega lekur af - sniðugt, leiðist smávegis, er smávegis montin eftir föstudaginn, er farin að hlakka smávegis til jólanna og kvíða prófunum í skólanum smávegis (helling), ég er með smávegis exem á andlitinu sem ég er að vona mjög mikið að sé bara eftir hárlitunina því ég er hrædd um að ég sé smávegis komin með psoriasis á fótinn minn og mér finnst ekkert smávegis leiðinlegt ef ég er að fara að fá þennan andskota í andlitið. Þetta var smávegis löng setning, þetta er orðið þokkalega langt þvaður hjá mér í þetta skiptið.

:: geimVEIRA:: kl. 19:06:: [+] ::
...
:: fimmtudagur, nóvember 13, 2003 ::
Jæja, ég dreif í að kaupa Outcast diskana sem ég er búin að vera á leið að kaupa í 2 mánuði. Hlustaði nú bara á annan diskinn í gær, en ég er blásin í burtu (e. blown away). Það gerist ekki mjög oft, ótrúlega flottur diskur, jazzaður, svalur en með húmorinn á fullu. Kom frábærlega á óvart að fá My Favourite Things þarna upp úr þurru, samtalið við Guð rokkar, ég gæti haldið endalaust áfram. Ég á örugglega eftir að hlusta mikið á þetta. Spurning að finna sér tíma til þess. Nú væri ekki lítið ljúft að eiga eins og einn i-pod ha?
Katrín er heppin.

:: geimVEIRA:: kl. 13:06:: [+] ::
...
:: miðvikudagur, nóvember 12, 2003 ::
Kamomillu grænt te frá Celestial Seasonings er mjög gott. Namm.

:: geimVEIRA:: kl. 13:34:: [+] ::
...
'Amm.
Það er merkilegt hvernig þegar maður er að taka kastið á ástand, en svo einhvern veginn breytist það 1,2, og 3. Söngtíminn í gær, sem mig langaði eiginlega bara til að skrópa í en reif mig upp á nasahárunum og dreif mig af stað í, var bara þrælfínn. Loksins gekk eitthvað upp. Reyndar prófaði ég enn eina taktíkina og heimtaði tæknitíma - þá loksins mættumst við. Ég endaði með að renna lagi sem ég var í vandræðum með og fá fínt feedback. Kannski var hún feimin við mig, eða hún heyrði loksins að ég sökkaði ekki jafnmikið og henni fannst áður, þegar hún heyrði mig taka tækniæfingar eða whatever.... allavega gekk þetta alveg fínt upp. Svo kom ég heim smellti borgara í Georgsgrillið, horfði á uppáhaldshommana í QE .... dagurinn endaði bara ágætlega.
Samspilstími sem átti að vera í dag datt upp fyrir, sem var mjög vel þegið. Ágætt að fá einn dag að fara bara heim eftir vinnu. Nú er bara að slappa af, en fara ekki að gera einhvern hinna 1000 hluta sem ég ætti frekar að vera að gera.

:: geimVEIRA:: kl. 13:06:: [+] ::
...
:: þriðjudagur, nóvember 11, 2003 ::
Venting
Mér finnst alveg magnað að sjá nýja vetnisvagninn á ferð hérna. Alveg beint út úr framtíðinni með gufustrókinn upp úr þakinu, ég er voða stolt að þetta sé komið á koppinn hérna. Vonandi gengur þetta verkefni vel, því mig langar alveg í vetnisbíl í framtíðinni.

Mér gekk ömurlega í skólanum í gær alveg, skil nákvæmlega ekkert hvað er núna í gangi, hlakka ekkert sérstaklega til að fara í tíma í dag heldur, enda náum við ekkert að smella saman ég og afleysingakennarinn en tímarnir með honum samanstanda mikið af löngum óþægilegum þögnum þar sem ég hef fengið eitt einasta komment sem er alveg valid og allt það, atriði sem ég geri vitlaust en er að reyna að laga svo það er allt í lagi, en samt merkilegt að fá nákvæmlega enga svörun á neitt sem maður er að reyna að gera annars, nema jú eitthvað svona "ég á ekki útvarp, ég kannast ekki við þetta lag". Ég fíla mig alveg ömurlega í þessum tímum enda gefa þeir mér nákvæmlega ekki neitt, svona getur þetta verið, fólk á mismunandi vel saman, ég funkera allavega ekki í einhvers konar þagnakennslu. Ekki alveg það sem ég tími að borga fyrir.

Í fyrradag hitti ég svo gamlan afleysingakennara úti í búð, ég fór einmitt að hugsa að þessir tveir eru eins og svart og hvítt, eldur og ís... mér finnst þessi vetur vera búinn að vera glataður alveg, ég hef engin tengsl við hina söngnemendurna lengur, þar sem hóptíminn sem ég hefði átt að fá að vera með í rekst á við bóklegu fögin, maður er að borga formúgu fyrir að fá ákveðinn kennara og ákveðna tíma, svo er aðalkennarinn búinn að vera frá 50% af tímanum og maður hefur haft afleysingakennara sem engan veginn er að virka. Eftir þennan erfiða dag í gær var mér skapi næst að hætta þessu. Ég er að þessu mér til gamans og mér finnst EKKERT gaman meira en helminginn af tímanum. Eina sem hefur haldið smá tilhlökkun í manni er að aðalkennarinn skuldar okkur heilan laugardag af söngvinnubúðum frá því í fyrravetur - ég er algerlega komin með ógeð á að reyna að fá upp úr honum hvenær við fáum hann borgaðan. Núna er verið að hliðra þessum tímum til þannig að búið er að setja upp svona söngvinnubúðir á laugardegi, en þá er það gert þannig að boðað er að við mætum 8. nóv. (sem var dagur sem ég kemst) en því svo breytt 2 dögum síðar í 22. nóv. (sem er 90% dagur sem ég kemst ekki á). Verandi orðin pissed fyrir bara fer svona endalaust skipulagsleysi og hringl óendanlega í taugarnar á mér. Hvað veldur að ekki er hægt að planleggja svona lagað með viðunandi fyrirvara? Búið var að plana og svíkja þennan laugardag sem við eigum inni síðasta vor og olli það mér vandræðum þá, ég bara hef orðið ekki húmor fyrir þessu þar sem ef fer eins og horfir verður þessi uppbótartími settur á með engum fyrirvara, sem engan veginn passar mér þessa dagana. Hverjum hentar það að láta taka frá heilan laugardag með svo til engum fyrirvara?
Allavega ekki mér, ekki á næstunni!

Mín þokkalega að venta núna....... ég bara er svoooooo langþreytt á þessu.

:: geimVEIRA:: kl. 10:27:: [+] ::
...
:: mánudagur, nóvember 10, 2003 ::
Jazzhátíð dagur 2 (sem ég hafði efni á):
Ómar Guðjónsson og co voru mjög flottir á föstudaginn var. Sérstaklega féll ég þó fyrir Helga trommara, ótrúlega flottur trommari, setti mikinn svip á þetta allt saman, ég sá ekki eftir því að hafa þessa tónleika eina af þessum þremur sem ég fer á í ár. Samt slysaðist ég óvart til að horfa á auglýsingaborðann. En ég lifði það alveg af. Fékk mér flöskubjór sem kostaði 700 kall - lifði það nú líka af en er á því að spyrja alltaf um verð á öllu áður en ég fæ nótuna til undirskriftar. Var að spá í að kaupa diskinn en ákvað að bíða aðeins með það. Svoldið fyndið að það voru ótrúlega margir í salnum svona einhvernveginn í gömlukarlafélaginu, á ákveðnu svæði í salnum a.m.k. var meðalmaðurinn líklegast 64 ára og karlkyns. Eins gott að maður mætti á svæðið til að lagfæra meðalkúrvuna. Ég fer pottþétt aftur á tónleika með þeim þessum.

Jazzhátíð dagur 3 (af þeim sem ég hafði efni á):
Fór á jazzbrunchinn með Ragnheiði Gröndal og co. Þetta voru greinilega með best sóttu tónleikunum, en þó virtist ekki haa verið gert ráð fyrir því, enda verið að bæta við borðum og endurskipuleggja framan af þannig að tónleikahald tafðist nokkuð. Það var mjög ljúft og góður fílíngur, Ragnheiður er með algjöra hunangsrödd og náttúrulega algjör snúlla bara. Eitthvað rugl var þó með að manni var seldur miði á brunch sem átti að vera hlaðborð en maður fékk svo fyrirfram skammtaðan (ekki sérlega vel útilátinn) mat á disk, sem hentar ekkert endilega öllum - ég t.d. var EKKI spennt fyrir að fá brytjaðar vínarpylsur og bakaðar baunir í slummu á diskinn minn þótt hitt hafi bragðast ágætlega. Þess má einnig geta að maturinn var líka alls ekki "brunch" heldur bara english breakfast. Með fylgdi glas af appelsínusafa - punktur. Þokkalega klént að mínu mati, ég varð södd en t.d. karlar sem áttu von á góðu í hlaðborðinu sem þeir borguðu fyrir hefðu kannski orðið fyrir enn meiri vonbrigðum. Ég varð síðan kaffiþyrst og fékk þá það slappasta kaffi latte ever (sem kom mér rosalega á óvart enda Kaffibrennslan við hliðina á með hið allrabestasta kaffi) borðfélagi minn sagði sitt kaffi vera vont. Ég átti von á himneskum veigum, enda þarf að mínu mati bolli af hverju sem er að vera frábær ef hann er seldur á bloody 380,- krónur, erfitt var að innheimta vatnsglasið sem ég pantaði með, en það hafðist á endanum.
Tónlistin var frábær, en Borgin fær mínus fyrir eftirfarandi: Einhver sími á vegum Borgarinnar hringdi í tíma og ótíma oft í lengri lengri tíma, svo úr varð töluverð truflun enda mjög ljúf og róleg tónlist oft, mér finnst nú verða að passa upp á svona lagað, í eldhúsinu virtist vera útvarp í gangi og heyrðist í því ásamt glamri og ýmsum látum fram í sal allavega þar sem ég sat, en svo var verið að færa inn og dúka upp borð eftir að tónleikarnir áttu að hefjast þannig að fólk sem kom tímanlega (eins og t.d. minn hópur gerði til að fá borð) mátti sitja á ömurlegum stað þar sem maður sá ekki neitt, en fólk sem kom of seint fékk hin bestu borð. Borgin fær plús fyrir að vera falleg og leyfa ekki ljóta auglýsingaborðann upp á vegg. Ragnheiður var alveg flottust, stemmingin varð hinsvegar aldrei alveg svona brunch og nettur fílíngur eins og ég hélt að ætti að vera. Hefði verið alveg ágætt að fá að versla sér mat bara eftir eigin höfði fyrst þetta var svo ekkert hlaðborð. Ég er bara spæld að láta hafa af mér pening fyrir svikna vöru, sérstaklega þar sem það voru fullt af fólki sem hefðu viljað koma að sjá Ragnheiði en fannst þetta of svona grand pakki að hafa brunch og allt með... frábær pæling en ég hefði frekar viljað sjá Ragnheiði við annað tækifæri eftir á að hyggja. Já, þ.e.a.s. tvisvar fyrir þennan pening. Ég hefði meira að segja getað fengið gott latte í ofanálag.

Live and learn I guess.

Kringlan, Smáralind og snúllerí
Ég fór eftir hádegistónleikana í Kringluna til að gera lokatilraun til að finna mér eitthvað fyrir innlagsnótu sem ég hef átt í verslun síðan um síðustu jól. Aldrei þessu vant tókst mér að finna eitthvað og trallaði út með skyrtu og bol. Reyndar fann ég mér svo annan bol líka svo ég var mjög sátt. Slysaðist til að skoða einhver DVD-tilboð í Skífunni og datt niður á eina af mínum uppáhaldsmyndum Jerry Maguire á þúsundkall, svo ég varð nú að kaupa hana. Þá kom kaffiþorstinn frá því fyrr um daginn aftur og ég ákvað að tékka á latte á Tárinu hitti frænku mína og kastaði kveðju. Svo fann ég frábærlega flottar jólastjörnur á tilboði með potti á kr. 1.290,- gasalega jólalegt. Ég ákvað svo að bruna inn í Kópavog með gleraugun mín í yfirhalningu og freistaðist til að kíkja í Benetton og fann þessa líka svakasætu jólapeysu á nýfædda dóttur vinkonu minnar. Ég keypti hana og dreif mig í heimsókn, svo endaði ég bara þar í mat og kósí. Gasalega gaman að sjá svona nýfæddan trítil - er ekki frá því að ég hafi barasta fundið þessa ungbarnalykt margumtöluðu, en þetta er alveg í 2. eða 3. skipti sem ég kem nálægt svona ungu ungabarni ever. Já svo fékk ég líka að klappa ketti. Þetta varð hinn mesti snúlludagur í áraraðir.

Merkilegt
Í dag fór ég barasta á æfingu með píanóleikara, hún gekk bara mjög vel þetta er allt að neglast niður og farið að liggja flott. Það er ekki orðið 100% en með okkur verður kannski einn sá eftirminnilegasti tónlistarmaður frá því ég var lítil. Það var þegar ég var 7 ára að Sinfóníuhljómsveit Íslands kom og hélt tónleika í sal grunnskólans míns og maður varð mjög hissa og fannst bara gaman að þessu, en sérstaklega þó að einum í hópnum, en hann gantaðist svo mikið við krakkana og þetta situr enn í minningunni hvað hann var skemmtilegur, jú og líka að á sömu tónleika kom nýr bekkjarfélagi í hópinn sem ég síðan kynntist og varð vinkona mín í 2 ár. Þessi sniðugi þarna var kontrabassaleikarinn, en píanóleikarinn sem tilvonandi afmælisbarnið fékk með mér þekkir hann. Þess vegna væri alveg frábært að fá að koma fram með honum 22 árum eftir mína fyrstu og minnisstæðustu tónleika. Auðvitað líka bara brill ef maður fengi bassa með í lögin. Hitt er samt meira gaman.

:: geimVEIRA:: kl. 01:35:: [+] ::
...
:: föstudagur, nóvember 07, 2003 ::
Mikið langaði mig mikið að sofa fram á vor þegar ég heyrði lætin í veðrinu í morgun. Mér finnst rigning ekkert sérlega skemmtileg en mun betra að hafa þó svona hlýtt. Kuldinn um daginn situr alveg ennþá í mér.
Ég hef ennþá ekki hlustað á nýju diskana mína, því ég er búin að vera svo lítið heima. Í gær var furðumatardagur hjá mér. Ég eldaði mér hámera og linsubaunir með, ekki alveg að virka, þar sem ég ofeldaði fiskinn, klikkaði alveg á þessu. Ég át þetta nú samt og ætla jafnvel að hafa töku-2 í kvöld. Einhvernveginn verður maður að koma ofan í sig fiskmeti, ég er alltof löt við að borða fisk.

:: geimVEIRA:: kl. 11:27:: [+] ::
...
:: fimmtudagur, nóvember 06, 2003 ::
GLÆSILEGT!

Sigur Rós tók Best Video verðlaunin á MTV verðlaunahátíðinni í Edinborg!

:: geimVEIRA:: kl. 21:29:: [+] ::
...
Karma 'n shit
Ég gleymdi alltaf að segja svoldið fyndið... eftir að hafa látið velferð þessa stráks þarna á laugardaginn var mig varða og hafa reynt að hjálpa fékk ég skilaboð frá alheiminum. Á mánudaginn fékk ég í pósti endurgreiðslu frá skattinum, ávísun upp á kr. 1.007,- Ég sem aldrei hef fengið endurgreitt frá skattinum nokkurn tímann!
Eins mikið og ég væri til í að fá helgi núna, vantar mig aukadaga í vikuna, eða aukatíma í sólarhringinn. Lýsi hér með eftir svoleiðis. Já og meiri peningum í pósti, það á vel við mig að fá peninga í pósti. Meira svona!

:: geimVEIRA:: kl. 01:10:: [+] ::
...
Jazzhátíð dagur 1 (sem ég hef efni á að vera við):
Ég fór á tónleikana með IsFo - þeir voru mjög ljúfir bara, kom mér á óvart hversu fáir voru í salnum samt, eða ég hélt það yrðu allavega helmingi fleiri þarna. Það var óttalega púkalega staðið að skiptunum milli tónleikanna, en þá var fólk svona pent sagt að hypja sig borga meira ef það hefði ekki þegar keypt miða á seinni tónleikana og fólk eins og ég stóð upp og grisjaðist enn í salnum. Þegar ég var að ganga út heyrði ég agalega misheppnað komment eitthvað á þá leið að við ættum að horfa vel og vandlega upp á veggi salsins á auglýsingarnarnar frá sponsorum hátíðarinnar og sagt eitthvað á þá leið að án þeirra væri engin jazzhátíð. Það má vel vera að þeir hafi hjálpað til að gera hana veglegri o.s.frv. en að tala við fullborgandi tónlistargesti eins og smákrakka og leiðbeina þeim um að glápa á einhverjar auglýsingar, sem þegar er búið að koma á framfæri hvort sem er fannst mér svo pirrandi að ég gerði mér far um að horfa ekki á veggina. Yes, I am a rebel. Vonandi man viðkomandi eftir því næst að það eru tónleikagestirnir sem mæta, sem gera jazzhátíð mögulega, ekki færu sponsorarnir að púkka út ef ekki væri fólk sem kæmi.
Þar sem ég gekk út voru ca. 6 manns sem ég sá á leið inn. En það verður að virða prinsippið náttúrulega - ég virti allavega mín og horfði ekki á veggina og fór út - þrátt fyrir að hægðarleikur hefði verið að sitja bara þarna áfram. Vonandi liðkast þessi skipti hjá þeim, en óneitanlega varð manni hugsað til þess hversu einstaklega einfalt og skemmtilegt hefði verið ef einungis hefði verið almennilegt festivalskipulag og bara fólk getað droppað inn á það sem því hugnaðist. Þetta var rosahuggulegir tónleikar samt, ég hlakka mikið til að fara á föstudaginn og laugardaginn líka.

Fyrir áhugasama bendi ég á að kominn er linkur á dagskrá hátíðarinnar hér til vinstri. Tékkið á þessu og mætið. Sýnið uppreisn og horfið ekki á veggina samt! Fjandans nóg að borga sig inn bara.

:: geimVEIRA:: kl. 00:41:: [+] ::
...
:: miðvikudagur, nóvember 05, 2003 ::
Jæja, ég fór í Japis og verslaði miða á jazzhátíðina og leysti gjafabréfið út, ég ákvað að taka nýja Erykah Badu diskinn og svo N.E.R.D. diskinn. Gaman að því.

:: geimVEIRA:: kl. 16:00:: [+] ::
...
Mig langar á allt of margt á jazzhátíð..... ég er búin að ákveða að fara á tónleikana með Ómari Guðjónss. og co er alvarlega að spá í að fara í kvöld á tónleikana með Sigga Flosa + Kjartan Valdimarssyni.... svo verð ég eiginlega að kíkja á hana Ragheiði snúlludýr Gröndal á laugardaginn, mig langar líka á Sigga Flosa + Pétur Grétars tónleikana og náttúrulega langar mig rosalega á Jagúarballið - arrrg! Svo er alltaf verið að segja manni að maður megi ekki missa af New York Voices. Ég hef ekki efni á öllu þessu, hef heldur engan með mér svo ég hafði ekkert hugsað mér að fara á marga tónleika, svo nú eins og svo oft er ég alveg veik.
Ok... nú er ég komin með upplýsingar um afslætti og allt í þokkabót!

:: geimVEIRA:: kl. 11:09:: [+] ::
...
:: þriðjudagur, nóvember 04, 2003 ::
Ég á líka nýtt dót liggalái

  • George Foreman grill
  • Hárblásarawhachamacallitburstadót frá Braun
  • Nýtt naglalakk

:: geimVEIRA:: kl. 09:29:: [+] ::
...
Fatboy Slim is fucking in heaven, fucking and fucking and fucking in heaven
Þessi vinnuvika er orðin mátuleg fyrir minn smekk, 5 daga helgi væri vel þegin núna.

Duff P Pappa fær plús fyrir að hlaupa NY maraþonið - merkilegt að hann skyldi þora að láta sjá sig másandi og blásandi - næsta nafn verður kannski Huff 'n Puffy... nei nei Mr. Combs var duglegur að nenna þessu og snjall að safna pening um leið.

Ég missti af einhverju svaka í síðustu viku í hljómfræðitíma þegar ég var lasin, krafsaði mig upp að vissu marki út úr þessu, en er ennþá týnd í sömu atriðunum. Mjög gaman að læra samt að hljómgreina í gegnum tóntegundaskipti.

:: geimVEIRA:: kl. 08:53:: [+] ::
...
:: mánudagur, nóvember 03, 2003 ::
Var að fara að sofa þegar ég datt alveg inn í þennan merkilega syndajátningavef maður getur alveg gleymt sér í annarra manna játningum.
Ég hef ekkert að játa í kvöld, nema að ég er með hálsbólgu og ég á að vera að farin að sofa, en ég er óþekk.

:: geimVEIRA:: kl. 02:17:: [+] ::
...
:: sunnudagur, nóvember 02, 2003 ::
Jæja, ég með mína röspuðu rödd eftir að hafa orðið svona fjári kalt í gær þegar ég beið eftir löggunni, fór á æfingu með píanista - gat sungið skítsæmilega m.v. aðstæður, svo nú bara verður maður að passa vel upp á sig.
Ég eins og vanalega gleymdi nú alveg að læra heima og það sem verra er, ég gleymdi að athuga hvað átti að læra heima, þar sem ég var lasin síðast, en svo bara meika ég ekki einhverja heilabeyglun. Svo ég er überfucked ef það verður próf eða eithvað... ég kannski næ smá yfirliti á eftir, tékka á tónheyrnardraslinu smá fyrir Six Feet Under.

Mig vantar sjampóið mitt, eða öllu heldur eitt af þeim, en finn það hvergi til sölu. Ég er með mjög ákveðinn smekk í svona drasli og vil bara fá mitt dót og engar refjar. Ef einhver þarna úti veit hvar það fæst má alveg láta mig vita: Matrix Alternate Action. Þetta er allrabesta build-up removal sjampó sem ég hef fundið - já eða .... týnt.

:: geimVEIRA:: kl. 20:32:: [+] ::
...
Í gær bauð ég Unnari í mat það tókst þrælvel alveg, ég hafði prime-rib með kartöflugratíni, haricots verts og smjörsteiktum sveppum... oh, nú langar mig aftur í svoleiðis. Þetta varð bara hið mesta spjallkvöld og vakti ég alltof lengi m.v. svefnleysið undanfarið, en þetta var mjög skemmtilegt. Ég fékk að kenna á svefnleysinu í dag þegar ég var bara með timburmenn/hálsbólgu/hausverk í allan dag sem fór ekki fyrr en ég tók mig til og ákvað að það sem þyrfti væri almennilegt þynnkufæði og fór og keypti kjúklingabita og franskar. Það virkaði þrælvel svo ég "hresstist" nógu mikið til að sofna svo yfir imbanum. En svo hafði Unnar samband og varð úr að ég kíkti niðrí bæ á Unnar sem var með vini sínum sem ég hef áður hitt og svo einhverjum vinar hans, og hef bara aldrei vitað annað eins, því á stuttum tíma sýndi þessi vinur vinar hans að hann virðist sérstaklega lélegur karakter. Allt frá því að vera að dissa fólkið sem hann sat með, yfir í að blaðra út í eitt m.a. niðrandi um homma, sína fyrrverandi og konur yfirhöfuð, og svo viðraði hann eigin heimsku og kom með viðbjóðslega "grínsögu" um hvernig hann fór bara illa með barnið sitt sem greinilega átti rosalega bágt, þar sem ég var svona bara í samfloti var maður ekki alveg að fara að taka fæting, en mikið rosalega var ég orðin reið, enda fór ég bara þegar ég hélt þetta ekki út. En allt hefur tilgang I guess, því þetta var svo óþægilegt að heyra manninn svona gersamlega einoka samræðurnar og um leið sitja á stóra sínum þar sem maður vissi að ekkert hefði upp á sig að rífast eitthvað við svona heimskan mann, að ég fór bara að horfa út um gluggann á meðan og sá þar hvar ungur maður húrraði eins og aftur fyrir sig af upphækkaðri steinhleðslu og beint á hausinn. Ég hafði strax áhyggjur og var á leið út, þegar ég sá að að hafði drifið fólk, svo þetta virtist í lagi, en svo sá ég hvar fólkið bara labbaði svo í burtu en maðurinn lá enn í jörðinni. Þar sem ég hafði séð að maðurinn datt bara (en var ekki bara dauðadrukkinn eins og fólkið hefur líklega talið) rauk ég út og Unnar með. Þá var þetta bara ungur strákur, gersamlega út úr heiminum, hann var með froðu og slef í munnvikinu og ég reyndi að fá upp úr honum strax hvort hann væri flogaveikur en hann var alveg óviðræðuhæfur. Ég hringdi í 112 og þá kom nú í ljós að fleiri voru búnir að hringja, ég lét allavega vita að ég væri búin að reyna að fá upp úr manninum hvort hann væri flogaveikur og að hann virkaði ekkert endilega drukkinn á mig, en hann væri allavega ansi krumpaður og ég vildi að þeir sendu einhvern mannskap sem þeir sögðust ætla að gera. Þar sem strákgreyið var bara á skyrtunni lét Unnar strákinn hafa jakkann sinn á meðan við biðum. Svo þegar löggubíll kom þarna að bankaði ég hjá þeim og spurði hvort þeir væru að koma út af hringingunni okkar, en þá vissu þeir lögreglumenn ekkert um þetta, svo ég útskýrði þetta allt aftur og þeir komu út og ræddu við strákinn og fóru með hann með sér. Ég dauðvorkenndi honum, vona bara að þessir lögreglumenn fari með hann á slysó en stingi honum ekki bara inn haldandi að hann væri bara drukkinn, en ég varð ekki vör við neina lykt af honum eða neitt. Grey strákurinn ennþá bullandi eitthvað, með meiddi á enninu, skítkalt á bara skyrtu var leiddur inn í löggubílinn af nokkrum löggum og heyrði ég eina lögguna segja við hann, komdu bara inn í bíl, bíllinn okkar er heitur. Allavega hafði þessi leiðindadeli orðið þess valdandi að þessi strákur, hvers vegna sem það nú var að hann datt svona illa - dóp/vín/floga/klaufaskapur - lá allavega ekki í skítakulda í lengri lengri tíma án þess að nokkur vissi að hann fékk höfuðhögg en var ekki "bara" í annarlegu ástandi. Ég er bara svo forvitin núna hvernig fór, hvort honum líði vel núna og hver fjárinn var á seyði. Maður verður bara að treysta því að löggurnar hafi passað upp á hann. Á leiðinni í leigubílaröðina steig ég svo óvart í hellumisfellu (sem nóg er nú af niðrí bæ) og snéri á mér sama ökklann og fyrr í sumar.... ekki eins illa og þá neitt samt, er að vona að þetta sleppi alveg, en æi það er alltaf leiðinlegt að húrra niður og detta svona - oh well, ef maður hefði fengið sér meira en þennan eina bjór sem ég drakk, hefði maður kannski farið í einhvern móral

Úff, jæja! Þá er það svefninn.

:: geimVEIRA:: kl. 05:52:: [+] ::
...

This 

page is powered by Blogger. Isn't yours?