:: Þvaðurveita geimVEIRU ::

Fyrsta tölva geimVEIRU - Sinclair ZX Spectrum 48K
Þvaðurveita Reykjavíkur og nágrennis
- Þ R O N -
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina |
[::..Andlega óvanheila veðrabeibið..::]
Hin stelpan varð úti - enda allt of heimsk til að mega vera hérna, þessi er með viti.
[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs samþykkis höfundar...::]
[::..Gamalt þvaður..::]
október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 desember 2006 janúar 2007 febrúar 2007 mars 2007 júlí 2007 ágúst 2007 október 2007 nóvember 2007 janúar 2008 febrúar 2008 mars 2008 apríl 2008 maí 2008 júní 2008 júlí 2008 október 2008 desember 2008 nóvember 2010
[::..Tempus fugit..::]
[::..Blogg gæðafólks sem ég hef hitt..::]
:: Bulld0zer::
:: ErlaROKK::
:: Sandkastalinn::
:: Skonrokk::
:: Hafdís::
:: Kjartan::
:: Señor Diaz::
:: Stína::
:: María::
:: Sigginn::
:: Erna og Murder the Exterminator::
:: Atli::
:: Steini::
:: Snerillinn::
[:: geimVEIRA í Southpark ::]
[::..Þétt tónlistardýr..::]
:: Jóel Pálsson::
:: Tómas R. Einarsson::
[::..Frábær lög vina og kunningja..::]
:: You Turn
:: Gengið á gufununum
[::..Annað tengt tónlist..::]
:: Berklastofnunin::
:: DiSK hjá Digidesign::
:: Múlinn::
:: Taktmælir::
:: Netverslun audioMIDI.com::
:: Pandora::
:: Nokkur lög með hljómum::
:: Slatti af lögum á midi::
:: Samplsaga::
:: Trompetsólóasíða::
:: Sheetmusic Direct::
:: Netverslun Music123.com::
:: Nótnapapprsblöð::
:: Real bækur::
[::..Skemmtileg blogg fólks sem ég þekki ekki..::]
:: Richard Melville Hall::
:: Katrin.is M.Sc.::
:: D.Þ.J.::
:: Þórdís Nadia::
:: Dr. Gunni::
:: Trigger XLII::
:: Hvað hugsar Albert?::
:: Bedda::
:: Frábæri ljósmyndarinn::
:: Unnur::
:: Sverrir::
:: Elsa::
:: tóta með litlum staf::
[::..Ýmsar ágætar síður..::]
:: Mogginn á netinu::
:: VCD leiðbeiningar::
:: Afbollunarvefur::
:: Íslensk orðabók::
:: Gargandi snilld::
:: Vírusalistar::
:: NASA::
:: Π::
:: Vírusa- og glufuleit::
:: geimSKONSUR::
:: Persónuleikapróf::
:: RSS fréttaþjónusta mola.is::
:: Nafnlausar játningar::
[::..Hringavitleysa..::]
Vefhringur
< ? iCeBloG # >

:: sunnudagur, nóvember 16, 2003 ::

Spank the Monkey
Ég tók mér sumarleyfisdag á föstudaginn var, enda svo ansi margt sem þurfti að gera. Við stilltum og stilltum upp kl. 9 um morguninn, svo fór ég með kjól í styttingu, fór í klippingu og litun, náði í kjól úr styttingu og gerði mig tilbúna, veislan var kl. sex, ég átti að troða upp hálfátta-átta, sem var eins gott því ég fékk kjólinn í hendurnar 50 mínútum of seint, og þegar ég kom heim var hann allur í títuprjónum og hafði gleymst að stytta fóðrið/undirkjólinn svo ég og mamma mín vorum í heftaraleik á fullu, þetta hafðist allavega maður kom of seint en ekkert allt of seint neitt. Það var hellingur af fólki alveg, mikið stuð, miklu fleiri uppákomur og ræður en gert hafði verið ráð fyrir, þannig að strika þurfti út helminginn af lögunum sem við höfðum æft. Sem betur fer gerðum við ráð fyrir að svo gæti farið, þannig að surpriselagið höfðum við í fyrra skiptið (sem endaði með að verða eina skiptið). Söngurinn gekk alveg glimrandi vel bara, þetta steinlá alveg. Mikil hamingja bara maður var knúsaður af frænkum og öfum. Svo endaði maður í eftirpartýi heiima hjá afmælisbarninu fram á nótt, ég var ekki farin að sofa fyrr en um fimmleytið.
Laugardagurinn hófst kl. 8 hjá mér, því ég þurfti að mæta í vinnuna kl. 9. Ég hef aldrei mætt svona tæp í vinnuna, leið ógeðslega illa fyrsta klukkutímann, en svo var allt í lagi. Ég var í vinnunni alveg til þrjúleytið, en þá var líka efnt loforð síðan um nóttina, þegar sammerkst var um að fara á Jómfrúna ef allir yrðu með lífsmarki, allir voru í banastuði og þar sat hópurinn svo til lokunar og trítlaði síðan á Apótekið. Ótrúlega hresst liðið þrátt fyrir vægast sagt miklar vökur.
Á Apótekinu kom inn ein sú fyndnasta drukkna kona sem ég hef séð lengi, hún kom ein inn með apadúkku sem hún lét tjá sig við gesti og gangandi á milli þess sem hún dansaði með apann eða rassskellti hann. Hún var í hláturskasti alveg og lét apann taka luftgítar á milli þess sem hún kom með steyptar athugasemdir - ótrúlega skemmtileg en nokkuð svakalega drukkin, hún spjallaði aðeins við okkur, ég tók af henni loforð að hún færi bara heim en ekki á labbið, því hún var yfirhafnarlaus greyið stelpan. Þegar við fórum svo um hálfníuleytið í mat til afmælisbarnsins frá föstudeginum sá ég úr bílnum hvar hún trítlaði með apann í eftirdragi... vonandi fór hún bara heim.
Það var mjög mjög gott að fá að sofa í dag, maður vakti alltof lengi náttúrulega, ég hefði mikið þegið einn - tvo frídaga í viðbót núna, en þar sem ég var að vinna í gær á ég svo erfitt með að meðtaka að það sé vinna á morgun, bara passar ekkert. Svo náttúrulega svona smá spennufall að vera búinn að klára þennan veislusöng, en helgarnar undanfarið hefur maður verið að æfa og svona. Ég veit ekki alveg hvernig verður með mig núna, ég get ekki fyrir mitt litla líf komið mér í að læra heima, taka sameignina, laga til, blabla bla bla ... sem ég á að vera að gera. Mætti halda að mig langi í annan svona mánudag eins og síðast, ég get bara ekki fest hugann við neitt einhvern veginn. Horfði á smávegis Oprah, spilaði smávegis á píanó, lagði mig smávegis, fór smávegis á netið, borðaði smá (MIKIÐ) óhollan mat þegar ég eldaði beikon í dag á heilsugrillinu - er reyndar búin að sannreyna að fitan virkilega lekur af - sniðugt, leiðist smávegis, er smávegis montin eftir föstudaginn, er farin að hlakka smávegis til jólanna og kvíða prófunum í skólanum smávegis (helling), ég er með smávegis exem á andlitinu sem ég er að vona mjög mikið að sé bara eftir hárlitunina því ég er hrædd um að ég sé smávegis komin með psoriasis á fótinn minn og mér finnst ekkert smávegis leiðinlegt ef ég er að fara að fá þennan andskota í andlitið. Þetta var smávegis löng setning, þetta er orðið þokkalega langt þvaður hjá mér í þetta skiptið.

:: geimVEIRA:: kl. 19:06:: [+] ::
...

This 

page is powered by Blogger. Isn't yours?