[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Jóla-hvað? Helgin var sérlega vel heppnuð, ég fór á jólahlaðborð til Sigga Hall með samstarfsfólkinu mínu, ótrúlega fínt þar, allir mjög ánægðir með matinn og þjónustan var mjög fín líka, karlinn sveimaði um og missti út úr sér gullkorn eða tvö. Mjög skemmtilegt fyrirkomulag þarna, að maturinn kom á borðið til okkar þannig að við þurftum ekki að hanga í biðröð neitt. Síðan, seint og um síðir, mætti ég á djammið hjá FÍH, ég var orðin ekkert smáþreytt þá og búin að drekka ágætlega mikið á minn mælikvarða, svo ég vona að ég hafi bara orðið mér medium til skammar svona, annars var ég bara á kjaftatörn þarna. Þetta kvöld tókst í alla staði vel bara. Það var ósköp gott að sofa í gær samt enda var ég næstum allan daginn bara lúllandi, ótrúlegt samt en vel þegið að ég varð ekkert þunn.
:: geimVEIRA:: kl. 14:30:: [+] ::
...