[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
'Amm. Það er merkilegt hvernig þegar maður er að taka kastið á ástand, en svo einhvern veginn breytist það 1,2, og 3. Söngtíminn í gær, sem mig langaði eiginlega bara til að skrópa í en reif mig upp á nasahárunum og dreif mig af stað í, var bara þrælfínn. Loksins gekk eitthvað upp. Reyndar prófaði ég enn eina taktíkina og heimtaði tæknitíma - þá loksins mættumst við. Ég endaði með að renna lagi sem ég var í vandræðum með og fá fínt feedback. Kannski var hún feimin við mig, eða hún heyrði loksins að ég sökkaði ekki jafnmikið og henni fannst áður, þegar hún heyrði mig taka tækniæfingar eða whatever.... allavega gekk þetta alveg fínt upp. Svo kom ég heim smellti borgara í Georgsgrillið, horfði á uppáhaldshommana í QE .... dagurinn endaði bara ágætlega.
Samspilstími sem átti að vera í dag datt upp fyrir, sem var mjög vel þegið. Ágætt að fá einn dag að fara bara heim eftir vinnu. Nú er bara að slappa af, en fara ekki að gera einhvern hinna 1000 hluta sem ég ætti frekar að vera að gera.