| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: sunnudagur, nóvember 02, 2003 :: Í gær bauð ég Unnari í mat það tókst þrælvel alveg, ég hafði prime-rib með kartöflugratíni, haricots verts og smjörsteiktum sveppum... oh, nú langar mig aftur í svoleiðis. Þetta varð bara hið mesta spjallkvöld og vakti ég alltof lengi m.v. svefnleysið undanfarið, en þetta var mjög skemmtilegt. Ég fékk að kenna á svefnleysinu í dag þegar ég var bara með timburmenn/hálsbólgu/hausverk í allan dag sem fór ekki fyrr en ég tók mig til og ákvað að það sem þyrfti væri almennilegt þynnkufæði og fór og keypti kjúklingabita og franskar. Það virkaði þrælvel svo ég "hresstist" nógu mikið til að sofna svo yfir imbanum. En svo hafði Unnar samband og varð úr að ég kíkti niðrí bæ á Unnar sem var með vini sínum sem ég hef áður hitt og svo einhverjum vinar hans, og hef bara aldrei vitað annað eins, því á stuttum tíma sýndi þessi vinur vinar hans að hann virðist sérstaklega lélegur karakter. Allt frá því að vera að dissa fólkið sem hann sat með, yfir í að blaðra út í eitt m.a. niðrandi um homma, sína fyrrverandi og konur yfirhöfuð, og svo viðraði hann eigin heimsku og kom með viðbjóðslega "grínsögu" um hvernig hann fór bara illa með barnið sitt sem greinilega átti rosalega bágt, þar sem ég var svona bara í samfloti var maður ekki alveg að fara að taka fæting, en mikið rosalega var ég orðin reið, enda fór ég bara þegar ég hélt þetta ekki út. En allt hefur tilgang I guess, því þetta var svo óþægilegt að heyra manninn svona gersamlega einoka samræðurnar og um leið sitja á stóra sínum þar sem maður vissi að ekkert hefði upp á sig að rífast eitthvað við svona heimskan mann, að ég fór bara að horfa út um gluggann á meðan og sá þar hvar ungur maður húrraði eins og aftur fyrir sig af upphækkaðri steinhleðslu og beint á hausinn. Ég hafði strax áhyggjur og var á leið út, þegar ég sá að að hafði drifið fólk, svo þetta virtist í lagi, en svo sá ég hvar fólkið bara labbaði svo í burtu en maðurinn lá enn í jörðinni. Þar sem ég hafði séð að maðurinn datt bara (en var ekki bara dauðadrukkinn eins og fólkið hefur líklega talið) rauk ég út og Unnar með. Þá var þetta bara ungur strákur, gersamlega út úr heiminum, hann var með froðu og slef í munnvikinu og ég reyndi að fá upp úr honum strax hvort hann væri flogaveikur en hann var alveg óviðræðuhæfur. Ég hringdi í 112 og þá kom nú í ljós að fleiri voru búnir að hringja, ég lét allavega vita að ég væri búin að reyna að fá upp úr manninum hvort hann væri flogaveikur og að hann virkaði ekkert endilega drukkinn á mig, en hann væri allavega ansi krumpaður og ég vildi að þeir sendu einhvern mannskap sem þeir sögðust ætla að gera. Þar sem strákgreyið var bara á skyrtunni lét Unnar strákinn hafa jakkann sinn á meðan við biðum. Svo þegar löggubíll kom þarna að bankaði ég hjá þeim og spurði hvort þeir væru að koma út af hringingunni okkar, en þá vissu þeir lögreglumenn ekkert um þetta, svo ég útskýrði þetta allt aftur og þeir komu út og ræddu við strákinn og fóru með hann með sér. Ég dauðvorkenndi honum, vona bara að þessir lögreglumenn fari með hann á slysó en stingi honum ekki bara inn haldandi að hann væri bara drukkinn, en ég varð ekki vör við neina lykt af honum eða neitt. Grey strákurinn ennþá bullandi eitthvað, með meiddi á enninu, skítkalt á bara skyrtu var leiddur inn í löggubílinn af nokkrum löggum og heyrði ég eina lögguna segja við hann, komdu bara inn í bíl, bíllinn okkar er heitur. Allavega hafði þessi leiðindadeli orðið þess valdandi að þessi strákur, hvers vegna sem það nú var að hann datt svona illa - dóp/vín/floga/klaufaskapur - lá allavega ekki í skítakulda í lengri lengri tíma án þess að nokkur vissi að hann fékk höfuðhögg en var ekki "bara" í annarlegu ástandi. Ég er bara svo forvitin núna hvernig fór, hvort honum líði vel núna og hver fjárinn var á seyði. Maður verður bara að treysta því að löggurnar hafi passað upp á hann. Á leiðinni í leigubílaröðina steig ég svo óvart í hellumisfellu (sem nóg er nú af niðrí bæ) og snéri á mér sama ökklann og fyrr í sumar.... ekki eins illa og þá neitt samt, er að vona að þetta sleppi alveg, en æi það er alltaf leiðinlegt að húrra niður og detta svona - oh well, ef maður hefði fengið sér meira en þennan eina bjór sem ég drakk, hefði maður kannski farið í einhvern móral
|
|