[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Jazzhátíð dagur 1 (sem ég hef efni á að vera við): Ég fór á tónleikana með IsFo - þeir voru mjög ljúfir bara, kom mér á óvart hversu fáir voru í salnum samt, eða ég hélt það yrðu allavega helmingi fleiri þarna. Það var óttalega púkalega staðið að skiptunum milli tónleikanna, en þá var fólk svona pent sagt að hypja sig borga meira ef það hefði ekki þegar keypt miða á seinni tónleikana og fólk eins og ég stóð upp og grisjaðist enn í salnum. Þegar ég var að ganga út heyrði ég agalega misheppnað komment eitthvað á þá leið að við ættum að horfa vel og vandlega upp á veggi salsins á auglýsingarnarnar frá sponsorum hátíðarinnar og sagt eitthvað á þá leið að án þeirra væri engin jazzhátíð. Það má vel vera að þeir hafi hjálpað til að gera hana veglegri o.s.frv. en að tala við fullborgandi tónlistargesti eins og smákrakka og leiðbeina þeim um að glápa á einhverjar auglýsingar, sem þegar er búið að koma á framfæri hvort sem er fannst mér svo pirrandi að ég gerði mér far um að horfa ekki á veggina. Yes, I am a rebel. Vonandi man viðkomandi eftir því næst að það eru tónleikagestirnir sem mæta, sem gera jazzhátíð mögulega, ekki færu sponsorarnir að púkka út ef ekki væri fólk sem kæmi.
Þar sem ég gekk út voru ca. 6 manns sem ég sá á leið inn. En það verður að virða prinsippið náttúrulega - ég virti allavega mín og horfði ekki á veggina og fór út - þrátt fyrir að hægðarleikur hefði verið að sitja bara þarna áfram. Vonandi liðkast þessi skipti hjá þeim, en óneitanlega varð manni hugsað til þess hversu einstaklega einfalt og skemmtilegt hefði verið ef einungis hefði verið almennilegt festivalskipulag og bara fólk getað droppað inn á það sem því hugnaðist. Þetta var rosahuggulegir tónleikar samt, ég hlakka mikið til að fara á föstudaginn og laugardaginn líka.
Fyrir áhugasama bendi ég á að kominn er linkur á dagskrá hátíðarinnar hér til vinstri. Tékkið á þessu og mætið. Sýnið uppreisn og horfið ekki á veggina samt! Fjandans nóg að borga sig inn bara.
:: geimVEIRA:: kl. 00:41:: [+] ::
...