:: Þvaðurveita geimVEIRU ::

Fyrsta tölva geimVEIRU - Sinclair ZX Spectrum 48K
Þvaðurveita Reykjavíkur og nágrennis
- Þ R O N -
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina |
[::..Andlega óvanheila veðrabeibið..::]
Hin stelpan varð úti - enda allt of heimsk til að mega vera hérna, þessi er með viti.
[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs samþykkis höfundar...::]
[::..Gamalt þvaður..::]
október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 desember 2006 janúar 2007 febrúar 2007 mars 2007 júlí 2007 ágúst 2007 október 2007 nóvember 2007 janúar 2008 febrúar 2008 mars 2008 apríl 2008 maí 2008 júní 2008 júlí 2008 október 2008 desember 2008 nóvember 2010
[::..Tempus fugit..::]
[::..Blogg gæðafólks sem ég hef hitt..::]
:: Bulld0zer::
:: ErlaROKK::
:: Sandkastalinn::
:: Skonrokk::
:: Hafdís::
:: Kjartan::
:: Señor Diaz::
:: Stína::
:: María::
:: Sigginn::
:: Erna og Murder the Exterminator::
:: Atli::
:: Steini::
:: Snerillinn::
[:: geimVEIRA í Southpark ::]
[::..Þétt tónlistardýr..::]
:: Jóel Pálsson::
:: Tómas R. Einarsson::
[::..Frábær lög vina og kunningja..::]
:: You Turn
:: Gengið á gufununum
[::..Annað tengt tónlist..::]
:: Berklastofnunin::
:: DiSK hjá Digidesign::
:: Múlinn::
:: Taktmælir::
:: Netverslun audioMIDI.com::
:: Pandora::
:: Nokkur lög með hljómum::
:: Slatti af lögum á midi::
:: Samplsaga::
:: Trompetsólóasíða::
:: Sheetmusic Direct::
:: Netverslun Music123.com::
:: Nótnapapprsblöð::
:: Real bækur::
[::..Skemmtileg blogg fólks sem ég þekki ekki..::]
:: Richard Melville Hall::
:: Katrin.is M.Sc.::
:: D.Þ.J.::
:: Þórdís Nadia::
:: Dr. Gunni::
:: Trigger XLII::
:: Hvað hugsar Albert?::
:: Bedda::
:: Frábæri ljósmyndarinn::
:: Unnur::
:: Sverrir::
:: Elsa::
:: tóta með litlum staf::
[::..Ýmsar ágætar síður..::]
:: Mogginn á netinu::
:: VCD leiðbeiningar::
:: Afbollunarvefur::
:: Íslensk orðabók::
:: Gargandi snilld::
:: Vírusalistar::
:: NASA::
:: Π::
:: Vírusa- og glufuleit::
:: geimSKONSUR::
:: Persónuleikapróf::
:: RSS fréttaþjónusta mola.is::
:: Nafnlausar játningar::
[::..Hringavitleysa..::]
Vefhringur
< ? iCeBloG # >

:: föstudagur, september 30, 2005 ::

Djéémó
Já og hér er hægt að heyra í okkur í Malus í boði Jóns Ólafssonar.

:: geimVEIRA:: kl. 21:51:: [+] ::
...
Jazzhátíð
Karmelgebach voru rosaflottir í gærkvöldi. Skemmtilegt að beygla heilann yfir súrum tónum, ég var mjög ánægð með strákana. Síðan voru tónleikar japanska víbrafónleikarans Taiko Saito. Hún mætti í kimono og spilaði mjög flotta tónlist ásamt píanistanum úr Karmelgebach, Niko Meinhold, en þetta kom mjög skemmtilega á óvart, hún galdraði t.d. fram ótrúlegstu tóna á víbrafóninn með bogum, hann plokkaði flygilstrengina mjög sérstakt og flott og alveg magnað hvað þau voru vel samtjúnuð, sérstökustu tónleikar sem ég hef farið á síðan ég sá Bumcello í Nice (selló+trommur).

Í kvöld fer ég á tónleika Rodent og örugglega kíkir maður á fleira á jazzhátíð.

:: geimVEIRA:: kl. 15:12:: [+] ::
...
:: fimmtudagur, september 29, 2005 ::
Orð dagsins: Kverkaskítur.

:: geimVEIRA:: kl. 12:31:: [+] ::
...
:: þriðjudagur, september 27, 2005 ::
Ég geeeeeeeet ekki sofið!

:: geimVEIRA:: kl. 02:51:: [+] ::
...
:: mánudagur, september 26, 2005 ::
Good grief!
Ég get ekki annað en hlegið að Stöð 2, mitt í öllum Baugshasarnum að flytja "frétt" af því hversu Hagkaup sé ljúfur vinnuveitandi að hafa fatlaða einstaklinga í vinnu og hinir sömu einstaklingar látnir tjá sig í sjónvarpinu um það hversu miklu betra sé að vinna hjá Hagkaupum en á vernduðum vinnustað.

:: geimVEIRA:: kl. 18:50:: [+] ::
...
:: laugardagur, september 24, 2005 ::
Gamalt netæði og nýtt

Klukk
Erna klukkaði mig, hún var klukkuð af Herdísi sem Stína klukkaði eftir að Mike klukkaði hana, Gina sem Bridget klukkaði, klukkaði hann, en hana klukkaði Peppermint þann 1. september. Ég myndi segja að þetta hafi breiðst ótrúlega hratt út. Ekki hafa allir fattað hvernig þetta virkar, þ.e.a.s. sett inn link á þann sem klukkaði þá og klukkað aðra, en mér finnst mjög sniðugt að rekja mig áfram í gegnum klukkið, handahófskenndar en stundum merkilegar staðreyndir sem hafa komið fram, mér hefur fundist mjög gaman að þessu. Nú eru allir sem ég klukkaði nema einn búnir að massa klukk. Gaman að svona vitleysu.

SETI
Ég er annars aftur komin með SETI@home í gang - en ég missti þetta allt út þegar Íslandssími lokaði á tal.is tölvupóstaddressurnar. Nú eru þeir loksins farnir að bjóða upp á að maður geti uppfært notendaumhverfi sitt þ.á.m. netföng svo ég er aftur farin að taka þátt, en það sem betra er, þá er Berkeley búið að samtvinna fleiri verkefni við sama consept. Þetta consept gengur út á það, svona fyrir þá sem muna ekki eftir SETI@home að reiknigeta heimilistölva um allan heim er samnýtt til stórra vísindarannsóknarverkefna, sem allt of dýrt yrði að kaupa tölvur undir. Þannig eru tölvurnar nýttar þegar þær eru ekki í notkun, maður leyfir forriti að keyra sem screensaver og það forrit tekur við gögnum og vinnur úr þeim og skilar niðurstöðum aftur til háskólans. Þetta byrjaði með því að fólk var að analýsera gögn vegna SETI prógrammsins hjá Berkeley (sem er einmitt EKKI berklastofnunin sem ég er á leiðinni í - ég fer ekki til Kaliforníu heldur Massachusetts), núna er þetta hins vegar líka notað við úrvinnslu gagna við LHC prógrammið hjá CERN, en þar þarf að vinna úr 15 milljón gígabætum gagna árlega. Ég valdi líka að vera með í ofurtölvu sem nota á til að spá á um byggingu prótína, voðalega vísindalegt allt saman.

Nánar um Berkeley Open Infrastructure for Network Computing - BOINC.


Hérna er viðurkenning sem ég var víst búin að vinna mér inn fyrir löngu:



En ég var í áttahundruðogþrjúþúsundeitthundraðtuttugustaogfimmta sæti á heimslistanum þegar ég var virk í þessu síðast.

:: geimVEIRA:: kl. 14:59:: [+] ::
...
:: föstudagur, september 23, 2005 ::
Ég fékk mér Magic áðan. Það var hressandi.

Nú ætla ég að fá mér kók light. Kaffi er engan veginn að gera það fyrir mig þessa stundina.

:: geimVEIRA:: kl. 14:26:: [+] ::
...
:: miðvikudagur, september 21, 2005 ::
Meal on wheels?

Held það bara.

:: geimVEIRA:: kl. 20:22:: [+] ::
...


Your answers suggest you are a Go-getter

Summary of Go-Getters
Inventive, resourceful problem solvers with a love of life
Can be tough-minded when necessary
Think of themselves as enthusiastic, determined and alert
May become frustrated by rules and routines

The "What Am I Like" Personality Test

:: geimVEIRA:: kl. 12:36:: [+] ::
...
Það sem geimVEIRA elskar svo mikið þennan morguninn:

Íbúfen - túrverkjabana dauðans!
Útsýnið í vinnunni minni
My Parental Unit
Sólina

:: geimVEIRA:: kl. 11:19:: [+] ::
...
:: mánudagur, september 19, 2005 ::
Enn af Contender..
Verandi nefmanneskjan.. þá eru samt allir voða ljótir með svona margbrotin nef! Hey.. en karlinn með leiðinlegu barnsmóðurina tapaði.

:: geimVEIRA:: kl. 22:50:: [+] ::
...
Ég er með annað augað á Contender og það stingur mig ekkert smá að sjá hvernig kona eins keppandans er með barnið þeirra hágrátandi og lætur það horfa á pabba sinn barinn þarna, svo þegar hann nær góðu höggi var krakkanum skellt bara á gólfið og hún rauk upp til að klappa og vera hress í sjónvarpinu... greyið krakkinn, greinilega skíthræddur sko. Viðbjóður að sjá hvernig hún er við greyið, grátbólgin þarna í bleika kjólnum sem mamman hefur spáð meira í fyrir sjónvarpsútsendinguna en í barnið. Vonandi vinnur karlinn hennar ekki!

Blaahrg.. mér er illt í hálsinum og eyrunum. Samt var ekkert verið að boxa mig eða neitt sko.... helvítis kvefið bara vill ekki fara.

:: geimVEIRA:: kl. 21:14:: [+] ::
...
Í póstkassanum mínum beið hið langþráða bréf, að vísu samhljóða tölvupóstinum sem ég fékk um inngöngu í Berklee, en nú er maður kominn með þetta á hauspappír að maður sé kominn inn auk þess sem með fylgdu eyðublöð vegna gagna sem ganga þarf frá vegna vegabréfsáritunar til Bandaríkjanna og upplýsingar um skólaárið og helstu skrifstofur skólans. Nú þarf ég að senda I-20 Request Form ásamt yfirlýsingu um fjáráð og fleira (í snailmail b.t.w.) allt stimplað í tætlur, síðan þarf Berklee að blessa þetta og senda til baka svo ég geti sótt um F1 visa, en þá kemur bólusetningarvottorðið sér vel, auk þess sem ég þarf að koma gögnum um skólavist, styrkinn, fjármál, mæta í viðtal í sendiráðið og lofa því að sprengja ekkert og engan í loft upp.

:: geimVEIRA:: kl. 17:50:: [+] ::
...
:: sunnudagur, september 18, 2005 ::
Í gær prófaði ég að spila póker í fyrsta skipti, mjög gaman. Síðan fór ég niður í bæ og hitti Söndru og co á Kúltúr og endaði hópurinn á Celtic. Ég labbaði heim, en fékk mér á leiðinni svoleiðis frábæran Hlöllabát sem heitir sýslumannsbátur. Eiginlega langar mig í svoleiðis aftur núna bara.

:: geimVEIRA:: kl. 15:25:: [+] ::
...
:: laugardagur, september 17, 2005 ::
Ladies and gentlemen of the class of '97:

Wear sunscreen.

If I could offer you only one tip for the future, sunscreen would be it. The long-term benefits of sunscreen have been proved by scientists, whereas the rest of my advice has no basis more reliable than my own meandering experience. I will dispense this advice now.

Enjoy the power and beauty of your youth. Oh, never mind. You will not understand the power and beauty of your youth until they've faded. But trust me, in 20 years, you'll look back at photos of yourself and recall in a way you can't grasp now how much possibility lay before you and how fabulous you really looked.

You are not as fat as you imagine.

Don't worry about the future. Or worry, but know that worrying is as effective as trying to solve an algebra equation by chewing bubble gum. The real troubles in your life are apt to be things that never crossed your worried mind, the kind that blindside you at 4 p.m. on some idle Tuesday.

Do one thing every day that scares you.

Sing.

Don't be reckless with other people's hearts. Don't put up with people who are reckless with yours.

Floss.

Don't waste your time on jealousy. Sometimes you're ahead, sometimes you're behind. The race is long and, in the end, it's only with yourself.

Remember compliments you receive. Forget the insults. If you succeed in doing this, tell me how.

Keep your old love letters. Throw away your old bank statements.

Stretch.

Don't feel guilty if you don't know what you want to do with your life. The most interesting people I know didn't know at 22 what they wanted to do with their lives. Some of the most interesting 40-year-olds I know still don't.

Get plenty of calcium. Be kind to your knees. You'll miss them when they're gone.

Maybe you'll marry, maybe you won't. Maybe you'll have children, maybe you won't. Maybe you'll divorce at 40, maybe you'll dance the funky chicken on your 75th wedding anniversary. Whatever you do, don't congratulate yourself too much, or berate yourself either. Your choices are half chance. So are everybody else's.

Enjoy your body. Use it every way you can. Don't be afraid of it or of what other people think of it. It's the greatest instrument you'll ever own.

Dance, even if you have nowhere to do it but your living room.

Read the directions, even if you don't follow them.

Do not read beauty magazines. They will only make you feel ugly.

Get to know your parents. You never know when they'll be gone for good. Be nice to your siblings. They're your best link to your past and the people most likely to stick with you in the future.

Understand that friends come and go, but with a precious few you should hold on. Work hard to bridge the gaps in geography and lifestyle, because the older you get, the more you need the people who knew you when you were young.

Live in New York City once, but leave before it makes you hard.
Live in Northern California once, but leave before it makes you soft. Travel.

Accept certain inalienable truths: Prices will rise. Politicians will philander. You, too, will get old. And when you do, you'll fantasize that when you were young, prices were reasonable, politicians were noble and children respected their elders.

Respect your elders.

Don't expect anyone else to support you. Maybe you have a trust fund. Maybe you'll have a wealthy spouse. But you never know when either one might run out.

Don't mess too much with your hair or by the time you're 40 it will look 85.

Be careful whose advice you buy, but be patient with those who supply it. Advice is a form of nostalgia. Dispensing it is a way of fishing the past from the disposal, wiping it off, painting over the ugly parts and recycling it for more than it's worth.

But trust me on the sunscreen.


Mary Schmich

:: geimVEIRA:: kl. 21:02:: [+] ::
...
Í dag hrjáir mig að hlæja með svínshríni. Vonandi verður það ekki viðvarandi ástand.

:: geimVEIRA:: kl. 20:10:: [+] ::
...
Brrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr OH BOY

Djöfull hvað Ilmur er frábær!

:: geimVEIRA:: kl. 19:51:: [+] ::
...
Ég veit ekki af hverju, en ljóskan í Voðafónsauglýsingunni þarna... "lose the name!" cracks me up.

Nú verður tekið til.

:: geimVEIRA:: kl. 16:51:: [+] ::
...
:: fimmtudagur, september 15, 2005 ::
fcuk baugur

:: geimVEIRA:: kl. 21:48:: [+] ::
...
Bentasil, Fisherman's Friend, heitt kaffi og pressa um forsöng frá hálsbólgugemlingnum á vinnustað... týpískt þegar maður hefur ekki rödd og langar engan veginn að láta stara á ljótuna sína.

:: geimVEIRA:: kl. 10:17:: [+] ::
...
Ég er með hroll og mér er kalt á nefinu. En ég er mun betri en í gær svo ég snýti mér í vinnunni, en ekki heima í dag.

:: geimVEIRA:: kl. 09:53:: [+] ::
...
:: miðvikudagur, september 14, 2005 ::
Napoleon
You are Napoleon Dyanamite and a buttload of gangs
are trying to recruit you.


Which Napoleon Dynamite character are you?
brought to you by Quizilla

:: geimVEIRA:: kl. 20:24:: [+] ::
...
Ég var sík dög í morgun og var heima í dag. Ég eldaði mér linsubaunasúpu með fullt af engifer og hvítlauk og annarri hollustu. Voða góð - en ég er núna með brunablöðru í efri góm og dofin í tungunni eftir lúmskt heitan sweetpotato bita. Óttalega asnalegt, sérstaklega eftir að ná að bíta í tungubroddinn á mér í fyrradag. Er krambúleruð ofan axla semsagt, blaðra í munninum, hálsbólga, kvef og hausverkur.

Í gær tók ég smá kast yfir hversu stutt er þar til ég þarf að fara. Ég er búin að fylla stóran svartan ruslapoka af gömlum fötum til að fara með í Sorpu, þar sem tekið er á móti fötum fyrir Rauða krossinn. Einhvers staðar þarf maður að byrja.

:: geimVEIRA:: kl. 17:23:: [+] ::
...
:: þriðjudagur, september 13, 2005 ::

According to experts, my personality type is :
Assasin for hire
Ink Blot Personality TestOther people like me display these traits.
  • They smell like cucumbers
  • They suffer from bowel problems
  • They like black lingerie
  • They sometimes pick their nose
  • Take the Ink Blot Personality Quiz at JokesUnlimited.com

    :: geimVEIRA:: kl. 19:52:: [+] ::
    ...
    N-n-n-n-n-n-n! NN-n-n-n-n-n-nnn!

    Ég skellti mér óvænt á útgáfutónleika Kvartetts Sigurðar Flosasonar áðan. Svo óttalega langt síðan ég hef farið á tónleika, það er alveg ótrúlegt eiginlega.

    Flottir tónleikar, góðir þessir gaurar. Alveg óhætt að segja það og skrifa.

    Ég gleymdi að segja frá því að ég fékk í gær uppfræðslu mikla um Böööb Dylan og í dag var ég í pilsi, af því að ég fattaði að ég hef bara ekkert farið í pils heillengi, sem er í mínum bókum ekki síðri ástæða en hver önnur. Svo var ég líka mjög þreytt og drakk 4 kaffibolla, Magic-sull og Coke Light. Fannst bara mikilvægt að koma þessu á framfæri, andskotinn að ég viti af hverju!

    :: geimVEIRA:: kl. 00:06:: [+] ::
    ...
    :: mánudagur, september 12, 2005 ::
    Linsubaunasúpa hinna góðu fyrirætlana

    Í dag ákvað ég á heimleið úr vinnu að fara í Nóatún og elda mér svona ekta comfort-food, holla og heita súpu, ekki síst til að bæta fyrir matarsukk helgarinnar. Ég fyllti körfuna af allskyns grænmeti, valdi vel og vandlega og týndi til allskyns hollustu fyrir súpuna góðu, sótti rauðar linsur og gekk áfram inn búðina. Þegar þangað var komið beið hinsvegar agaleg freisting. Teinsteiktur kjúklingur ilmandi, á fáránlega góðu tilboði með gosi og alles. Baunasúpan góða og holla breyttist því í heitan kjúkling. Grænmetið bíður hinsvegar og verður súpan góða elduð fljótlega. Kjúklingurinn var rosagóður.

    Mér er búið að vera kalt á tánum og nefinu alla helgina og er ennþá. Mikill skipulagsgalli að hafa ekki tásuyljara á vakt núna. Uss!

    :: geimVEIRA:: kl. 18:47:: [+] ::
    ...
    :: sunnudagur, september 11, 2005 ::
    Chicken Deluxe... ég er búin að borða OF mikið af pizzu um helgina.

    Frábær fokkings matur, en bara svo óhollur.

    Ég er búin að vera annars bara í rólegheitum, sjónvarpsgláp og kósíheit.

    :: geimVEIRA:: kl. 19:12:: [+] ::
    ...
    :: laugardagur, september 10, 2005 ::
    Ég er'ann

    Erna klukkaði mig. Hér koma fimm hlutir af handahófi um sjálfa mig:

    1. Ég væri ekki að læra söng ef ég hefði ekki skipulagt partý í bekknum mínum í grunnskóla til að fagna skólaslitum vorið sem ég kláraði 8. bekk, en þar heyrðu menn í mér að syngja með krökkunum og báðu mig að syngja bakrödd með hljómsveit. Giggin urðu tvö.

    2. Mér finnst gerberur ógurlega glaðleg blóm og ekta amerískt sterað prime rib í Norfolk er besti matur sem ég hef smakkað. Það slær ekkert amerískt nautakjöt út.

    3. Ég er mjög félagslynd, traust og trygglynd og góður vinur vina minna, en ég hef aldrei átt auðvelt með að kynnast fólki eða eignast vini.

    4. Ég er sorgmædd að verða aldrei afasystir eða eignast bróðurdóttur. Það er ekki gaman að vera einbirni.

    5. Ég er rosalega mikið borgarbarn, gæti ekki hugsað mér að búa úti á landi aftur, og langaði alltaf að vera í New York einhvern tímann. Ég fór þangað á leiðinni til Boston að heimsækja frænda minn sem lærði í Berklee, með foreldrum mínum þegar ég var 8 ára. Daginn áður hafði ég hins vegar fengið suddalegt húðofnæmi og var öll rauðflekkótt og með ofsakláða, svo ég var á antihistamíni sem var svo mikið dúndur að ég var eins og pissfull alla leiðina út, lagðist ofan á flugfarþega og vildi sofna á þeim, var svo snardópuð að ég missti alveg af öllu saman, man ekkert eftir New York eða ferðinni til Boston. Boston er fyrsta útlandið sem ég lúllaði í. 2002 gerði ég svo tilraun nr. tvö til að massa New York en fékk matareitrun á leiðinni og náði ósköp lítið að gera í þeirri ferð. Ég á farmiða til New York í desember og miða á tónleika sem eru fáránlega exclusive, en hef ekki efni á hótelinu, ekki síst í ljósi þess að ég stefni á að mæta til Boston í þriðja skiptið á ævinni og fara í nám. New York bíður því enn betri tíma. Það eru alveg nokkrir í Boston, svo ég fæ í það minnsta borgarfílínginn.

    Ég klukka: Söndru, Dag, Hafrúnu,Erlu, Katrínu og Sigurdór. Nú eruð þið'ann!

    :: geimVEIRA:: kl. 18:13:: [+] ::
    ...
    :: fimmtudagur, september 08, 2005 ::
    iTunes 5... meiri lætin í Apple!

    Apple... já... minnir mig á það... Maður verður kominn með svoleiðis innan tíðar. Gaman að því.

    :: geimVEIRA:: kl. 19:56:: [+] ::
    ...
    Ef ég væri eins skörp og ég óskaði þess að ég væri, væri ég ekki vakandi núna, heldur að safna orku fyrir bankarán eða annars kyns stórfellda skyndilega fjáröflun.

    Ég hitti annars frábært fólk í kvöld, fékk hamingjuóskir, frábæran mat á Jómfrúnni...

    Þetta virkar ennþá frekar óraunverulegt enná... vonandi fær maður þetta almennilega inn í hausinn á sér á næstunni... ekki seinna vænna!

    En nú ætla ég að sofa. Ég lúllistan! Góða nótt!

    :: geimVEIRA:: kl. 02:20:: [+] ::
    ...
    :: miðvikudagur, september 07, 2005 ::
    Nú verða sagðar fréttir:

    "Congratulations! On behalf of the President and Board of Trustees I
    am delighted to announce your acceptance to Berklee College of Music
    as a candidate for the Degree of Bachelor of Music."


    :: geimVEIRA:: kl. 17:58:: [+] ::
    ...
    :: mánudagur, september 05, 2005 ::
    DV fer svo fullkomlega enn og aftur yfir strikið. Hvernig má það vera að þeir leyfi sér að birta mynd af barni á forsíðu og útmála það sem glæpamann? Nú hef ég ósköp litla samúð með glæpamönnum og er alveg á því að 16 ára manneskja á að þekkja mun á réttu og röngu, en hvaða hagsmunum þjónar að rústa mannorði vandræðaunglings? Alveg örugglega ekki mínum. Hvernig ætli systkinum þessa drengs líði? Ætlar DV að bera ábyrgð á því ef þau lenda í einelti út af flennifyrirsögninni og mannorðsmorðinu? Hvernig á þessi ungi maður að vinna sig út úr ruglinu þegar hann hefur svona á bakinu? Ég er í engu að afsaka nein afbrot eða nokkuð þess háttar, en fyrr má nú aldeilis fyrr vera, börn hljóta að hafa enn ríkari rétt til að sekt þeirra sé sönnuð innan veggja dómsalsins, það að úrræði skorti fyrir dómskerfið til vistunar ungra afbrotamanna gefur sorpritum ekki leyfi að mínu mati til að höndla viðkomandi meinta afbrotamenn sem fulltíða menn. Ég tek fram að ég hef einungis séð forsíðuna, en hvert sem innihald blaðsins er þá er ljóst að skaðinn er skeður, hvað svo sem segir í blaðinu. Miskunnarleysið er algjört.

    Ekki það að maður hafi ekki talað um þetta áður, en ég biðla til allra lesenda þessa sorprits að hætta að kaupa það. Ég held að ég fari bráðlega að kynna mér hverjir auglýsa í þessu sorpriti og fari að boycotta þau fyrirtæki. Hvað getur maður gert annað til að sporna við svona siðleysi?

    :: geimVEIRA:: kl. 07:40:: [+] ::
    ...
    :: sunnudagur, september 04, 2005 ::
    Ég hef lokið störfum í helgarvinnunni, sá að samtals 140% vinna var helst til of hátt vinnuhlutfall í hlutfalli við launaumslagið, svo mín skilaði uppsögn til sérlega skilningsríks yfirmanns. Hvað gerði ég til að fagna þeim tímamótum? Var heima og svaf og lét mér leiðast. Ég gat ekki hugsað mér að eltast við eitthvað meint fjör í bænum, sem var eins gott, því ég steinlá um eittleytið í gær.. vaknaði kl. níu í morgun illa sofin með þvííííílíkt puffy augu og dökka bauga, þrátt fyrir tímafjöldann. Sofnaði eitthvað aðeins aftur en vaknaði enn myglaðri. Ég er alveg á því að myglfaktor fer í botn þegar ég hangi ein heima. Oj. Maður er manns gaman and whatnot.

    :: geimVEIRA:: kl. 21:28:: [+] ::
    ...
    Þetta er cool.

    Vonandi fær maður einhvern tímann RayBan linsur með gráa tintinu.

    :: geimVEIRA:: kl. 09:45:: [+] ::
    ...
    :: laugardagur, september 03, 2005 ::
    Ég fór og fékk mér Panang á KruaThai.... roooooosalega gott. Var einmitt að prófa þennan stað í fyrsta sinn, fer örugglega þangað aftur.

    Mig langar annars að kíkja í bæinn í kvöld. Var að horfa á Stelpurnar. Þær eru alveg flottar

    "Löðruglan.."

    "Jiii ég verð örugglega orðin gröð eftir 7 mínútur....

    "Hvað er svona falleg kona að gera á bar eins og þessum... Hvað er svona bar að gera með mann eins og þig? "

    :: geimVEIRA:: kl. 20:20:: [+] ::
    ...
    :: fimmtudagur, september 01, 2005 ::
    Er hægt að vera sár út í að láta ljúga að sér, þótt það sé bara af ókunnugum. Æi já!

    Ég var að finna link á blogginu hennar Hel á myndir sem ég hef nefninlega séð áður fyrir löngu síðan.... nema þar eignaði íslensk kona sér þessar myndir og ég hvatti hana í gestabókinni hennar til að hætta alls alls ekki að mála. Mér fannst myndirnar svo frábærlega æðislegar að ég hefði viljað kaupa þær af henni - hefði án gríns gert það ef ég hefði átt pening og þær verið til sölu! Svo sé ég núna að þetta var allt bara lygavefur... sem er lélegt. Hið góða er hins vegar að til eru miklu fleiri myndir svo ég hef helling að skoða í viðbót af þessum myndum sem mér finnst svo rosalega flottar. Hið slæma er kannski að þær málaði Marilyn Manson (djöfull er hann talented gaur) svo ég hef örugglega ALDREI séns til að eignast mynd eftir þennan listamann. Samt eitt gott við þetta... kannski getur maður pantað plaköt með myndunum sem mig langaði mest í í framtíðinni. Stelpurolan er búin að loka blogginu sínu svo maður getur ekki skammað hana beint... oh whatever. En ég stend við það, ég fíla þessar myndir í tætlur!







    Go Marilyn! Skammastu þín Tinna!

    :: geimVEIRA:: kl. 07:08:: [+] ::
    ...
    Jæja... í nótt slapp lítill svartur og hvítur kettlingur inn til mín, ókunnugt par sem var að flytja í húsið hlammaði sér á rúmið hjá mér og kjaftaði við mig á meðan ég reyndi að losa kettlinginn sem negldi sig í handabökin á mér, nýir nágrannar á hæðinni fyrir neðan mig töluðu hátt í símann úti, aðrir borðuðu úti í kvöldsólinni og ég var bara ánægð með þetta allt saman. Já... það er mikið að gera í draumalandinu!

    :: geimVEIRA:: kl. 06:57:: [+] ::
    ...

    This 

page is powered by Blogger. Isn't yours?