[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Klukk Erna klukkaði mig, hún var klukkuð af Herdísi sem Stína klukkaði eftir að Mike klukkaði hana, Gina sem Bridget klukkaði, klukkaði hann, en hana klukkaði Peppermint þann 1. september. Ég myndi segja að þetta hafi breiðst ótrúlega hratt út. Ekki hafa allir fattað hvernig þetta virkar, þ.e.a.s. sett inn link á þann sem klukkaði þá og klukkað aðra, en mér finnst mjög sniðugt að rekja mig áfram í gegnum klukkið, handahófskenndar en stundum merkilegar staðreyndir sem hafa komið fram, mér hefur fundist mjög gaman að þessu. Nú eru allir sem ég klukkaði nema einn búnir að massa klukk. Gaman að svona vitleysu.
SETI Ég er annars aftur komin með SETI@home í gang - en ég missti þetta allt út þegar Íslandssími lokaði á tal.is tölvupóstaddressurnar. Nú eru þeir loksins farnir að bjóða upp á að maður geti uppfært notendaumhverfi sitt þ.á.m. netföng svo ég er aftur farin að taka þátt, en það sem betra er, þá er Berkeley búið að samtvinna fleiri verkefni við sama consept. Þetta consept gengur út á það, svona fyrir þá sem muna ekki eftir SETI@home að reiknigeta heimilistölva um allan heim er samnýtt til stórra vísindarannsóknarverkefna, sem allt of dýrt yrði að kaupa tölvur undir. Þannig eru tölvurnar nýttar þegar þær eru ekki í notkun, maður leyfir forriti að keyra sem screensaver og það forrit tekur við gögnum og vinnur úr þeim og skilar niðurstöðum aftur til háskólans. Þetta byrjaði með því að fólk var að analýsera gögn vegna SETI prógrammsins hjá Berkeley (sem er einmitt EKKI berklastofnunin sem ég er á leiðinni í - ég fer ekki til Kaliforníu heldur Massachusetts), núna er þetta hins vegar líka notað við úrvinnslu gagna við LHC prógrammið hjá CERN, en þar þarf að vinna úr 15 milljón gígabætum gagna árlega. Ég valdi líka að vera með í ofurtölvu sem nota á til að spá á um byggingu prótína, voðalega vísindalegt allt saman.
Hérna er viðurkenning sem ég var víst búin að vinna mér inn fyrir löngu:
En ég var í áttahundruðogþrjúþúsundeitthundraðtuttugustaogfimmta sæti á heimslistanum þegar ég var virk í þessu síðast.
:: geimVEIRA:: kl. 14:59:: [+] ::
...