| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: sunnudagur, september 04, 2005 :: Ég hef lokið störfum í helgarvinnunni, sá að samtals 140% vinna var helst til of hátt vinnuhlutfall í hlutfalli við launaumslagið, svo mín skilaði uppsögn til sérlega skilningsríks yfirmanns. Hvað gerði ég til að fagna þeim tímamótum? Var heima og svaf og lét mér leiðast. Ég gat ekki hugsað mér að eltast við eitthvað meint fjör í bænum, sem var eins gott, því ég steinlá um eittleytið í gær.. vaknaði kl. níu í morgun illa sofin með þvííííílíkt puffy augu og dökka bauga, þrátt fyrir tímafjöldann. Sofnaði eitthvað aðeins aftur en vaknaði enn myglaðri. Ég er alveg á því að myglfaktor fer í botn þegar ég hangi ein heima. Oj. Maður er manns gaman and whatnot.
|
|