| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: mánudagur, september 05, 2005 :: DV fer svo fullkomlega enn og aftur yfir strikið. Hvernig má það vera að þeir leyfi sér að birta mynd af barni á forsíðu og útmála það sem glæpamann? Nú hef ég ósköp litla samúð með glæpamönnum og er alveg á því að 16 ára manneskja á að þekkja mun á réttu og röngu, en hvaða hagsmunum þjónar að rústa mannorði vandræðaunglings? Alveg örugglega ekki mínum. Hvernig ætli systkinum þessa drengs líði? Ætlar DV að bera ábyrgð á því ef þau lenda í einelti út af flennifyrirsögninni og mannorðsmorðinu? Hvernig á þessi ungi maður að vinna sig út úr ruglinu þegar hann hefur svona á bakinu? Ég er í engu að afsaka nein afbrot eða nokkuð þess háttar, en fyrr má nú aldeilis fyrr vera, börn hljóta að hafa enn ríkari rétt til að sekt þeirra sé sönnuð innan veggja dómsalsins, það að úrræði skorti fyrir dómskerfið til vistunar ungra afbrotamanna gefur sorpritum ekki leyfi að mínu mati til að höndla viðkomandi meinta afbrotamenn sem fulltíða menn. Ég tek fram að ég hef einungis séð forsíðuna, en hvert sem innihald blaðsins er þá er ljóst að skaðinn er skeður, hvað svo sem segir í blaðinu. Miskunnarleysið er algjört.
|
|