[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Í dag ákvað ég á heimleið úr vinnu að fara í Nóatún og elda mér svona ekta comfort-food, holla og heita súpu, ekki síst til að bæta fyrir matarsukk helgarinnar. Ég fyllti körfuna af allskyns grænmeti, valdi vel og vandlega og týndi til allskyns hollustu fyrir súpuna góðu, sótti rauðar linsur og gekk áfram inn búðina. Þegar þangað var komið beið hinsvegar agaleg freisting. Teinsteiktur kjúklingur ilmandi, á fáránlega góðu tilboði með gosi og alles. Baunasúpan góða og holla breyttist því í heitan kjúkling. Grænmetið bíður hinsvegar og verður súpan góða elduð fljótlega. Kjúklingurinn var rosagóður.
Mér er búið að vera kalt á tánum og nefinu alla helgina og er ennþá. Mikill skipulagsgalli að hafa ekki tásuyljara á vakt núna. Uss!
:: geimVEIRA:: kl. 18:47:: [+] ::
...