[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Jazzhátíð Karmelgebach voru rosaflottir í gærkvöldi. Skemmtilegt að beygla heilann yfir súrum tónum, ég var mjög ánægð með strákana. Síðan voru tónleikar japanska víbrafónleikarans Taiko Saito. Hún mætti í kimono og spilaði mjög flotta tónlist ásamt píanistanum úr Karmelgebach, Niko Meinhold, en þetta kom mjög skemmtilega á óvart, hún galdraði t.d. fram ótrúlegstu tóna á víbrafóninn með bogum, hann plokkaði flygilstrengina mjög sérstakt og flott og alveg magnað hvað þau voru vel samtjúnuð, sérstökustu tónleikar sem ég hef farið á síðan ég sá Bumcello í Nice (selló+trommur).
Í kvöld fer ég á tónleika Rodent og örugglega kíkir maður á fleira á jazzhátíð.
:: geimVEIRA:: kl. 15:12:: [+] ::
...