[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Í póstkassanum mínum beið hið langþráða bréf, að vísu samhljóða tölvupóstinum sem ég fékk um inngöngu í Berklee, en nú er maður kominn með þetta á hauspappír að maður sé kominn inn auk þess sem með fylgdu eyðublöð vegna gagna sem ganga þarf frá vegna vegabréfsáritunar til Bandaríkjanna og upplýsingar um skólaárið og helstu skrifstofur skólans. Nú þarf ég að senda I-20 Request Form ásamt yfirlýsingu um fjáráð og fleira (í snailmail b.t.w.) allt stimplað í tætlur, síðan þarf Berklee að blessa þetta og senda til baka svo ég geti sótt um F1 visa, en þá kemur bólusetningarvottorðið sér vel, auk þess sem ég þarf að koma gögnum um skólavist, styrkinn, fjármál, mæta í viðtal í sendiráðið og lofa því að sprengja ekkert og engan í loft upp.
:: geimVEIRA:: kl. 17:50:: [+] ::
...