[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Gleði Ég tek aftur að ég sé ekki drykkjubolti - því ég endaði sko bara.... ja við skulum segja óökufær með meiru! Ég skemmti mér mjög vel - fékk samt svona smá *holycrap-mahr-er-ekki-í-lagi!*hroll þegar ég kom heim - það er alveg í hlutfalli við heimskuna að hafa drukkið of mikið. Ég var alltof lengi að koma mér í gírinn að fara á tónleikana í gær, var svona svakalega ekki að fíla mig að það var ekki fyndið. Síðan lenti ég í símavændinu og miklum pælingum um komandi stórafmæli og allt í einu var kl. orðin milljón. Ég sé ekki eftir að hafa farið í gær samt, tek það fram, Kompan er flott band (sé bara eftir að hafa drukkið alveg þessa 2 aukabjóra sem eru að fara með mig núna). Rohosalega væri ég til í hamborgara á Brennslunni núna! Ég ætla í sturtu og drífa mig þangað og svo hefst jazzdagur nr. 2 - í þetta sinn verður veiran ökufær - það er næsta víst!
:: geimVEIRA:: kl. 13:06:: [+] ::
...
Það var eitthvað weird í gangi í kvöld!
:: geimVEIRA:: kl. 05:08:: [+] ::
...
:: laugardagur, febrúar 28, 2004 ::
Þetta er engin frammistaða - ég guggnaði á rauðvínspælingunni - tímdi ekki að opna rauðvínið sem ég á. Ég er ömurlega lélegur drykkjubolti. Schlappt!
:: geimVEIRA:: kl. 20:24:: [+] ::
...
Ég er að spá í að fá mér rauðvín með kvöldmatnum - nokkur mótmæli?
:: geimVEIRA:: kl. 19:45:: [+] ::
...
:: föstudagur, febrúar 27, 2004 ::
Funky furrow Til að minna á "gargandi snilldina" hér til hliðar:
Enska: "The foundation for good music is love and groove" yfir á japönsku, þá ensku, svo kínversku, síðan ensku, þá kóreönsku fáum við þennan flotta frasa: "The foundation good music is hazard love in the groove" pælið í góðu nafni á lag: "Hazard love in the groove" whahahah! Síðan heldur vélin áfram frönsku, þýsku, ítölsku, portúgölsku og spænsku, en fer alltaf yfir í enskuna á milli og þá endar frasinn í þessari snilld: "Good basic music is love of the danger in the furrow" ekki verri titill á lag: "Good basic music is love" nú eða þá "Danger in the furrow".
(e: furrow= plógfar, hjólfar, hrukka) Snilld! Tær snilld! Gargandi snilld.
Ok, ætti maður kannski að hætta að leika sér og fara að vinna? Ef ég sem lag einhvern tímann á það að heita "Hættan í hrukkunni"!
:: geimVEIRA:: kl. 16:41:: [+] ::
...
Þessi síðasti klukkutími í vinnunni á föstudögum er alveg óbærilega leiðinlegur alltaf! Ég er að krepera og kem mér ekki að verki. Mig langar heim að æfa mig. Mig langar á tónleika Kompunnar á morgun, held ég skelli mér barasta bara. Stefni að því að gleyma þeim ekki, sofa ekki yfir mig eða guggna á að mæta, eins og svo oft.
Ég ætla að dragnast í yoga á eftir, er með einhvern kvíðadraug held ég reyni að slátra honum með yogadjóka.
:: geimVEIRA:: kl. 16:14:: [+] ::
...
Ég kann barasta alveg að elda baunasúpu, sveimérþá! Hún tókst þrælvel hjá mér - nú þarf ég ekki að elda næstu vikuna!
:: geimVEIRA:: kl. 23:29:: [+] ::
...
Hvað er þetta American Idle sem Björgvin er alltaf að tala um? Einhver letikeppni eða?
:: geimVEIRA:: kl. 23:23:: [+] ::
...
Ég fór í Skífuna, en hafði bara misskilið eitthvað, Zero 7 diskurinn kemur ekki fyrr en í næstu viku, svo ég keypti bara 58 miles með Miles. Varð bara. Bara.
:: geimVEIRA:: kl. 22:30:: [+] ::
...
Nohh, ég var að frétta að það er komin út ný plata með Zero 7. Nú fær innlagsnótan mín í Skífunni að fjúka.
:: geimVEIRA:: kl. 14:51:: [+] ::
...
Effort Ég lagði baunir í bleyti í morgun, þykist ætla að rumpa af eins og einu baunawonderi í kvöld. Ég lét gabbast þegar ég sá öll tilboðin á grænmetinu í gærkveldi og verslaði í heila súpu. Þetta er svo hollt (eða það reynir maður að sannfæra sjálfan sig um...). Kannski ekki svo slæmt þegar maður borðar mjög lítið saltkjöt með. Í það minnsta fær maður einhver baunaefni í sig. Það hlýtur að vera hollt, líka alltaf mjög þægilegt þegar maður á mat til margra daga úti á svölum.
Ég smakkaði reykta langvíu áðan svakalega góða, ætla pottþétt að kaupa svoleiðis einhverntímann til að nota í forrétt. Svo fékk ég mér tvöfaldan espresso áðan líka - núna langar mig svo í annan bolla! Ég þarf greinilega að fara að dusta rykið af vélinni minni, það er orðið svo langt síðan ég fékk mér svona heima. Það er tær snilld að geta það, ég hef bara lifað mínu lífi með 10 mínútna delay undanfarið, hef verið of sein í allt eða hreinlega gleymt með öllu að mæta. Ég tók nú samt sameignina í gær - "bara" 2 vikum of seint.
Ég kem fram á nemendatónleikum í skólanum í byrjun mars og var að ákveða lögin sem ég tek, þetta verða þrjú lög, eitt 70´s, 80´s og eitt 90´s lag, þetta leggst vel í mig bara verður spennandi að vita hvernig kemur út, hlakka líka til að hlusta á samnemendur mína.
:: geimVEIRA:: kl. 14:28:: [+] ::
...
:: þriðjudagur, febrúar 24, 2004 ::
Einhverfir þurfa reglu Ég var í fínum tímum í gær í skólanum - fékk loksins einhvers konar rökræna ástæðu til hvers ég ætti að hafa lært skala (sem mér fannst stundum vera frekar fyrir hljóðfæraleikara en söngdýr stundum - því ég veit hvort sem er sjaldnast hvaða spennu ég bulla upp í scatsólóum) þarna fékk maður líka einhvers konar notkunarmöguleika fyrir þessa laglínugreiningar síðasta vetur, en þetta tvennt flæktist (og flækist enn) fyrir mér - enda páfagaukslærdómur án rökstuðnings eitt það leiðinlegasta sem ég veit. Vúhúú!
Ef maður bakar bollur, þá borðar maður þær bara, þess vegna bakaði ég mér ekki bollur í ár, frekar en í fyrra (í fyrra voru bara 1944 kjötbollur á bolludaginn hjá mér). Hinsvegar í vinnunni var boðið upp á bollu (sem var aldrei á gamla staðnum), svo ég fékk smakk allavega - mínar bollur náttúrulega miklu betri finnst mér - gaman að fá samt bollu - ekki minnkaði á manni sitjandinn þann daginn.
Ég skellti mér á slagverkstónfund í FíH eftir skólann hjá mér. Það var mjög gaman að sjá hvað þau eru að sýsla þarna. Uppgötvaði síðan líka að tónleikar sem ég lofaði útlendingi í föruneyti Ericku Ovette að ég myndi mæta á, voru á sunnudaginn!!!! Ég sem var allan daginn að reyna að muna hver ætti afmæli, eða hvað það var sem ég ætlaði að gera - urr! Þoli ekki þegar ég klúðra svona asnalega - ég reyndar fór á Jómfrúna og í heimsókn og eitthvað svona sem var alveg out of the ordinary - en djöfull er maður orðinn illa einhverfur að geta ekki brotið út af venjubundnu prógrammi án þess að allt sem maður ætlar að gera strokist út úr hausnum á manni.
:: geimVEIRA:: kl. 11:33:: [+] ::
...
Ég fór áðan og borðaði á Jómfrúnni alveg frábæran mat, rauðsprettu og leverpostdej (eða hvernig sem það er skrifað) ég var alveg komin með fráhvarfseinkenni enda hafði ég ekki komið þangað síðan fyrir jól einhverntímann.
Já og ein lífslexía sem ég gleymdi að minnast á í gær og ég ber enn merki;
Note to self: Það er ekki sniðugt að ganga upp brattan hjólastólaramp í sleipum hælaskóm - jafnvel hættulegt.
Ég gerði tilraun til þess í gær því það var svo margt fólk í stiganum við hliðina og ég var eitthvað að flýta mér, en datt ansi illa og mjög hallærislega og er með marbletti DAUÐANS á leggjunum, ég rauk náttúrulega upp aftur og harkaði af mér en ég er með alveg risakúlu á öðrum leggnum og dökkfjólublátt mar og stóran marblett á hinum leggnum líka. Meira klúðrið! - ég var ekki einu sinni að húrra niður út af einhverju áfengisóráði (sem hefði náttúrulega verið enn fáránlegra), heldur út af hreinræktuðum klaufaskap. Skrýtið þegar maður tekur upp á svona klaufaskap á gamals aldri. Ég er að hugsa um að hætta þessu bara.
:: geimVEIRA:: kl. 17:48:: [+] ::
...
ó Ég fór á skóladjamm í kvöld og varð svona pínkuspæld... ég var búin að gera mér einhverjar væntingar, og slaufaði frírri leikhúsferð, enda áttu loksins nú að vera uppsettir mækar og alt í orden fyrir söngdýr, en hinsvegar voru svo mörg bönd sem spiluðu á undan djammsessioninu að maður var að missa þolinmæðina (og heyrnina). Nokkur voru allt í lagi, önnur ansi langt frá mínum smekk... eitt band sem náði mér, en það var að spila RHCP cover svo ég komst loksins í almennilegan fíling, en það er ekki oft sem maður fær Suck my kiss live í æð.
Það voru a.m.k. 70% af mannskapnum farin þegar að djammið byrjaði, ég var ekki alveg í stuði svona strax og endaði með að maður mannaði sig upp í bongódútl út í hött, en stemmingin var búin þegar manni datt loksins í hug lög og svona.
Þetta þýðir ekkert lengur, nú verður bara að athuga með að fá þessa sem maður fílar með sér og rumpa upp einhverjum lögum og sjá hvernig það virkar.
Ég nenni ekki allavega að bíða þolinmóð eftir einhverju tækifæri sem kemur eða kemur aldrei. Þegar maður veit hvað maður vill, þá er lífið of stutt til að hangsa eitthvað og velkjast í vafa. Ég held að það verði farið út í einhverjar aðgerðir barasta fyrir næsta session!
Egill snillingur fær þakkir kvöldsins fyrir eyrnatappana. Heyrninni minni var gersamlega bjargað.
Verandi vasalaus, prófaði ég líka ekkert smá fyndið trix í fyrsta skipti ever!!! Þ.e.a.s. að geyma eitthvað í brjóstahaldaranum! Whahhahaha! Með því fyndnara sem ég hef gert! Ég á örugglega eftir að gera það aftur, þótt ekki sé nema fyrir skemmtanagildið! Það er eitthvað skemmtilega pæjulega kinky við að draga hluti upp úr barminum - Híhíhíh!
Hey já og, ég var mjög ánægð að fá far heim líka með bassamassanum - þökkum komið á framfæri hér með!
:: geimVEIRA:: kl. 03:33:: [+] ::
...
:: föstudagur, febrúar 20, 2004 ::
Það var mjög gaman í skólanum, Ericka skemmtileg söngkona, mjög sérstakt að heyra líka svona bara söng og gítar saman, mjög fallegt. Ég þurfti nú endilega alveg að detta úr sambandi alveg (eitthvað stress og einbeitingarleysi í gangi urr) og koma snarvitlaust inn, þegar ég átti að taka lagið, en byrjaði aftur og náði að klára þetta almennilega. Frú Ovette sagði alveg greinilegt að ég ætti mér ástmann (múha!! þarna gabbaði ég hana), sem ég neyddist til að hrekja, en hún sagðist vera "moved" svo ég þakkaði bara fyrir mig. Ég hitti líka í fyrsta skipti litla krúsídúllu, nokkurra mánaða, sem tók frábærlega á móti mér þegar ég kom inn, brosti og teygði sig til mín, ég var mjög hissa, enda ég og ungabörn eitthvað sem mjög sjaldan komast í návígi, þetta var algjör dúlla allavega.
:: geimVEIRA:: kl. 19:39:: [+] ::
...
Vúhúú ég er að fara á masterclass á eftir hjá Ericku Ovette.
:: geimVEIRA:: kl. 11:06:: [+] ::
...
Nýtt útlit Þvaðurveitunnar er í boði fiktsjúkrar veiru!
Ég átta mig alls ekki á því hvers vegna teljarinn hrynur alltaf út þegar maður kemur eitthvað nálægt templates í þessu bloggdæmi hjá mér, ég sem kom ekkert nálægt honum í fiktinu. Lélegt!
:: geimVEIRA:: kl. 10:13:: [+] ::
...
You're Jurassic Park!
by Michael Crichton
You combine all the elements of a mad scientist, a brash philosopher,
a humble researcher, and a money-hungry attracter of tourists. With all these features,
you could build something monumental or get chased around by your own demons. Probably
both, in fact. A movie based on your life would make millions, and spawn at least two
sequels thatwouldn't be very good. Be very careful around islands.
Það er eitthvað innbyggt í mann að allt sem fylgi söngnum eigi bara að vera í hálsinum og síðan kannski jú hljóðneminn góði...
Ég á hljóðnema, sem er alveg ágætur, en nú finnst mér að ég verði að koma mér upp græju til að tengja hann við - eftir að fara á of margar sultusetur þar sem enginn góður kostur fyrir söngdýrin var í boði hvað varðar mögnun... þá gagnast lítið að eiga hljóðnema. Ég hef verið að spá mikið í þetta, finnst þetta út í hött að vissu leyti en svo er maður svo mikið græjudýr að það er ekki fyndið. Ein pælingin í öllu þessu er náttúrulega: Hvers vegna ætti ég sem tónlistarnemandi að veigra mér við að kaupa nauðsynleg tæki, sem t.d. rafgítar- og bassaleikarar þurfa nú að koma sér upp? Hvers vegna er einn magnari svakalegt bruðl þegar maður á meira að segja svo gott að hafa ókeypis hljóðfæri sem auðvelt og handhægt er í flutningum? Fyrir utan augljósan peningaskort sem virðist fylgja buddum með gati (pun intended) þá er stórt græjusjúkt hjarta sem heimtar svona tæki og slær í takt sem er farinn að hljóma mjög rythmískur og magnast undarlega babúmm bABÚMM BAAABÚÚÚÚMMMMMMM!!!!
Ég á míkrófón, Shure Beta 57A (oh, frétti sko síðar að ég hefði átt að kaupa 58A eða SM58 fyrir söng - urr), sem ég borgaði einhvern 20 þúsund kall fyrir í útlöndum, fyrir 5-6 árum, á einn kapal sem er jack á heilar 1.800,- kr. Ég hef verið að tengja hann við venjuleg hljómtæki heima hjá mér (fermingargræjur sem kostuðu gilljón fyrir 15 árum) þegar ég æfi mig, en það hljómar svona frekar slappt - en sleppur alveg. En ég er alveg lens ef mig langaði að fara og syngja einhvers staðar annars staðar en í stofunni, þá er ég orðin háð utanaðkomandi aðstoð.
Til að koma mér á jörðina væri gaman að heyra frá þeim sem spila á hljóðfæri, hvað "græjukostnaður" þeirra er, til samanburðar. Ef þú leikur á hljóðfæri: Hvað kostar hljóðfærið þitt og nauðsynleg tæki t.d. magnari eða annað sem þú þarft með hljóðfærinu?
:: geimVEIRA:: kl. 13:20:: [+] ::
...
Ctrl-Alt-Delete Inventor Restarts Career [Frétt frá Yahoo]
RESEARCH TRIANGLE PARK, N.C. - David Bradley spent five minutes writing the computer code that has bailed out the world's PC users for decades.
The result was one of the most well-known key combinations around: Ctrl+Alt+Delete. It forces obstinate computers to restart when they will no longer follow other commands.
Bradley, 55, is getting a new start of his own. He's retiring Friday after 28 1/2 years with IBM.
Bradley joined the company in June 1975 as an engineer in Boca Raton, Fla. By 1980, he was one of 12 working to create the IBM PC. He now works at IBM's facility in Research Triangle Park.
The engineers knew they had to design a simple way to restart the computer should it fail. Bradley wrote the code to make it work.
"I didn't know it was going to be a cultural icon," Bradley said. "I did a lot of other things than Ctrl+Alt+Delete, but I'm famous for that one."
His fame depends on the failures of others.
At a 20-year celebration for the IBM PC, Bradley was on a panel with Microsoft founder Bill Gates and other tech icons. The discussion turned to the keys.
"I may have invented it, but Bill made it famous," Bradley said.
Gates didn't laugh. The key combination also is used when software, such as Microsoft's Windows operating system, fails.
Bradley, whose name was once mentioned as a clue in the final round of the TV game show "Jeopardy," will continue teaching at N.C. State University after retirement.
His office is filled with memories of his time at IBM and the keys that brought him fame in the tech world. He says he has almost every cartoon that featured Ctrl+Alt+Delete. There are video clips of the "Jeopardy" show and the panel with Gates.
"After having been the answer on final 'Jeopardy,' if I can be a clue in 'The New York Times' Sunday crossword puzzle, I will have met all my life's goals," Bradley said.
Thíhíhíh: "I may have invented it, but Bill made it famous,"
:: geimVEIRA:: kl. 11:18:: [+] ::
...
:: þriðjudagur, febrúar 17, 2004 ::
Why oh why fór ég í vinnuna í gömlum, allt of þröngum buxum???
Note to self: Þótt buxur séu fínar þegar maður stendur í þeim og maður sé glaður að þær séu smá lausar yfir lærin, er EKKI þar með sagt að maður geti andað þegar maður situr.
Nú ómar í kollinum á mér: "....fall on my ass faster than a fat bitch who sat down too fast."
:: geimVEIRA:: kl. 08:17:: [+] ::
...
Te Í vinnunni minni er stundum alveg undarlegt te á boðstólum, sem er með svona lakkrís-, kanil- og myntubragði og appelsínukeim... ég var ekki að fatta kanilbragð af tei fyrst - fannst þetta eins og að drekka piparköku, en núna er þetta með því betra sem ég fæ. Reyndar smakkaði ég svona fyrst með tepoka í bollanum - en það er 100 sinnum betra þegar þetta er lagað í brúsa - og notist 3 pokar á lítra af vatni. Uppáhaldsteið mitt er ennþá Aveda teið en þetta er sveimérþá barasta í öðru sæti!
:: geimVEIRA:: kl. 09:47:: [+] ::
...
Ég fíla: Að hafa heilsu
Sólbjarta daga
Nudd
Diet Coke
Þegar ég get hjálpað fólki í vinnunni minni
Gott veður
Fólk með viti
Yoga
Að fá koss á augun
Fíla
Rúmið mitt
Fólk með húmor
Skartgripina í OR (Ég að fíla glingur?! - Hefur ekki gerst áður!)
Að eiga laptop
Að ég hafi vit yfir meðallagi (yfirleitt)
Dublin
Að eiga sólgleraugu með styrkleika - nauðsynlegt!
Flott beat
Karla með sjálfstraust
Funk
Að spila á djambé
Að syngja
Alvöru Coke þegar ég er þreytt og mygluð
Allure ilmvatnið mitt
Hunda
BMW
Ok, þetta er hvort sem er að verða snobblisti holycrap!!!!
Snobb dagsins: Sealy rúmið mitt
Aveda hárvörur
Kenwood græjurnar
Hydramax krem og
Koala naglalakk frá Chanel
og reyndar er 95% af makeup og snyrtidraslinu mínu Chanel
Texier taskan mín
Allure-ilmvatn (ilmurinn minn)
Í Timberland-skóm og úlpu
Í Sisley peysu
Með Air-titanium gleraugu
Shisheido handáburð
Lavazza kaffi
Mont Blanc pennann í
Mont Blanc kortaveskinu mínu sem er með
VISA-gullkortinu....
Ég viðurkenni fúslega að ég er á kafi í neyslukapphlaupinu og hef voðalega gaman af góðum vörum og fallegum hlutum. Ég hef ekki markvisst sóst eftir merkjavöru samt þanniglagað, svo mér finnst þessi listi nokkuð svakalegur, hins vegar kaupi ég afskaplega sjaldan fatnað, hef gengið með sömu gleraugu í fleiri fleiri ár, græjurnar eru fermingargræjurnar. Hinsvegar held ég mig við vörur sem uppfylla kröfur mínar, sem hlýtur að mega segja m.v. að eru háar. Ég á ekki BMW kemst samt stöku sinnum núna í að aka einum slíkum - sem gerir ekkert annað en að viðhalda sýkinni. Það er ekki það happdrætti sem ég gæti ekki klárað hæsta vinning úr og farið létt með það. Þannig held ég að flestir séu nú líka.
Ég ætla ekki að skammast mín fyrir þetta samt. Ég borga mína reikninga á réttum tíma. Ég hef svakalega gaman af þessu - myndi samt aldrei nenna að vera sprangandi um merkt einhverjum snobbmerkjum í bak og fyrir. Það nægir mér bara t.d. með snyrtivörurnar, að hafa fundið það sem hentar húðinni minni og liti sem fara mér vel.
En alltaf skal maður vera sjúkur í meira drasl! Mig langar í iPod, stafræna myndavél, sófasett (sófinn minn er ÖMURLEGUR) og gemsinn minn fer bráðum að gefa upp öndina er ég hrædd um. Þetta er kannski vítahringur, en ef maður þarf að fara í hring - því ekki að dansa?
:: geimVEIRA:: kl. 11:21:: [+] ::
...
Note to self:
Ekki sniðugt að nota heilan þurrkaðan rauðan chilipipar með fræjum í bullfiskréttinn sinn, hressandi, en ó boy!
Ég er búin að klippa allar neglurnar mínar niður í kviku, pússa, raspa, undirlakka og lakka... meiri vinnan að hafa neglurnar í lagi! Ég er að fara út að borða annað kvöld, steingleymdi að finna mér föt fyrir kvöldið, vonandi er ekki alveg allt óhreint, í það minnsta verð ég með fínar neglur.
:: geimVEIRA:: kl. 00:05:: [+] ::
...
:: miðvikudagur, febrúar 11, 2004 ::
Yummylicious Ég tók nettan 80's pakka í söngtímanum í gær, þrælgaman bara. Ég hef eitthvað svo lítið sinnt þessu undanfarið, þetta var mjög gaman að máta ný lög. Nú vantar mig fleiri bara.
Ég er bara í píanóstuði og búin að vera undanfarið... held ég hefði bara átt að læra á píanó eftir allt saman, nei segi svona. Allavega væri rosagaman ef maður kynni að spila, en maður getur víst ekki allt!
Ég er mjög sátt við að fá svona fínt veður og sumarstemmingin bara hellist yfir mig þegar daginn er farið að lengja svona. Gott mál.
Ég missti af Queer Eye í gær... ekki gott, mér veitir ekki af svona innblæstri, þeir eru svoddan snúllur.
Dæmi um dag sem maður ætlaði að vera duglegur að borða hollan mat... ég borðaði létt AB-mjólk með múslí í morgun, en síðan ætla allir að kaupa Domino's pizzur í vinnunni hjá mér í hádeginu megavikuflipp - svo ég fell [auðvitað] í freistni með þeim. Reyndar er þetta eiginlega eini hópþrýstingurinn sem ég fell fyrir, svona sælkeraflipp! Namm!
:: geimVEIRA:: kl. 12:12:: [+] ::
...
:: mánudagur, febrúar 09, 2004 ::
Vonandi tollir leiðréttingin ... þetta er asnalegt...
Ég fór í þrælskemmtilegt afmæli um helgina, sem var brunch sem teygðist fram yfir miðnætti, en hópurinn endaði út að borða. Ég hitti fólk sem ég hef ekki talað víð í ca 15 ár - mjög einkennilegt að vissu leyti.
[Framhaldsblogg... til að bæta fyrir steypuna hérna] Ég hitti t.d. konu sem sagði kjaftasögur eins og henni væri borgað fyrir það og var mér brugðið að heyra t.d. um litlu sætu leikskólabörnin (eins og ég man þau) sem voru nú komin á Litla-Hraun fyrir ofbeldisverk og rugl, heyrði af óléttum bekkjarfélögum mínum úr grunnskóla o.s.frv. Þar sem ég legg mig fram um að fylgjast ekki með svona löguðu var þetta mjög sérstakt allt saman, en gaman samt. Veit samt að mótormunnur þessi mun baktala mig næstu vikurnar líklega... blessuð konan er bara þannig innbyggð!
:: geimVEIRA:: kl. 16:13:: [+] ::
...
Ég verð að fara að hætta að missa af tónleikum... prógrammið á mér hefur lítið passað við dagskrá tónleika sem mig hefði langað að sækja undanfarið - nú eða að ég hef sofið af mér öll undrin. Þetta er engin frammistaða náttúrulega.
:: geimVEIRA:: kl. 15:15:: [+] ::
...
Ég borðaði þennan líka fína fiskrétt áðan ótrúlegt en satt tókst að fá geimVEIRUNA til að borða gellur! [Ekki í þeim skilningi að ég hafi flippað og skipt um kynhneigð neitt .... hættu bara að hugsa dónalega þarna perri!] Þetta var hinn besti réttur úr gellum, mjög góður. Ég hef ekki borðað svona síðan ég var 5 ára og ældi næstum yfir hvað þetta var slepjulegt, en núna var þetta steikt og voðalega góð kryddhrísgrjón með, já og graskersfræ líka.
:: geimVEIRA:: kl. 13:53:: [+] ::
...
Ég hef ákveðið að flooda þetta blogg í dag af tilgangslausu föstudagsröfli! Sem verður að sjálfsögðu mikil tilbreyting frá röfli hinna daganna, eða þannig. Þetta heitir náttúrulega ekki þvaðurveita fyrir ekki neitt!
:: geimVEIRA:: kl. 11:41:: [+] ::
...
Viljið þið segja mér brandara, eða þeir sem þekkja mig senda mér á maili bitte? Mér leiðist svoho!
:: geimVEIRA:: kl. 11:39:: [+] ::
...
Þessi vika er búin að líða mjög skringilega, ég er búin að vera óeðlilega þreytt og hef ekkert gert af viti nema sofa og vinna. Helgin er því mjög velkomin, fer í afmæli svo einhver tilbreyting verður allavega á grámyglunni.
Ég væri mikið til í að þurfa ekki að vinna nema til hádegis í dag... nenni ekki að vera í rúma 5 tíma í viðbót - fokk!
:: geimVEIRA:: kl. 11:33:: [+] ::
...