[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
ó Ég fór á skóladjamm í kvöld og varð svona pínkuspæld... ég var búin að gera mér einhverjar væntingar, og slaufaði frírri leikhúsferð, enda áttu loksins nú að vera uppsettir mækar og alt í orden fyrir söngdýr, en hinsvegar voru svo mörg bönd sem spiluðu á undan djammsessioninu að maður var að missa þolinmæðina (og heyrnina). Nokkur voru allt í lagi, önnur ansi langt frá mínum smekk... eitt band sem náði mér, en það var að spila RHCP cover svo ég komst loksins í almennilegan fíling, en það er ekki oft sem maður fær Suck my kiss live í æð.
Það voru a.m.k. 70% af mannskapnum farin þegar að djammið byrjaði, ég var ekki alveg í stuði svona strax og endaði með að maður mannaði sig upp í bongódútl út í hött, en stemmingin var búin þegar manni datt loksins í hug lög og svona.
Þetta þýðir ekkert lengur, nú verður bara að athuga með að fá þessa sem maður fílar með sér og rumpa upp einhverjum lögum og sjá hvernig það virkar.
Ég nenni ekki allavega að bíða þolinmóð eftir einhverju tækifæri sem kemur eða kemur aldrei. Þegar maður veit hvað maður vill, þá er lífið of stutt til að hangsa eitthvað og velkjast í vafa. Ég held að það verði farið út í einhverjar aðgerðir barasta fyrir næsta session!
Egill snillingur fær þakkir kvöldsins fyrir eyrnatappana. Heyrninni minni var gersamlega bjargað.
Verandi vasalaus, prófaði ég líka ekkert smá fyndið trix í fyrsta skipti ever!!! Þ.e.a.s. að geyma eitthvað í brjóstahaldaranum! Whahhahaha! Með því fyndnara sem ég hef gert! Ég á örugglega eftir að gera það aftur, þótt ekki sé nema fyrir skemmtanagildið! Það er eitthvað skemmtilega pæjulega kinky við að draga hluti upp úr barminum - Híhíhíh!
Hey já og, ég var mjög ánægð að fá far heim líka með bassamassanum - þökkum komið á framfæri hér með!
:: geimVEIRA:: kl. 03:33:: [+] ::
...