[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Það er eitthvað innbyggt í mann að allt sem fylgi söngnum eigi bara að vera í hálsinum og síðan kannski jú hljóðneminn góði...
Ég á hljóðnema, sem er alveg ágætur, en nú finnst mér að ég verði að koma mér upp græju til að tengja hann við - eftir að fara á of margar sultusetur þar sem enginn góður kostur fyrir söngdýrin var í boði hvað varðar mögnun... þá gagnast lítið að eiga hljóðnema. Ég hef verið að spá mikið í þetta, finnst þetta út í hött að vissu leyti en svo er maður svo mikið græjudýr að það er ekki fyndið. Ein pælingin í öllu þessu er náttúrulega: Hvers vegna ætti ég sem tónlistarnemandi að veigra mér við að kaupa nauðsynleg tæki, sem t.d. rafgítar- og bassaleikarar þurfa nú að koma sér upp? Hvers vegna er einn magnari svakalegt bruðl þegar maður á meira að segja svo gott að hafa ókeypis hljóðfæri sem auðvelt og handhægt er í flutningum? Fyrir utan augljósan peningaskort sem virðist fylgja buddum með gati (pun intended) þá er stórt græjusjúkt hjarta sem heimtar svona tæki og slær í takt sem er farinn að hljóma mjög rythmískur og magnast undarlega babúmm bABÚMM BAAABÚÚÚÚMMMMMMM!!!!
Ég á míkrófón, Shure Beta 57A (oh, frétti sko síðar að ég hefði átt að kaupa 58A eða SM58 fyrir söng - urr), sem ég borgaði einhvern 20 þúsund kall fyrir í útlöndum, fyrir 5-6 árum, á einn kapal sem er jack á heilar 1.800,- kr. Ég hef verið að tengja hann við venjuleg hljómtæki heima hjá mér (fermingargræjur sem kostuðu gilljón fyrir 15 árum) þegar ég æfi mig, en það hljómar svona frekar slappt - en sleppur alveg. En ég er alveg lens ef mig langaði að fara og syngja einhvers staðar annars staðar en í stofunni, þá er ég orðin háð utanaðkomandi aðstoð.
Til að koma mér á jörðina væri gaman að heyra frá þeim sem spila á hljóðfæri, hvað "græjukostnaður" þeirra er, til samanburðar. Ef þú leikur á hljóðfæri: Hvað kostar hljóðfærið þitt og nauðsynleg tæki t.d. magnari eða annað sem þú þarft með hljóðfærinu?
:: geimVEIRA:: kl. 13:20:: [+] ::
...